Fréttir

Í sambúð með Árskóla

Tónlistarskóli Skagafjarðar á Sauðárkróki hefur nú verið fluttur í húsnæði Árskóla. Þar með er allt skólahald í sveitarfélaginu fyrir nemendur á Grunnskólaaldri komið undir eitt þak. Þessu var formlega fagnað á starfsmannafundi í Árskóla í gær, þar sem Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla, bauð Svein Sigurbjörnsson, skólastjóra tónlistarskólans, og hans starfsmenn velkomna í hópinn.
Meira

Ekki heimild til að manna afleysingar

Byggðaráð Húnaþings vestra tók á fundi sínum í síðustu viku undir áhyggju lögreglumanna á landshlutanum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Fram kom að samkvæmt upplýsingum frá Pétri Björnssyni, formanni Lögreglufélags Norðurlands vestra, eru framundan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu eru menn settir á námskeiðin á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo ekki þurfi að greiða þeim yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar á meðan.
Meira

Helgarnám í húsgagnasmíði

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mun bjóða upp á nám í húsasmíði og húsgagnasmíði með vinnu á vorönn 2017, ef næg þátttaka fæst. Námið tekur fjórar annir þar sem kennt er fimm helgar fyrstu þrjár annirnar og sex helgar þá fjórðu. Námið er ætlað nemendum 20 ára og eldri, sem hafa reynslu af byggingavinnu.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumanni.

Athygli er vakin á því að í dag, fimmtudaginn 20. október og fimmtudaginn 27. október verður opið til kl. 19:00 á skrifstofum sýslumanns á Sauðárkróki og Blönduósi vegna utan kjörfundar atkvæðagreiðslu í alþingiskosningunum.
Meira

Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg á menningarkvöldi

Söngvaskáldið Svavar Knútur og rithöfundurinn og söngvaskáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bjóða Blönduósingum og nærsveitungum til menningarkvölds í Blönduóskirkju með ljóðalestri, sögum og skemmtilegri tónlist, sunnudagskvöldið 23. október næstkomandi.
Meira

Krefjast viðbótarfjármagns í Vatnsnesveg

Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar því að í nýsamþykktri samgönguáætlun 2015-2018 sé gert ráð fyrir framkvæmdum við brúarstæði Tjarnarár á Vatnsnesi, enda hafi framkvæmdin verið baráttumál um árabil. Hún sé þó ekki nægileg til að laga ástand vegarins og kemur ekki í veg fyrir hættuástand né styttir hún ferðatíma skólabarna í skóla.
Meira

Skagfirðingur frestar uppskeruhátíð

Vegna dræmrar þátttöku hestamanna í Skagafirði á uppskeruhátíð Skagfirðings sem vera átti um næstu helgi verður henni frestað um óákveðinn tíma.
Meira

Pólitíkin með augum unga fólksins

Ég fékk það skemmtilega verkefni á dögunum að heimsækja tvo framhaldsskóla sem fulltrúi Framsóknarflokksins vegna svokallaðra skuggakosninga sem haldnar voru í öllum menntaskólum landsins þann 13. október sl. Ég mætti í FSN í Grundarfirði og Menntaskólann í Borgarnesi ásamt fulltrúum annarra framboða. Ég lét í ljós ánægju mína með það að þessar kosninga skyldu haldnar, hvatti unga fólkið til að láta sig stjórnmál varða, þar ættu ekki að vera aldurstakmörk að mínu mati og þau skyldu hafa skoðanir eftir sínu höfði og láta þær í ljós samkvæmt því. Og það kom á daginn í þessum heimsóknum mínum, unga fólkið hefur sínar skoðanir líkt og aðrir aldurshópar.
Meira

Mótmæla stórauknum áformum um sjókvíaeldi

Veiðifélag Vatnsdalsár leggst harðlega gegn stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi á Vestfjörðum og víðar um land. Sérstaklega er lagst gegn því að eldi á norskum eldislaxi í sjókvíum verði leyft í Ísafjarðardjúpi. Þetta kom fram á fundi stjórnar félagsins sem haldinn var í Flóðvangi sl. mánudag.
Meira

Vinadagurinn í dag

Vinadagurinn í Skagafirði er haldinn í dag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og er þetta í fimmta sinn sem hann er haldinn. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að almenn ánægja sé meðal nemenda og starfsfólks skólanna með daginn.
Meira