Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Hrannar Leifsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hrannar er með B.S. gráðu í iþrótta- og heilsufræði auk UEFA B gráðu og KSÍ 5 þjálfaragráðu. Hann mun þjálfa yngstu flokka félagsins og tekur til starfa 1. nóvember.
Meira

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í sumar

Hestamannafélagið Skagfirðingur mun sjá um Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum og Íslandsmót fullorðna verður haldið á Helllu af hestamannafélaginu Geysi.
Meira

Finni gefur Veiðisafninu góða gripi

Hinn landskunni veiðimaður Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki hefur ánafnað Veiðisafninu á Stokkseyri persónulega muni ásamt Beretta haglabyssu sem hann notaði til veiða í fjölda mörg ár.
Meira

Íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki um helgina - myndasyrpa og streymi

Það er mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þessa helgi en Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Mótið var sett í gærkvöldi en keppni hófst klukkan 9 í morgun og stendur fram á kvöld. Í fyrramálið hefst keppni á ný á samatíma.
Meira

Góður kjúlli og djúsí desert

Kristrún Snjólfsdóttir og Sigurbjörn Bogason frá Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis þessa vikuna. „Við viljum byrja á því að þakka Rögnu og Pétri fyrir áskorunina. Við ákváðum að senda hér uppskrift af forrétti sem hefur verið hjá okkur á jólum og áramótum, sumir fjölskyldumeðlimir vilja reyndar sleppa ananas, aðrir rækjum þannig að það er sérlagað fyrir hvern og einn. Kjúklingur er í miklu uppáhaldi á heimilinu og því fannst okkur kjörið að hafa eina kjúlla uppskrift og þessi finnst okkur fljótleg og góð. Eftirrétturinn er svo mjög djúsí og ekki verra ef berin eru heimaræktuð," sögðu þau um uppskriftirnar sem fylgja hér á eftir.
Meira

Fjallkóngur í fimmtíu ár

Í ár eru liðin fimmtíu ár síðan Friðrik Stefánsson bóndi í Glæsibæ í Skagafirði tók við embætti gangnastjóra af Steindóri heitnum í Birkihlíð og stjórnar smalamennsku í Vesturfjöllum frá Hryggjardal í norðri, Víðidal í vestri og til móts við Framhnjúka menn í suðri. Feykir settist niður með Friðriki í tilefni tímamótanna og forvitnaðist um tilurð þess að hann fékk þetta ábyrgðamikla hlutverk
Meira

Við viljum sanngirni og efla sjávarútveginn

Á aðalfundi Landssamband smábátaeigenda, sem fram fór í Reykjavík þann 13. október sl. voru lagðar 3 spurningar fyrir framboðin til Alþingis. Þær snérust um að fjölga leyfilegum veiðidögum smábáta, koma á sanngjarnari gjöldum í greininni og opna fyrir að trillur geti veitt makrílinn, sem afhentur var nánast í heilu lagi til örfárra stórútgerða af síðustu „vinstristjórn“.
Meira

Breyttur tími á opnum fundi á Sauðárkróki á laugardag

Sjálfstæðismenn í Skagafirði standa fyrir opnum fundi á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun laugardag. Áður auglýstur fundartími breytist og hefst fundurinn því klukkan 15:00. Allir eru velkomnir og hvattir til að leyfa fulltrúunum að heyra hvað þeim liggur á hjarta fyrir kosningarnar.
Meira

Ríkisstjórn ríka fólksins kveður

Það verður ekki á þessa ríkisstjórn logið að undir hennar stjórn heldur misskipting í þjóðfélaginu áfram að aukast. Það eru 20% íslendinga sem eiga 87% af öllu eigin fé landsmanna. Allt eru þetta staðreyndir sem sýna að efnahagsbati samfélagsins er ekki að skila sér með sanngjörnum hætti til landsmanna og ójöfnuðurinn er æpandi og ekkert getur réttlætt þessa þróun.
Meira

Riða komin upp í Stóru-Gröf

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Þetta er annað tilfellið á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði og fimmta tilfelli hefðbundinnar riðu sem greinist á Norðurlandi vestra síðan í febrúar 2015. Þá hafði ekki greinst riða á landinu síðan árið 2010. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira