Fréttir

Flokkur fólksins býður fram í Norðvesturkjördæmi

Nýtt heiðarlegt stjórmálaafl, eins og Flokkur fólksins kynnir sig, mun bjóða fram í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkur fólksins gefur sig út fyrir að berjast af hugsjón fyrir þá sem hafa orðið fyrir ójafnrétti, mismunun, lögleysu og fátækt.
Meira

Einar Sveinbjörnsson með námskeið um Veðurfræði og útivist

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, verður með námskeið um Veðurfræði og útivist í Samstöðusalnum á Þverbraut 1 á Blönduósi miðvikudaginn 26. október kl 18:00 - 22:00. Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafars.
Meira

Arnar Skúli aðalþjálfari mfl. kvenna

Arnar Skúli Atlason hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari m.fl. kvenna hjá Tindastóli. Arnar Skúli var í sumar einn af þjálfurum m.fl. kvenna en tekur nú við keflinu sem aðalþjálfari.
Meira

Í sóknarhug fyrir landsbyggðina

Við berjumst fyrir byggðajafnrétti og réttindum fólks til að geta notið þjónustu, óháð búsetu. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu er þar á meðal grundvallarmannréttinda sem allir eiga að njóta. Þá eru góðar samgöngur, fjölbreytt atvinna og menntun og öflugt skólastarf á öllum stigum forsenda eflingar búsetu og sóknar fyrir landsbyggðina.
Meira

Ásgarður stækkaður um 230 fermetra

Á mánudaginn hóf Loftorka að reisa veggi viðbyggingar við Ásgarð, veiðihús Laxár á Ásum. Stefnt er að því að viðbyggingin verði orðin fokheld í byrjun desember. Unnið verður að uppsetningu innveggja og innréttinga á fyrri hluta næsta árs. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin vel fyrir næsta laxveiðitímabil sem hefst upp úr miðjum júní.
Meira

Vinadagurinn í Skagafirði - Myndband

Það var mikið fjör og mikil stemning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þegar Vinadagurinn í Skagafirði 2016, var haldinn hátíðlegur í gær. Þetta mun hafa verið í fimmta skiptið sem hann er haldinn.
Meira

Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda.

Ágæti frambjóðandi! Nú styttist óðum í kjördag og kosningaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snúast að stóru leyti um hver geti unnið með hverjum en ekki hvaða samleið málefni flokkanna eiga. ESB, stjórnarskráin, utanríkismál, flóttamenn, umhverfismál, auðlindir landsins og svo framvegis eru málin sem ætlast er til að kjósendur taki afstöðu með og á móti.
Meira

Stund klámsins

Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, Með sunnudagskaffinu, heldur áfram á þessu hausti. Næst mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn „Stund klámsins“. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017.
Meira

Hæsta fermetraverðið á Sauðárkróki

Í skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn, sem Íslandsbanki birti á mánudag, er fjallað um íbúðamarkaðinn í hverjum landhluta. Samkvæmt skýrslunni er íbúðaverð hæst Sveitarfélaginu Skagafirði, en þar hefur fermetraverðið verið að meðaltali 162 þúsund krónur fyrstu níu mánuði þessa árs. Þá eiga nærri 60% af íbúðaviðskiptum í landshlutanum sér stað í sveitarfélaginu.
Meira

Jan og Madeline kvödd með stæl

Þann 14. október s.l. voru haldnir kveðjutónleikar á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar voru þau Jan Wölke og Madeline Tsoj kvödd með stæl, en þau dvöldu hér á Íslandi frá vormánuðum og fram í október til þess að vinna að heimildarmynd.
Meira