Fréttir

Uppskeruhátíð hjá hestamönnum í Skagafirði

Hestamannfélagið Skagfirðingur hyggur á fyrstu uppskeruhátíð sameinaðs félags laugardaginn 22. október nk. Veitt verða verðlaun fyrir íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.
Meira

Bílveik skólabörn á Vatnsnesi

Á fundi fræðsluráðs Húnaþings vestra sl. miðvikudag var meðal annars rætt um ástand vega í Húnaþingi vestra, sérstaklega Vatnsnesvegar. Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur.
Meira

Húnavallaskóli 100 þúsund krónum ríkari

Húnavallaskóli er á meðal þriggja grunnskóla sem dregnir voru út í Norræna skólahlaupinu 2016. Hver þessara skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, sem selur vörur til íþróttaiðkunar og munu vörurnar nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Meira

Leitað að manni við Laugarbakka í nótt

Um klukkan eitt í nótt barst lögreglunni á Sauðárkróki tilkynning um að maður hafi látið sig hverfa úr gleðskap frá Hótel Laugarbakka og rokið út í myrkrið en óttast var um hann þar eð hann varilla klæddur. Á Mbl. segir að manninum hafi sinnast við fólk sem með honum var.
Meira

Stoltasti Króksarinn

„Ef ég ætti fjölskyldu myndi ég vilja flytjast á Krókinn því það var svo gaman að alast upp þar. Ég sakna þess að vera í skólanum þar sem einu áhyggjurnar voru að fara í fótbolta eða körfubolta. Það er það sem mér finnst skemmtilegast við Krókinn,“ segir Auðunn Blöndal í aðalviðtali Feykis en Krókurinn á alltaf stórt pláss í hjarta hans og segist sakna hans.
Meira

Tvær með kartöflum og dísætur desert

Þorbjörg Valdimarsdóttir og Hannes Þór Pétursson bændur í Helguhvammi í Miðfirði, Húnaþingi vestra, voru matgæðingar vikunnar í 30. tbl Feykis árið 2012. Þau buðu upp á tvær uppskriftir með kartöflum og dísætan eftirrétt.
Meira

Lífhagkerfið í Skagafirði - Myndband

Á NordBio ráðstefnunni sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu dagana 5.-6. október sl. var frumsýnt myndband framleitt af Skottufilm á Sauðárkróki um lífhagkerfið. Í þessu verkefni var Skagafjörður notaður sem dæmi um sterkt svæði í þeim skilningi. En lífhagkerfi er hagkerfi sem byggir á nýtingu lifandi auðlinda á landi og í sjó þar sem leitast er við að hámarka ávinning án þess að ganga á auðlindirnar.
Meira

Miklar áhyggjur vegna stöðu löggæslumála

Á félagsfundi Lögreglufélags Norðurlands vestra sem haldinn var á fimmtudaginn var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Meira

Dr. James Randall í Verinu

Dr. James Randall, formaður framkvæmdanefndar Institute of Island við Háskóla Prince Edward Island í Kanada, verður með fyrirlestur um hátækni frumkvöðlastarf sem sniðin eru að litlum samfélögum.
Meira

Sólbrenndir Stólar máttu sín lítils gegn meisturunum

Tindastóll lék fyrsta leik sinn í Dominos-deildinni í kvöld og sótti heim vængbrotið lið Íslandsmeistara KR. Talsverðar væntingar eru gerðar til Tindastóls-liðsins fyrir tímabilið en þeir voru flengdir af flottu KR-liði með Brynjar Björn og Sigurð Þorvalds sjóðheita. Lið KR var fjórum stigum yfir í hálfleik en sigraði að lokum 98-78.
Meira