Fréttir

Sveitarstjóri óskar eftir fundi með innviðaráðuneytinu og Fjarskiptastofu

Sagt hefur verið frá því að aðfaranótt 15. janúar hafi í annað skiptið á stuttum tíma allt fjarskiptasamband rofnaði við Skagaströnd vegna strengslits á stofnstreng milli Skagastrandar og Blönduóss.
Meira

Lasagna og quinoa salat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2023, var Sara Kristjánsdóttir en hún flutti á Krókinn til kærasta síns Þorkels Stefánssonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun. Sara vinnur á leikskólanum Ársölum og með vinnunni leggur hún nám á þroskaþjálfafræði. Í henni rennur skagfirskt blóð og kann hún því afar vel við sig í firðinum fagra.
Meira

Könnunarviðræður milli Húnaþings vestra og Dalabyggðar að hefjast

Í dag fer fram fyrsti fundur í könnunarviðræðum þar sem skoðað verður hvort áhugi sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Sveitarfélögin eru í raun í sitt hvorum landshlutanum en liggja hvort að öðru; Dalabyggð heyrir undir Vesturland en Húnaþing Norðruland vestra. „Tilgangur könnunarviðræðna er að draga fram tækifæri og áskoranir sem í sameiningu felast,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, en Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Enn einu sinni rofnaði ljósleiðarinn við Skagaströnd

Síma- og netsamband lá niðri á Skagaströnd frá miðnætti og fram undir morgun. Í frétt á RÚV segir að þetta sé í þriðja skiptið á rúmu ári sem ljósleiðarastrengur fer í sundur í leysingum í Hrafnsá. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á strengnum í sams konar bilun í desember en í leysingum í gærkvöldi felldi klakastykki annan staurinn sem hélt ljósleiðarnum uppi við ána.
Meira

Glötuð atkvæði

Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.
Meira

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2025

Alls fengu 63 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra brautargengi samtals að upphæð 60 milljón kr. Á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar fengu 12 umsóknir styrk samtals upphæð 30 milljónir og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 51 umsókn að upphæð 30 milljónir kr. eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira

Það er risaleikur í Síkinu í kvöld

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld þegar grannaliðin Tindastóll og Þór mætast á hefðbundnum körfuboltatíma. Bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í vetur en lið Þórs er í öðru sæti Bónus deildarinnar á meðan lið Tindastóls er í fimmta sæti en þó nunar aðeins tveimur stigum á liðunum.
Meira

Ásta Ólöf með 21% atkvæða

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðulandi vestra núna í upphafi nýs árs og lauk kosningu á hádegi mánudaginn 13. Janúar sl. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á feykir.is eða senda inn atkvæði, og alls voru það rétt tæplega 1000 manns sem tóku þátt og kusu og að þessu sinni var mjótt á munum, ólíkt því sem var í fyrra þegar Karólína í Hvammshlíð fékk 47% atkvæða.
Meira

Ferðaþjónustufólk kemur saman | Aðalheiður Jóhannsdóttir skrifar

Meira

Hermann kom, sá og sigraði

Það er alltaf líf og fjör í kringum Pílukastfélag Skagafjarðar og þar er mikill metnaður fyrir því að kynna galdur pílunnar fyrir áhugasömum, ungum sem eldri. Á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að í gær hélt félagið mót fyrir krakka í 1.-5. bekk og var um að ræða fyrsta mótið sem félagið heldur eingöngu fyrir börn. Ágætis mæting var en ellefu krakkar úr 3.-5. bekk mættu til leiks.
Meira