Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sveitarfélögum

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við.
Meira

Þegar stórt er spurt...

Ætli það þurfi að bakka með Bakka?
Meira

Þegar stórt er spurt...

Ætli það þurfi að bakka með Bakka?
Meira

Áfram stelpur! Áfram strákar!

Á kvennafrídeginum sem haldinn var í gær flutti Sigríður Þorgrímsdóttir ræðu áður en hópurinn lagði upp í göngu í bæinn. Þar sem fjöldinn var mikill og hljóðkerfi ekki til staðar heyrðist ræðan ekki nógu vel til allra svo hún verður birt hér á Feyki.is.
Meira

Rekstrargrundvöllur Styrktarsjóðsballsins brostinn

Styrktarsjóðsballið á Blönduósi hefur verið fastur liður í tilveru Húnvetninga um árabil með þá hugsjón að safna fyrir góðum málefnum sem og að skemmta sér og öðrum. Styrktarsjóður Húnvetninga var stofnaður árið 1974 með samstilltu átaki nokkurra félaga á Blönduósi og nágrenni og hefur ballið verið stór þáttur söfnunarinnar, en nú verður breyting á.
Meira

„Minni yfirbyggingu í fjarskiptabransanum“

Mér datt í hug um daginn þegar ég var að hugsa um kvótakerfið, ef ákveðið væri að minnka yfirbygginguna í fjarskiptageiranum og takmarka fjölda fjarskiptaverkfræðinga. Það væri búin til regla: Þeir sem hefðu verið fjarskiptaverkfræðingar síðustu 3 árin fengju að vera það áfram, en það ætti ekki að fjölga í stéttinni. Það væri orðið of dýrt fyrir neytendur að halda uppi öllum þessum tæknimönnum. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé gáfulegt, en segjum bara að þetta yrði gert. Svo væri líka hægt að leigja réttinn frá sér. Þá væri ég nú aldeilis í fínni stöðu. Ég gæti hætt að vinna, og selt réttinn til hans Stefáns sem vinnur með mér, eða hennar Ólafíu. Þau eru nýbyrjuð og hefðu lítinn rétt. Svo gæti ég bara slappað af og látið þau vinna fyrir mig.
Meira

Gerum iðnnám eftirsóknarvert

Nýlega afhentu Rafiðnaðarsamband Íslands og SART, félag rafverktaka, öllum nemum á landinu í rafiðnaði spjaldtölvur til eignar. Tilgangurinn með gjöfinni er að nemar í rafiðnaði geti nýtt sér allt það kennsluefni sem til er í rafiðnaði á netinu, þ.m.t. rafbok.is sem er með kennsluefni fyrir námið, og í leiðinni sparast kostnaður fyrir nemendur.
Meira

Kvennafrídagurinn á Sauðárkróki

Um 300 manns mættu í samstöðugöngu á Sauðárkróki sem farin var í tilefni Kvennafrídagsins sem er í dag. Kvenkyns nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Norðurland vestra á Sauðárkróki hvöttu konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:38 og ganga með þeim og þiggja veitingar á eftir.
Meira

Níræður kór í norðurferð

Karlakór Reykjavíkur hyggur á norðurferð þann 12. nóvember næstkomandi og mun halda tónleika í Skagafirði og bruna svo á Siglufjörð. Kórinn syngur í Miðgarði í Skagafirði kl. 14.00, þar sem Karlakórinn Heimir slæst í hópinn og í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00.
Meira

Íslenska þjóðfylkingin býður fram í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt kosningavef innanríkisráðuneytisins mun Íslenska þjóðfylkingin bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Jens G. Jensson skipstjóri í Kópavogi leiðir listann.
Meira