Vinnumálastofnun leitar eftir starfsfólki
Greiðslustofa Vinnumálastofnunar á Skagaströnd leitar eftir starfsfólki vegna aukinnar umsýslu með atvinnuleysistryggingar. Um er að ræða tímabundin störf í 4 – 6 mánuði við bakvinnslu umsókna, almenn skrifstofustörf, símsvörun og upplýsingagjöf.
Leitað er að áhugasömu fólki með góða leikni í mannlegum samskiptum, lipurð í tölvunotkun og áhuga á að skila góðu starfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum SFR. Boðið verður upp á nýliðaþjálfun.
Hlutverk Greiðslustofunnar er að sjá um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið en hún heyrir undir Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra sem rekur jafnframt þjónustuskrifstofur í umdæminu. Hjá stofnuninni starfar nú 15 manna hópur sem tekur vel á móti nýju samstarfsfólki.