Fréttir

Stofnframlögum úthlutað til byggingar 8 leiguíbúða á Sauðárkróki

Íbúðalánasjóður tilkynnti um niðurstöðu síðari úthlutunar stofnframlaga árið 2016 á hádegisverðarfundi þann 6. apríl sl. Er þar um að ræða framlög til kaupa eða bygginga á hagkvæmum byggingum, svokölluðum leiguheimilum, sem er nýtt og byltingarkennt kerfi að danskri fyrirmynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að komast í langtímaleigu.
Meira

Besta súpa í heimi og bleikja í ofni

Það voru þau Þórey Edda og Guðmundur Hólmar á Hvammstanga sem áttu uppskriftir í 15. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu upp á aspassúpu með humri og bleikju í ofni. „Einfaldlega besta súpa í heimi. Sem sagt, þetta er súpan sem er alltaf á jólunum hjá okkur en er auðvitað í lagi að hafa við önnur tilefni. Nú þegar sumarið nálgast hentar vel að hafa uppskrift af bleikju í ofni við höndina. Einföld og góð,“ segja Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson.
Meira

Sendur á eftir fénu í sláturhúsið

Áskorendapenni - Guðmundur Jónsson Hvammstanga
Meira

HSN á Blönduósi fær höfðinglega gjöf

Á dögunum barst Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi vegleg peningagjöf að upphæð 300.000 kr. til minningar um Helgu Lárusdóttur sem hefði orðið 95 ára í dag, 14. apríl, en hún lést í september á síðasta ári. Það var dóttir Helgu, Ragnhildur Helgadóttir, sem afhenti gjöfina.
Meira

Skattahækkun á ferðaþjónustu er aðför að landsbyggðinni

Nú liggur fyrir Alþingi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2022. Þar er gert ráð fyrir því að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði hækkaður í efsta þrep, sem mun hafa miklar og neikvæðar afleiðingar, sérstaklega fyrir litla og meðalstóra ferðaþjónustuaðila utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

„Ég er ekki jafn feimin“

Ungt fólk telur ráðstefnu UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði hafa jákvæð áhrif á sig. Það telur að eftir ráðstefnuna sé það reynslunni ríkara í mannlegum samskiptum, það hafi meiri kjark en áður til að viðra skoðanir sínar og að þar öðlist það reynslu sem nýtist í starfi og vinnu.
Meira

Margir nýta sér flug í tengslum við millilandaflug

Frá því í febrúarlok hefur Icelandair boðið upp á beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar í tengslum við millilandaflug. Áætlað er að fljúga samkvæmt áætlun, árið um kring, allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann en tvisvar í viku á sumrin. Flug þetta er eingöngu ætlað farþegum á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og er farþegum ekki heimilt að yfirgefa flugstöðina í Keflavík á milli flugferða.
Meira

Línudans sýnd í Sauðárkróksbíó - Barátta gegn lagningu Blöndulínu 3

Heimildamyndin Línudans verður sýnd í Króksbíói nk. laugardagskvöld en hún fjallar um baráttu bænda og landeigenda í Skagafirði og Eyjafirði fyrir því að Landsnet breyti áformun sínum um lagningu Blöndulínu 3. Krafist hefur verið að tekið verði tillit til annarra atvinnugreina en stóriðju og að náttúruverndarsjónarmið verði virt
Meira

Sjónvarp Símans til allra landsmanna

Þúsundir landsmanna fá nú tækifæri til að sjá Sjónvarp Símans. Sjónvarpsstöðinni, sem áður var aðeins dreift um gagnvirkt sjónvarpskerfi, er nú dreift rétt eins og RÚV og næst því hvar sem móttaka sjónvarps er möguleg. „Við erum sannarlega ánægð að allir landsmenn geti fylgst með Sjónvarpi Símans – hvort sem er í afdölum, sumarbústaðahverfum, yfir netið eða loft,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðlunar og markaða, hjá Símanum.
Meira

Rabb-a-babb 145: Ása Dóra

Nafn: Ása Dóra Konráðsdóttir. Árgangur: 1973. Hvað er í deiglunni: Vinn nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir opnun endurhæfingarmiðstöðvarinnar HÆFI þar sem ég er nú framkvæmdastjóri. Við munum opna í september en þar verða starfandi læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar o.fl. flott fagfólk. Þar verður endurhæfingu sinnt í víðum skilningi. Hættulgeasta helgarnammið? Ben and Jerrys ís með vanillubragði og smákökudeigi er málið. Það versta er að drengirnir mínir þrír hafa uppgvötvað þennan forláta ís, fæ því sjaldnast að eiga hann í friði.
Meira