Öflugt umferðareftirlit skilaði áfallalausri páskahelgi í umferðinni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.04.2017
kl. 15.37
Lögreglan á Norðurlandi vestra var með öflugt umferðareftirlit um páskahelgina frá miðvikudegi fram á mánudag. Alls voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á umræddu tímabili en alls hafa 227 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er aprílmánuði. Sá sem hraðast ók var mældur á 144 km hraða.
Meira