Fréttir

Ekki sóttu Húnvetningar gull í greipar Ægis

Það er rokk og ról í 2. deild karla í knattspyrnu en 3. umferðin var spiluð í dag. Þá héldu Húnvetningar austur fyrir fjall og léku við lið Ægis í Þorlókshöfn. Fyrir leik stóð lið Kormáks/Hvatar betur að vígi með þrjú stig en heimamenn höfðu nælt í heilt eitt. Niðurstaðan varð sú Ægismenn lögðu gesti sína að velli í 3-1 sigri og skutust upp fyrir þá í deildinni.
Meira

Norska leiðin, stóra leiðréttingin | Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Nú er alþingi undirlagt af umræðum um veiðigjöld, ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta veiðigjöldin með norskri nálgun og er það athyglivert og skiptar skoðanir eins og glöggt má sjá þessa dagana. Þessa stóru leiðréttingu er verið að keyra áfram svo hún nái fram að ganga sem allra fyrst, fyrir ríkiskassann og þjóðina að sjálfsögðu.
Meira

Sterkari innviðir og vaxandi starfsánægja þrátt fyrir áskoranir

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Í fréttatilkynningu frá HSN segir að þrátt fyrir áskoranir í rekstri hafi þó orðið mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Meira

Ágrip af sögu Lionsklúbb Sauðárkróks í 60 ár

Þegar fara á yfir sögu Lionsklúbb Sauðárkróks s.l. 60 árin er af mörgu að taka og erfitt að velja og hafna. Á þessu tímamótum er fjöldi starfsfunda að nálgast 1000 og margt hefur drifið á daga klúbbsins á þessum tíma. Hér verður aðeins stiklað á stóru í þessu ágripi bæði í máli og myndum. Samkvæmt heimildum hafa 142 menn gengið í klúbbinn frá stofnun hans. Einn stofnfélagi hefur verið alla tíð í klúbbnum, hann Ingvar Gýgjar Jónsson, og það hlýtur að teljast einstakt. Í dag er 37 félagar skráðir í Lionsklúbb Sauðárkróks. Þegar best lét voru 53 félagar skráðir í klúbbnum, í maí 1994. En vindum okkur í upphafsár klúbbsins.
Meira

Stólastúlkur mæta liði ÍBV í Mjólkurbikarnum

Dregið var í átta liða úrslit í Mjólkurbikar karla og kvenna í dag. Kvennalið Tindastóls var í pottinum eftir frækinn sigur á liði Stjörnunnar fyrr í vikunni og má segja að lukkan hafi verið með Stólastúlkum, Þær fá heimaleik og mæta liði ÍBV sem spilar í Lengjudeildinni. Það er þó aldrei á vísan að róa í bikarnum en sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er sannarlega girnileg gulrót fyrir liðið.
Meira

Gluggaþvottur í góða veðrinu!

Gluggaþvottur fyrir stofnanir og fyrirtæki í bænum hefur lengi verið mikilvæg fjáröflun fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Í færslu á Facebook-síðu deildarinnar segir að það hafi verið öflugur hópur sjálfboðaliða sem sinnti þvottinum í góða veðrinu á Króknum í dag.
Meira

Telja rangt að afskrifa Háholt í því ástandi sem nú er

Enn eru málefni barna sem bíða eftir meðferðarúrræðum til umtals en í ítarlegri frétt í Ríkisútvarpinu í dag var sagt frá því að foreldrar barna á Stuðlum segi ekki hægt að bíða lengur eftir nýju meðferðarúrræði. Gert er ráð fyrir að meðferðarheimili fyrir drengi opni á Suðurlandi í vetrarbyrjun. „Hérna eru mannslíf í húfi,“ er haft eftir föður fimmtán ára drengs en fram kemur í fréttinni að m.a. foreldrar telja rangt að afskrifa Háholt .
Meira

Gunni Birgis setti Eurovisionbrölt til hliðar á miðvikudagskvöldið og stillti á Síkið

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að það stefnir í alvöru Júrópartý annað kvöld eftir að VÆB-bræður komu, sáu og skutust í úrslitakvöldið með flottri frammistöðu í undankeppni Eurovision sl. þriðjudagskvöld. Annar lýsanda keppninnar verður fjölmiðlamaðurinn og Króksarinn geðþekki, Gunnar Birgisson, en ekki er langt síðan sjónvarpsáhorfendur börðu hann augum í Síkinu, sitjandi svalur með sólgleraugu í félagi við nokkrar valinkunnar kempur. Feykir spurði hann rétt áðan hvort það sé ekki tóm vitleysa að vera að þvælast í Eurovision í miðju úrslitaeinvígi Stólanna?
Meira

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar á Sauðárkróki

Í vikunni voru teknar í notkun tvær nýjar 160kW BYD hraðhleðslustöðvar á Sauðárkróki. Framkvæmdin er hluti af samstarfi Instavolt og Kaupfélags Skagfirðinga. Uppsetning stöðvanna er stórt skref í uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi og markar mikilvæga viðbót við rafbílaþjónustu í Skagafirði.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður þann 18. maí n.k. og að því tilefni verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga  í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16. Þetta er einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þann safnkost sem ekki er í sýningum safnsins og til að berja varðveislurýmið augum. Það verður heitt á könnunni.
Meira