Fréttir

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra síðustu tvö árin en sé litið til 15 síðustu ára kemur í ljós að fækkað hefur um 0,7% og er það eini landshlutinn fyrir utan Vestfirði þar sem fóki hefur ekki fjölgað undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög 2017.
Meira

Átta milljónir í styrk til Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum hlaut nýlega átta milljóna króna styrk úr Innviðasjóði Rannís til uppsetningar á Miðstöð fyrir mælingar á efnaskiptahraða í fiskum. Verður styrknum varið til kaupa á tækjum og uppbyggingar á aðstöðu til mælinga á efnaskiptahraða fiska.
Meira

Safnað fyrir ærslabelg á Hofsósi

Samtök um uppbyggingu á Hofsósi og nágrenni er nefnast Byggjum upp Hofsós og nágrenni hafa leitað leiða undanfarin misseri, til að gera gott samfélag betra. Á vinnufundum hefur komið fram skortur á afþreyingu fyrir börn og ungmenni á svæðinu.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Á morgun, fimmtudaginn 22. júní, verður opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á Blönduósi milli klukkan 17:00 og 19:00. Þá munu listamenn hjá Textílsetri Íslands bjóða til textílsýningar og klukkan 19:00 verður myndin The Grant Green Story, eftir Sharony Green, sýnd. Myndin fjallar um jazzgítarleikarann Grant Green sem er best þekktur fyrir störf sín fyrir Blue Note Records, fyrsta óháða jazzplötufyrirtæki Bandaríkjanna.
Meira

Fleiri húnvetnskar ár að opna

Laxveiði er nú hafin í Laxá á Ásum sem og í Vatnsdals- og Víðidalsá og fer vel af stað.
Meira

Drangey Music Festival á N4

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin laugardaginn 24. júní nk. á Reykjum á Reykjaströnd. Svæðið opnar kl. 18:00 og hefjast tónleikarnir kl 20:30. Þetta er í þriðja sinn sem hátiðin er haldin og á Facebooksíðu hennar segir að líkt og fyrri ár verði áherslan á frábæra tónlist og fallega stemningu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við frá Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Opið hús í Nes Listamiðstöð

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús nk. fimmtudag, þann 22. júní frá klukkan 16 til 18. Klukkan 17 verður heimsfrumsýning á stuttmyndinni „Wait“, eftir Emily Prism og Zephyr Amethyst með íslenskum texta Laufeyjar Lindar Ingibergsdóttur. Klukkan 17:30 verður sjónræn kynning og upplestur sem er í höndum Mimi Cabell og Phoebe Stubbs.
Meira

Lummudagar í Skagafirði - Mikil gleði framundan

Nú standa fyrir dyrum hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir verða settir á næsta fimmtudag, þann 22. júní. Að vanda verður mikið um að vera, jafnt fyrir unga sem aldna.
Meira

Nýprent Open, barna- og unglingamótið í golfi

Barna- og unglingamót Golfklúbbs Sauðárkróks, Nýprent Open, verður haldið sunnudaginn 25. júní nk. og er það fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni.
Meira

Jónsmessuhátíð heppnaðist vel

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi var haldin í 15. sinn nú um helgina í stilltu og hlýju en misþurru veðri. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar fór hún í alla staði vel fram. Margt var sér til gamans gert og sýna meðfylgjandi myndir brot af því besta.
Meira