Fréttir

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira

Heimismenn bresta í söng á Loksins bar

Þeir klikka sjaldan meðlimir Karlakórsins Heimis í Skagafirði og alls ekki ef þeir eru samankomnir á vínstofu. Á fésbókarsíðu Leifsstöðvar í Keflavík er stórgott myndband þar sem þeir, ásamt Þóru Einarsdóttur sópran´söngkonu, sem söng með þeim m.a. í Kanada fyrr í sumar.
Meira

Walk This Way/ Aerosmith

Hvað er betra en þessi snilldarsmellur á góðum föstudegi þegar 17. júní nálgast og sólin skín. "Walk This Way" er lag bandarísku rokkhljómsveitinni Aerosmith samið af Steven Tyler og Joe Perry. Lagið var upphaflega haft á B hlið plötunnar Toys in the Attic frá 1975 og náði 10. sæti á Billboard listanum snemma árs 1977.
Meira

Lúpínu eytt í Spákonufellshöfða

Í næstu viku mun fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun vinna að eyðingu lúpínu á Spákonufellshöfða við Skagaströnd. Markmið verkefnisins er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandinu í Höfðanum og endurheimta með því þau gróðursvæði sem lúpínan hefur lagt undir sig, að því er segir á vef Skagastrandar. Þar sem verkefnið er umfangsmikið og ekki auðvelt viðureignar auglýsir sveitarfélagið eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu. Verkið er unnið í nánu samstarfi við áhaldahús og vinnuskóla.
Meira

Ráðið í stöðu ferðamálafulltrúa A-Húnavatnssýslu

Þórdís Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu. Þórdís er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og er auk þess með diplómu í viðburðastjórnun og landvarðarréttindi og hefur hún unnið margvísleg störf sem tengjast ferðaþjónustu , verkefnastjórnun og viðburðastjórnun. Þórdís kemur frá Reykjanesbæ en meðan á námi stóð bjó hún á Hólum í Hjaltadal. Hún mun setjast að á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur sem eru á grunnskólaaldri.
Meira

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira

Fyrsta stigið lætur bíða eftir sér

Ekki náðu stelpurnar í Tindastóli að krækja í sín fyrstu stig í 1. deildinni í fótbolta á Sauðárkróksvelli í gær þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn. Þrátt fyrir færi á báða bóga kom aðeins eitt mark í leiknum sem gestirnir skoruðu. Það var snemma í leiknum, eða á 11. mínútu, sem Fehima Líf Purisevic í liði Víkings skoraði snyrtilegt mark utarlega í vítateig eftir ágætan samleik. Færið virtist ekki ýkja hættulegt en boltanum kom Fehima yfir Didu í markinu og í vinstra hornið.
Meira

Steypuskemmdir á Nöfum

Ekki var aðkoman fín hjá starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar svf. Skagafjarðar að undirstöðu flaggstangar sem þeir steyptu daginn áður þar sem búið var að moka steypunni upp úr mótinu og dreifa henni um svæðið. Flaggstöngin sem um ræðir átti að setja upp fyrir 17. júní hátíðahöldin á Sauðárkróki á Nöfum fyrir ofan íþróttasvæðið.
Meira

Fallegt útsýni og fjölbreytt fuglalíf í Jónsmessugöngu á Hofsósi

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi hefst á morgun og eru íbúar nú á fullu að skreyta og gera sig klára til að taka á móti gestum. Fyrsti liðurinn á dagskrá hátíðarinnar er Jónsmessugangan sem ætíð hefur notið mikilla vinsælda. Gönguleiðin að þessu sinni er frá Kjaftamel í Stafshólslandi, um Axlarveg sem er gamall vegur og reiðleið, yfir í Tumabrekkuland og meðfram Miðhúsagerði uns komið er niður á Siglufjarðarveg rétt norðan við Miðhús í Óslandshlíð. Meðal þess sem fyrir augun ber er malarhóllinn Hastur þaðan sem er mjög fallegt útsýni. Segir sagan að þaðan hafi Grettir Ásmundsson borið stóra steininn, eða Grettistakið, sem stendur í Grafaránni, rétt við við Grafarós, og blasir við frá þjóðveginum. Sigrún Fossberg, fararstjóri í göngunni, segir að gangan sé létt, meira og minna niður í móti þar sem fólki gefist færi á að njóta fallegrar náttúru með miklu útsýni og fjölbreyttu fuglalífi. Jónsmessugangan hefst klukkan 18:00 og verður fólki ekið á upphafsreit með rútu.
Meira

Deiliskipulagstillaga fyrir skíðasvæðið í Tindastóli

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum nýverið að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Í tillögunni felst gerð deiliskipulags fyrir svæðið eins og það er afmarkað í aðalskipulagi og er markmiðið að fá fram heildstætt skipulag fyrir svæðið og nánasta umhverfi þess.
Meira