Fréttir

Hildur Heba og Jódís Helga reyndust bestar í stærðfræði

Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær. Hildur Heba Einarsdóttir nemandi Árskóla á Sauðárkróki gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina.
Meira

Drangey verður með samskonar vinnslubúnað og Málmey

Hið nýja skip Fisk Seafood, Drangey SK2, mun verða með sama vinnslubúnað og Málmey SK1 sem byggir á svonefndri „Subchilling“ tækni sem Skaginn 3X hefur þróað undanfarin misseri, meðal annars í samstarfi við Fisk Seafood. Samningur milli fyrirtækjanna var undirritaður þess efnis á sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær.
Meira

Hollvinasamtök HSB fá peningagjöf

Nýlega barst Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi peningagjöf að upphæð 50.000 kr. frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps. Gjöfin er ætluð til uppbyggingar á aðstandendaherbergi á HSN á Blönduósi, til minningar um Sigurstein Guðmundsson, fyrrv. yfirlækni stofnunarinnar en eins og áður hefur komið fram standa hollvinasamtökin nú fyrir söfnun til þess að útbúa aðstöðu fyrir aðstandendur sjúklinga á HSB.
Meira

Unnur Valborg Hilmarsdóttir nýr formaður ferðamálaráðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur skipað Unni Valborgu Hilmarsdóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varaformann ráðsins. Unnur Valborg er oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra, rekur íbúðagistinguna Sólgarð á Hvammstanga og á og rekur fyrirtækið Aðstoðarmaður ehf.
Meira

Ævintýrið um norðurljósin

Ný barnaópera “Ævintýrið um norðurljósin” verður frumsýnd á Barnamenningarhátíðinni í Reykjavík, 29. apríl nk. í Ráðhúsinu en verður svo flutt norður yfir heiðar og sýnd daginn eftir í Miðgarði í Varmahlíð á Barnamenningarhátíð Skagfirðinga við upphaf við opnun Sæluviku 2017.
Meira

Ísbað á Blönduósi í dag

Í dag mun Benedikt Lafleur standa fyrir kynningu á heilsugildi kaldra baða, einkum ísbaða, í Sundlaug Blönduóss. Þá gefst gestum kostur á að prófa að baða sig í alvöru ís og einnig að skrá sig á Íslandsmeistaramótið í ísbaði sem fram fer eftir mánuð.
Meira

Rafmagnsstrengur plægður yfir Blöndu

Undanfarin ár hefur Rarik unnið markvisst að endurnýjun raforkukerfisins þar sem eldri loftlínur víkja fyrir jarðstrengjum en í sumar fyrirhugar Rarik meðal annars að leggja niður svokallaða Fellslínu með því að leggja jarðstreng í jörðu á milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit. Með því er lokið strenglagningu á 11kV dreifikerfinu milli Blönduós og Skagastrandar, en 33kV flutningslínan verður þó áfram eitthvað um sinn.
Meira

Sigtryggur Arnar til Stólanna

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bættist góður liðsstyrkur er hinn bráðskemmtilegi bakvörður, Sigtryggur Arnar Björnsson, skrifað undir samning um að leika með liðinu næsta tímabil. Hann átti gott tímabil með Skallagrími í vetur með 18 stig að meðaltali í leik en hann var einn lykilmanna liðsins. Sigtryggur er 24 ára gamall, fæddur árið 1993 og mælist 180 sm á hæð.
Meira

Tækifæri í Tindastóli

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Það er mikið fagnaðarefni að sjá framhald á þeirri góðu uppbyggingu sem átt hefur séð stað í Tindastóli undanfarin ár. Skipulagslýsingin tekur á mörgum mikilvægum væntanlegum framkvæmdum þmt. Aðstöðuhúsi.
Meira

Skagfirðingur með silfur í Norrænu nemakeppninni

Kristinn Gísli Jónsson matreiðslunemi á Dill, landaði ásamt Ásdísi Björgvinsdóttur nema á Bláa lóninu, silfurverðlaunum í Norrænu nemakeppninni matreiðslu- og framreiðslunema sem fram fór í Hótel og matvælaskóla Finna í Helsinki. Auk þeirra Kristins og Ásdísar, kepptu þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir nemar frá Hótel Natura í framreiðslu. Enduðu þær í 4. sæti af fimm.
Meira