Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar

Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Lögbundinn lokafrestur umsókna vegna flutningskostnaðar árið 2024 er 31. mars 2025. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma.
Meira

Valentínusardagurinn er í dag

Valentínusardagurinn er í dag en hann er helgaður ástinni á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert og á uppruna sinn að rekja til Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem hefðbundið er að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða, eða sinni heittelskuðu, gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með. Á Wikipedia kemur fram að þessar hefðir eigi uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.
Meira

Hönnun nýrra þekkingargarða á Sauðárkróki kynnt

Á vef SSNV segir að þau séu þátttakandi í spennandi verkefni um uppbyggingu nýsköpunargarða í Skagafirði í samvinnu við Háskólann á Hólum, Hátæknisetur Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Í liðinni viku var kynningarfundur með fulltrúum sveitarstjórnar í Skagafirði og fleiri aðilum þar sem dönsku arkitektarnir frá NORRØN ásamt Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt kynntu fyrstu drög að hönnun á görðunum.
Meira

Fyrsta grásleppan komin á land í Skagafirði

Fyrsta grásleppulöndunin var í Skagafjarðarhöfnum á Króknum í gær og var það aflaklóin Steindór Árnason á Hafey SK 10 sem lagði inn um 100 kg. Venjan hefur verið síðastliðin ár að grásleppuvertíðin byrji ekki fyrr en í lok mars en í fyrra, í júní, var kvóta­setn­ing teg­und­ar­inn­ar samþykkt á Alþingi.
Meira

Donni spenntur fyrir þeim erlendu leikmönnum sem Tindastóll er að reyna að landa

Stólastúlkur fóru af stað í Lengjubikarnum um síðustu helgi og ekki var byrjunin sú sem þjálfara og leikmenn hafði kannski dreymt um, 9-0 tap gegn erkifjendunum í Þór/KA. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara, forvitnaðist um samningsmál leikmanna, leikinn gegn Fram um næstu helgi og fleira.
Meira

Stefnir í að allar íbúðirnar fari í leigu í næstu viku

Í lok janúar sagði Feykir frá því að Brák hefði auglýst íbúðirnar í nýja húsinu við Freyjugötu til leigu. Þegar undirtektir við auglýsingunni voru kannaðar þá tjáði Einar Georgsson, framkvæmdastjóri Brákar, Feyki frá því að eignunum verði úthlutað í næstu viku og allt stefni í að allar átta íbúðirnar verði þá komnar í leigu.
Meira

Brasilíumaður í bleikt

Feykir gaf í skyn fyrr í vikunni að ekki væri ólíklegt að lið Kormáks/Hvatar yrði búið að bæta við leikmanni áður en liðið spilaði fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum nú um helgina. Það stóð heima því meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur gengið frá samningum við brasilíska sóknarmiðjumanninn Matheus Bettio Gotler um að leika með liðinu í sumar.
Meira

Ruslatunnur sem gleðja augað

Sumarið 2023 fór Sveitarfélagið Skagaströnd af stað með nokkur bráðskemmtilegt verkefni með krökkunum í Vinnuskólanum. Verkefnið sem hefur vakið hve mesta eftirtekt eru listaverkin sem máluð voru á ruslatunnur bæjarins. Það er ekki furða því ruslatunnur eru yfirleitt í hefðbundum grænum lit sem enginn er að spá í nema sá sem þarf að losa sig við eitthvað í þær. 
Meira

Saltfiskur og pönnukökueftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingarnir að þessu sinni fengu áskorun frá Ragnheiði og Halldóri sem voru í tbl. 32, 2024. En það eru þau Erla Kjartansdóttir fv. skólabókasafnskennari og Óskar G. Björnsson skólastjóri í Árskóla á Sauðárkróki sem búa í Háuhlíðinni á Króknum sem tóku við þættinum og birtist hann í tbl. 34 í fyrra.  
Meira

Planið hans Lalla fauk út um gluggann í Síkinu

Lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar mættust í Síkinu í gærkvöldi í Bónus deildinni. Leikirnir gegn Þórsurum hafa í gegnum tíðina boðið upp á hitt og þetta og ekki á vísan að róa varðandi úrslit. Það hefur ekki alltaf dugað heimamönnum að ná góðri forystu gegn liði Þórs en það var akkúrat það sem gerðist í byrjun leiks í gær. Gestirnir voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Stólarnir fundu fjölina þegar á þurfti að halda og sigldu heim góðum sigri. Lokatölur 109-96.
Meira