Fréttir

Rabb-a-babb 140: Sveinn Sverris

Nafn: Sveinn Sverrisson. Árgangur: 1969. Hvað er í deiglunni: Hefðbundin haustverk sem miðast m.a. við að veiða eitthvað í kistuna fyrir veturinn. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Er með þá áráttu að flauta eða humma alltaf það lag sem ég heyrði síðast, þannig að líklegast tæki ég sama lag og var sungið á undan mér.
Meira

Kirkjuklukkum hringt til að sýna íbúum Aleppo samkennd og virðingu

Glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir að kirkjuklukkunum hefur verið hringt undanfarna daga kl.17. Ástæðan fyrir því er sú að biskup Íslands hefur beðið presta og sóknarnefndir þjóðkirkjunnar að minnast og biðja sérstaklega fyrir þolendum stríðsátaka í Aleppo. Í bréfi biskups segir m.a:
Meira

Sauðfjárbændur gera sér dagamun

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði ætla að fagna uppskeru ársins og halda árshátíð í Ketilási þann 5. nóvember nk. þrátt fyrir áföll í sauðfjárræktinni. Mikið verður lagt í veisluna og skráning hafin, en það er einn hængur á.
Meira

Hólafólk á Þjóðarspegli

Þjóðarspegillinn, sem er árleg ráðstefna í félagsvísindum, fer fram á föstudaginn kemur. Starfsfólk Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum tekur virkan þátt í þessari ráðstefnu nú sem endranær. Alls verða sjö starfsmenn og nemendur deildarinnar með innlegg á ráðstefnunni.
Meira

Vitlaust gefið í menntakerfinu

Einn af grunnþáttum samfélagsins er menntakerfið og mikilvægt er að allir fái að njóta góðrar menntunar frá bernsku og fram á fullorðinsár. Fjölbreytt nám, hvort sem það er bóknám, iðnnám eða listnám fær fólk til að þroska sína hæfileika. Til þess að það sé hægt þurfum við kennara.
Meira

Ósáttir við hvernig mál hafa þróast

Sagt er frá því á Vísi.is að ólga sé innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Jafnframt er því haldið fram að starfsandinn sé í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn óásættanleg. Því til stuðnings er birt bréf frá fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi til Páls Björnssonar lögreglustjóra þar sem hann er m.a. krafinn svara með tillögur að úrbótum.
Meira

Hvalfjarðargöng verði gjaldfrjáls

Hvalfjarðargöngin eru löngu orðin hluti hins almenna þjóðvegakerfis. Vegfarendur ættu því að hafa sama umferðarétt um þau án sérstakrar gjaldtöku líkt og aðra þjóðvegi landsins. Ljóst er að ríkið er fyrir löngu komið með allt sitt á þurrt varðandi kostnað vegna ganganna - t.d. er innheimtur virðisaukaskattur vegna þeirra án efa mun meiri en þeir fimm milljarðar sem reiknað var með. Þá hefur ríkið sparað sér bein útgjöld með því að lágmarka algjörlega viðhald og uppbyggingu á Hvalfjarðarvegi sem annars hefði þurft að koma til, ef umferðin hefði áfram þurft að fara í kringum í fjörðinn. Raunar má áætla að íbúar á Akranesi og austnorður um land hafi greitt göngin tvöfalt: annars vegar með gjaldi til Spalar og hins vegar skattgreiðslum og sparnaði hjá ríkissjóði.
Meira

Ráðherra ýtir skógræktarverkefni úr vör

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Skógræktinni umsjón með framkvæmd verkefnis í búskaparskógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða átak til eins ár sem felur m.a. í sér að þróa útfærslur á nýjum skógræktarverkefnum með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði, fjölga tækifærum fyrir bændur, auka skógarþekju og brúa bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar. Verkefnið tengist einnig skrefum íslensks landbúnaðar í átt til kolefnishlutleysis.
Meira

Stóru málin

Jafnaðarstefnan er líklega áhrifamesta stjórnmálahugmynd í okkar heimshluta síðustu hálfa aðra öld. Það er reyndar oft haft á orði að við Íslendingar séum innra með okkur flestir jafnaðarmenn, aðhyllumst hugsjónir um mannúð, virðingu, jöfnuð og réttlæti til handa sérhverjum manni. Þetta eru grundvallarstef og við jafnaðarmenn höldum þeim sleitulaust á lofti í orði og verki, öndvert við ýmsa aðra stjórnmálaflokka.
Meira

Hversu heppin er ég?

Síðastliðið vor sat ég full af kvíða, söknuði og gremju og skrifaði pistil um hversu heppin ég væri. Auðvitað snerist pistillinn ekki bara um heppni mína, heldur snerist hann um það hvernig aðstæður eru fyrir fólk sem býr úti á landi og þarf að ferðast langar leiðir til að eignast börn. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá er ég heppin að eiga systkini í Reykjavík sem geta lánað mér herbergi og veitt mér húsaskjól.
Meira