Fréttir

Lagt til að Samtök stofnfjárhafa í SPHÚN verði lögð niður

Stjórn Samtaka stofnfjárhafa í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda (SSPHUN) hefur sent félagsmönnum sínum bréf þar sem fram kemur tillaga um að leggja samtökin niður. Samtökin hafa ekki verið starfandi í um fjögur ár og ekki líkur á að farið verði af stað í frekari málshöfðun vegna stofnfjáraukningar í SPHÚN.
Meira

Nóg að gera hjá atvinnuráðgjöfum

Atvinnuráðgjöf hefur verið í boði á Norðurlandi vestra síðan árið 1982. Það eru sveitarfélögin og byggðastofnun sem kosta starfsemina og hjá SSNV starfa í dag sex atvinnuráðgjafar í 5,5 stöðugildum. Veita þeir ráðgjöf á sviði atvinnuuppbyggingar, nýsköpunar og menningarmála til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.
Meira

Knapar ársins hjá Skagfirðingi tilnefndir

Búið er að upplýsa hverjir eru tilnefndir sem knapar ársins hjá Hestamannfélaginu Skagfirðing sem heldur sína fyrstu uppskeruhátíð nk. laugardag. Um er að ræða íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.
Meira

Christopher Harrington ráðinn þjálfari 3. og 4. flokks karla og kvenna í fótboltanum

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við Christopher Harrington um að hann taki að sér þjálfun 4. flokks karla og kvenna, 3. flokks karla og aðstoðar- og fitness þjálfari 3.fl. kvenna ásamt fleiri verkefnum hjá deildinni.
Meira

Stóraukin uppbygging á landsbyggðinni .........eða ekki?

Hvað er að frétta af landsbyggðinni? Á vormánuðum 2013 var nokkuð skeggrætt um byggðamál og man ég skrif og ræður frambjóðenda sem töldu mikla þörf á að grípa til rótttækra aðgerða þar sem þáverandi valdhafar, að þeirra sögn, höfðu lítið sem ekkert gert í að sporna gegn óheillaþróun í búsetumynstri landsmanna. Ekki verður séð að fráfarandi ríkisstjórn hafi staðið við stóru orðin.
Meira

Frambjóðendur Viðreisnar bjóða til fundar á Kaffi Krók

Í dag, þriðjudaginn 18. október verður haldinn fundur á Kaffi Krók á Sauðárkróki kl. 20:00. Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, ásamt Lee Ann Maginnis sem situr í 2. sæti listans fara yfir helstu stefnumál Viðreisnar ásamt því að svara spurningum.
Meira

Miðaldra karlmaður hrósar ungri konu

„Ég þarf að segja þér eitt mjög mikilvægt,” sagði maður einn á fundi í kjördæminu. „Takk fyrir að velja stjórnmál sem starfsvettvang”. Eftir fundinn settist ég inn í bíl, staldraði um stund og velti þessu fyrir mér. Ég var honum þakklát, enda tel ég mjög mikilvægt að ungt fólk láti til sín taka í stjórnmálunum og þá sérstaklega ungar konur. Það gladdi mig að hann, eldri maður, tæki undir þetta sjónarmið. Þó ég sé honum þakklát, þá velti ég líka fyrir mér hvort miðaldra karlmaður fengi sérstakt hrós fyrir þátttöku í stjórnmálum. Líklega ekki.
Meira

Matarsmiðja hjá BioPol á Skagaströnd

BioPol ehf á Skagaströnd hefur nú auglýst eftir matvælafræðingi til þess að hafa umsjón með matarsmiðju sem mun rísa í tengslum við rannsóknastofu félagsins. Hlutverk matvælafræðingsins verður fyrst og fremst að veita nauðynlega sérfræðiráðgjöf og aðstoða frumvöðla við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Jafnframt mun viðkomandi aðili aðstoða við uppsetningu gæðahandbóka og veita nauðsynlega ráðgjöf er varðar kröfur hins opinbera varðandi matvælaframleiðslu.
Meira

Ársþing SSNV næsta föstudag

24. ársþing SSNV verður haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki föstudaginn 21. október nk. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, verða gestir þingsins.
Meira

Baráttusætið í augsýn

„Hvers vegna fara allir á Alþingi að tala um landsbyggðarmál svona rétt fyrir kosningar og telja svo núna upp allt sem þarf að gera“, spurði glöggur 16 ára bróðursonur minn. Þessi frændi minn fær ekki að kjósa í þessum kosningum en fylgist þó vel með stjórnmálaumræðunni. Hann bætti síðan við: „Hvers vegna er þá ekki búið að gera neitt af þessu á kjörtímabilinu? Eru byggðamál eitthvað sem gleymdist að tala um á Alþingi nema rétt fyrir kosningar og svo búið.?“ Ég get ekki annað sagt en ég sé sammála þessum unga frænda mínum. Ég benti honum þó á að það dugi lítt að tala í þingsal þar sem valdið til framkvæmda liggur hjá ráðherrum og ríkisstjórn að miklu leyti. Það eru jú verkin sem tala. VG hefur átt sterka landsbyggðarþingmenn og ráðherra sem hafa getað beitt sér.
Meira