Fréttir

Rabb-a-babb 135: Róbert Daníel

Nafn: Róbert Daníel Jónsson. Árgangur: 1975. Hvað er í deiglunni: Það er alltaf eitthvað í deiglunni, ég er áhugaljósmyndari og er að fara af stað með ljósmyndasýningu í haust sem heitir Náttúran í Austur Húnavatnssýslu svo eitthvað sé nefnt. Besti ilmurinn? Lyktin af Íslandi þegar umhverfið okkar er í blóma yfir há sumarið.
Meira

Ísrael Martin Concepción aftur í Síkið

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Ísrael Martin Concepción um að hann komi aftur til félagsins og taki við stöðu framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildarinnar. Martin sem áður hefur verið innan raða félagsins mun koma að daglegum rekstri þess.
Meira

Langar þig í Hálsaskóg?

Undirbúningsfundur vegna haustverkefnis Leikfélags Sauðárkróks fór fram sl. sunnudag og var ágætlega sóttur. Áfram verður stefnt að því að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner nú á haustdögum.
Meira

Ísak Óli með mótsmet á MÍ

Meistaramót Íslands 15-22ja ára var haldið við frábærar aðstæður í Hafnarfirði um helgina og endaði með miklu metaregni. Alls voru sett 5 aldursflokkamet, 39 mótsmet og 245 persónuleg met. Sveit UMSS var í eldlínunni og var Ísak Óli Traustason úr UMSS í essinu sínu og setti tvö mótsmet.
Meira

Stólastúlkur og -strákar á sigurbraut

Meistaraflokkar kvenna og karla hjá Tindastóli eru enn á sigurbraut í boltanum. Síðastliðinn fimmtudag léku stúlkurnar síðasta leik sinn í C-riðli og sigruðu þær lið Völsungs á Húsavík 1-2. Strákarnir unnu fjórtánda leik sinn í röð þegar þeir sóttu Þróttara heim í Vogana og endaði leikurinn 0-1.
Meira

Byggðaröskun er ekki náttúrulögmál

Mikið skortir á framtíðarsýn í byggðamálum hjá núverandi stjórnvöldum. Átakanlegustu dæmin um það er annars vegar niðurskurður til Sóknaráætlana, hins vegar sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar sem gerði ráð fyrir stórátaki í innviðauppbyggingu, meðal annars öflugu samgönguátaki, á grundvelli fjármögnunar sem lá fyrir þá þegar. Stefnuleysið birtist ekki síst í handahófskenndum aðgerðum og aðgerðaleysi. Engin samgönguáætlun er til dæmis í gildi og hefur ekki verið síðan 2014.
Meira

Lokakeppni Norðurlands Jakans í dag

Lokadagur aflraunakeppninnar „Norðurlands Jakinn“ sem hófst sl. fimmtudag á Hvammstanga verður framhaldið á tjaldsvæðinu á Nöfum á Sauðárkróki í dag klukkan 12:00. Þar munu kraftakarlar reyna með sér í Atlassteinatökum en keppnin samanstendur sex mismunandi greinum. Lokagreinin, keflisglíma, fer fram á útisviði á Hólanesi á Skagaströnd kl. 16:00.
Meira

Stólarnir í hörkukeppni á Tenerife

Meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta tekur þátt í sterku æfingamóti sem haldið verður í bænum Tacoronte á Tenerife daganna 16. og 17. sept. nk. Auk Tindastóls taka þátt Palma Air Europa, Cáceres Heritage og Real Club Nautico de Tenerife. Á blaðamannafundi sem haldinn var sl. miðvikudag um mótið voru liðin kynnt og greinilega mikill spenningur fyrir mótinu hjá heimamönnum.
Meira

Vil sjá meira af trausti og virðingu á Alþingi

Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Bjarni hefur setið lengst allra núverandi í sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar, eða síðan árið 2002. Feykir hitti Bjarna að máli og spurði út í bakgrunn hans og helstu baráttumál og hvernig það kom til að hann gæfi kost á sér í landsmálin.
Meira

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 8.-10. september

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 8., 9., 10. september. Því lýkur kl. 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður kosið verður í rafrænni kosningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á heimasíðu Samfylkingarinnar xs.is. Þeir sem eru 67 ára og eldri fá atkvæðaseðil sendan heim sem þeir geta nýtt sér eða kosið rafrænt.
Meira