WOW Cyclothon hefst á morgun

WOW Cyclothon 2014 fer fram dagana 24.-27. júní. Hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum landið um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 km. Öllum er frjáls þátttaka en þó er hámarkstími 72 klukkustundir.

Einstaklingsflokkur segir sig sjálfur, einn hjólreiðamaður sér um að hjóla alla kílómetrana með sínum fylgdarbíl.

Lið í A flokki eru samsett af fjórum hjólreiðamönnum og tveimur bílstjórum. Keppt er í kvenna og karla (opnum) flokki.

Lið í B flokki eru samsett af allt að 10 manns og mega kynjahlutföllin vera hvernig sem er.

Áheitasöfnun, liðin keppast líka að því að safna sem mestum pening til góðs málefnis sem árið 2014 er til styrktar Bæklunarskurðdeild Landspítalans.
http://www.wowcyclothon.is/keppnin

Allar upplýsingar um skráningar má finna á http://www.wowcyclothon.is/forsida
Frekari fyrirspurnir skulu berast til verkefnastjóra keppninnar maria@wow.is

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir