Fréttir

Innihurðir fá nýtt útlit!

Fyrir nokkrum vikum síðan setti ég inn myndir af forstofuskápi sem hún Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, tók í gegn og gaf nýtt útlit sem tókst auðvitað með eindæmum vel hjá henni enda vandvirk. Nú langar mig að sýna ykkur innihurðir sem hún málaði á sama hátt og skápinn. Hún byrjaði á því að grunna með JOTUN Kvist-og sperregrunning, lakkaði svo yfir með LADY Supreme Finish, halvblank, Tre og panel. Hún notaði lakkrúllu í verkið. Eins og sést á fyrir og eftir myndunum þá er rosalega mikil breyting og er þetta frábær lausn ef fólk vill hafa bjartara heima hjá sér, tala nú ekki um þegar íbúðin er með dökkar hurðir í þröngum gluggalausum gangi. Liturinn sem hún notaði á veggina kallast dökkroði og fæst í Versluninni Eyrin á Króknum.
Meira

Veiðifélög við Húnaflóa lýsa yfir áhyggjum af sjókvíaeldi

Veiðifé­lög við Húna­flóa lýsa yfir þung­um áhyggj­um af þeirri ógn „sem staf­ar af áætl­un­um um hömlu­laust lax­eldi víða um land í opn­um sjókví­um og mót­mæla harðlega fyr­ir­ætl­un­um um stór­fellt lax­eldi á Vest­fjörðum, Aust­fjörðum og í Eyjaf­irði með ógelt­um norsk­um laxa­stofni, sem er í dag mesta nátt­úru­vá ís­lenskra lax- og sil­unga­stofna og veiðiáa um allt land,“ eins og fram kem­ur í álykt­un sem stjórn­ir Veiðifé­lags Laxár á Ásum, Veiðifé­lags Vatns­dals­ár, Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár, Veiðifé­lags Víðidals­ár og Veiðifé­lags Miðfirðinga sendu frá sér í gær.
Meira

10. bekkur Varmahlíðarskóla í íþróttamaraþoni

Síðasti liður í fjáröflun 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla fyrir Danmerkurferðina í vor er sólahrings íþróttamaraþon. Það hófst stundvíslega klukkan 12.10 í gær og hefur nú, þegar þetta er skrifað, staðið í um 23 tíma.
Meira

Sólgarðar til nýrra leiguaðila í sumar

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson um leigu Sólgarðaskóla í Fljótum og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum. Ferðaþjónusta hefur verið rekin á Sólgörðum á sumrin en skóli á vetrum og Svf. Skagafjörður rekur sundlaugina árið um kring.
Meira

Söfnun fyrir aðstandendaherbergi á HSN á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hófu þann 4. apríl sl. söfnun til þess að útbúa góða og hlýlega aðstöðu fyrir aðstandendur sjúklinga á HSB. Það er gott að geta átt athvarf út af fyrir sig á erfiðum tímum.
Meira

Starfsemi Háholts hættir í lok júní

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði en uppi eru áform um að loka heimilinu og færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Rekstraraðilar meðferðarheimilisins og Barnaverndarstofa eru hins vegar sammála um að forsendur fyrir endurnýjun samningi séu ekki lengur til staðar og hafa gert samkomulag um að starfseminni verði hætt í lok júní nk.
Meira

Að vita ekki sitt rjúkandi ráð

Herra Hundfúll hefur samvizkusamlega fylgst með fjölþjóðaþáttaröðinni Fortitude undanfarnar vikur. Hann hefur því á fimmtudagskvöldum látið yfir sig ganga limlestingar og uppskurði af ýmsu tagi, verið miðsboðið og ofboðið og allt þar á milli og allt um kring. Og hann er orðinn svo gufuruglaður í áhorfinu að hann hefur ekki hugmynd um hvort þessi þáttasería sé tær snilld eða mesta lágkúra sem sést hefur í sjónvarpi allra landsmanna. Eitt er víst; það borgar sig að taka tómatsósuna með sér í fríið austur því hún hlýtur að vera uppseld á þeim slóðum.
Meira

Vera og vatnið í Ásbyrgi um páskana

Grímuverðlaunasýningin Vera og vatnið verður í Ásbyrgi á Laugarbakka laugardaginn 15. apríl kl. 14:00. Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru þar sem fylgst er með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Sýningin, sem er 25 mínútur að lengd, er ætluð börnum á aldrinum eins til sjö ára, og fjölskyldum þeirra. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.
Meira

Framúrskarandi flutningur hjá Ragnhildi Sigurlaugu

Lokatónleikar Nótunnar, sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla, voru haldnir hátíðlegir í Eldborgarsal Hörpu síðastliðinn sunnudag en þá fóru fram tvennir tónleikar þar sem nemendur af öllu landinu léku á hljóðfæri eða sungu. Alls voru 24 atriði á dagskránni, sem valin höfðu verið á svæðistónleikum sem haldnir voru fyrr í mars.
Meira

Þingmenn brýndir í vegamálum í Hegranesi

Íbúar Hegraness í Skagafirði hafa sent þingmönnum Norðvestur kjördæmis bréf með beiðni um að þeir hlutist til um það að þegar í stað verði gengið í að útvega fjármagn til endurbóta og viðhalds á Hegranesvegi sem er malarvegur og í slæmu ástandi. Vegurinn er rúmur 20 km en nú er unnið í því að byggja upp fimm km kafla á nesinu austanverðu.
Meira