Fréttir

Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 2

Meira

Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 1

Meira

Reyktur lax í forrétt og grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús.

„Hér kemur uppskriftin okkar Eiríks sem við elskum, svo einföld og fljótleg,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir en hún og Eiríkur Lýðsson frá Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 26. tbl. Feykis 2015.
Meira

Alþjóðlegi brandaradagurinn er í dag - 1.júlí

Í dag er alþjóðlegi brandara dagurinn og á ég nú erfitt með að láta þennan dag fram hjá mér fara þar sem ég hef ótrúlega gaman að því að lesa góða brandara, stundum yfirfæri ég þá yfir á mig, mína vini og fjölskylduna, sem hefur vakið mikla lukku, því langar mig að deila nokkrum góðum með ykkur hér á feyki.is í dag.
Meira

Fyrsta stig Stólastúlkna á móti efsta liði deildarinnar

Stelpurnar í Tindastól kræktu í sitt fyrsta stig í 1. deildinni í fótboltanum í kvöld er þær gerðu jafntefli við HK/Víking, efstalið deildarinnar. Leikurinn fór fram á Víkingsvellinum. Það var Ólína Sif Einarsdóttir sem kom Stólunum yfir með marki á 24. mínútu leiksins og hélst sú staða allt fram að lokum leiks er María Soffía Júlíusdóttir jafnaði þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og urðu lokatölur 1-1.
Meira

Fernando Bethencourt verður næsti aðstoðarþjálfari Stólanna í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Spánverjann frá Tenerife, Fernando Bethencourt Muñoz, sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs með opnun á tveggja ára samning.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar vill sameiginlegar viðræður sveitarstjórna í A-Hún varðandi sameiningarmál

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var í gær, 29. júní, var lagt fram bréf frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 26. júní sl. Í bréfinu var gerð grein fyrir áformum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Í bréfinu eru önnur sveitarfélög á svæðinu sem áhuga hafa á að ræða enn stærri sameiningu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð boðin velkomin til viðræðna.
Meira

Metnaður, ævintýraþrá og kvíði Hrannar

Hrönn Harðardóttir skrifar pistil á Kvennablaðið.is sem vakið hefur verðskuldaða athygli en þar segir hún á jákvæðan hátt frá tækifæri sem skapaðist út frá neikvæðum aðstæðum. Hrönn bjó á Sauðárkróki um tíma hjá foreldrum sínum, Herði Sigurjónssyni og Petru Jörgensdóttur. Hrönn segir að það geti verið frekar erfið blanda stundum þegar „kvíða-ég“ þráir öryggi og vita alltaf upp á hár hvað sé framundan á meðan „ævintýra-ég“ verður mjög fljótt þreytt á tilbreytingasnauðum hversdagsleikanum og „metnaðar-ég“ þráir að komast lengra.
Meira

Fundað um hugsanlegt gagnaver á Blönduósi

Sveitarstjóri Blönduósbæjar fundaði nýlega með fulltrúum frá Borealis Data Center eins og kemur fram í skýrslu sveitarstjóra Blönduóss frá 13. júní sl. Fyrirtækið er á höttunum eftir hentugri staðsetningu fyrir gagnaver þar sem landrými er nægt og aðgengi að raforku gott. Fulltrúar fyrirtækisins hyggjast koma til Blönduóss í sumar og kanna aðstæður.
Meira

Helgargóðgætið - Salthnetu og súkkulaðirúsínuterta

Ef við fáum ekki gott veður um helgina þá er um að gera að setja í tertu, kveikja á uppáhalds tónlistinni, setjast niður í þægilegan stól, upp með fætur, njóta tertunnar og ímynda sér að maður sé á sólarströnd í góðra vina hópi.
Meira