Fréttir

Laust starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og strandamanna

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. Um er að ræða fullt starf. Safnvörður ber ábyrgð á daglegu starfi byggðasafnsins, m.a. safnkennslu, skráningu, miðlun og kynningarmálum.
Meira

Róbert Daníel er maður ársins 2015 í A-Hún

Lesendur Húnahornsins hafa valið Róbert Daníel Jónsson, forstöðumann í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2015. Róbert Daníel hefur verið iðinn við að taka myndir af húnvetnskri náttúru og húnvetnsku mannlífi og deilt þeim á veraldarvefinn. Myndirnar hans hafa vakið athygli margra á fegurð svæðisins og áhugaverðum stöðum í sýslunni. Tilkynnt var um valið á þorrablóti Vökukvenna sem haldið var í Félagsheimilinu á Blönduósi sl. laugardagskvöld.
Meira

Úrkomulítið í dag en dálítil él í kvöld og nótt

Sunnan 10-15 og úrkomulítið er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en dálítil él í kvöld og nótt. Lægir á morgun og styttir upp. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig í nótt og á morgun. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru aðalleiðir á Norðurlandi eru mikið til greiðfærar en nokkur hálka er víða á útvegum.
Meira

Rífandi gangur er í undirbúningi fyrir Króksblótið

Meira

Vel heppnuð sýning fyrir fullu húsi í Miðgarði

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla fór fram fyrir fullu húsi í Miðgarði föstudaginn 15. janúar. Nemendur í 7. - 10. bekk skólans settu söngleikinn „6-tán á (von) LAUSU“ á svið eftir Gísli Rúnar Jónsson. „Sýningin tókst afskaplega vel,“ sagði Helga Rós Sigfúsdóttir, sem leikstýrði krökkunum, í samtali við Feyki.
Meira

Tölvur frá Tengli teknar gagnið í Burkína Fasó

Fyrir rúmu ári síðan, í jólablaði Feykis 2014, var greint frá gjöf Tengils ehf. á Sauðárkróki á tölvum til skóla í Afríku. Tölvum í eigu fyrirtækisins, sem áður höfðu verið í notkun í skólasamfélaginu í Skagafirði, hafði verið skipt út og var sú ákvörðun tekin að gefa þær til hjálparstarfs. Tölvurnar hafa nú verið teknar í gagnið í skólanum Ecole ABC de Bobo í Burkína Fasó.
Meira

Eltu mig þjónustar fyrirtæki á samskiptamiðlum og í vefuppsetningu

Hrafnhildur Viðarsdóttir á Sauðárkróki er að koma á koppinn fyrirtæki sem sérhæfir sig í samfélagsmiðlum en nafn fyrirtækisins, Eltu mig (e. Follow me), er einmitt skírskotun í miðlana. „Fyrirtækið er hugsað til að sjá um samfélagsmiðla fyrir önnur fyrirtæki. Ég hef orðið vör við þörf fyrir þessa þjónustu en margir í fyrirtækjarekstri hafa kannski ekki tíma til að standa í því að tileinka sér þekkingu á flóru samfélagsmiðlana og verða því af mikilvægum markaðstækifærum,“ sagði Hrafnhildur í spjalli við blaðamann Feykis.
Meira

Tækniframfarir og stöðug aukning á framleiðslu einkenna sögu mjólkursamlagsins

Mjólkursamlag KS átti 80 ára afmæli á síðasta ári, en vinnsla hófst hjá samlaginu, sem þá var staðsett sunnan við Gránu, í júlí árið 1935. Af því tilefni færði Kaupfélag Skagfirðinga Snorra Evertssyni, fyrrum samlagsstjóra, virðingarvott fyrir starf hans í þágu mjólkurvinnslu í Skagafirði. Snorri, sem er Skagfirðingur að uppruna, ættaður frá Stóru-Gröf í fyrrum Staðarhreppi, hafði þá nýlega látið af störfum eftir nærri 50 ára starf við samlagið. Í tilefni þessa ræddi blaðamaður Feykis við hann um starfsferilinn og sögu samlagsins, einkum þróun mjólkurvinnslu eftir að hann hóf störf árið 1959, þá 14 ára gamall.
Meira

Hlýtt í veðri næstu daga

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er austan 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 8 stig. Víða eru hálkublettir eða hálka á vegum. Þá má búast við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Nýleg dæmi sanna mikilvægi neyðarbrautar

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar vill ítreka mikilvægi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar (Flugbraut 06/24) fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Í fundargerð frá 14. janúar sl. segir að tvö nýleg dæmi af Norðurlandi vestra, þar sem koma þurfti alvarlega slösuðum einstaklingum undir læknishendur í Reykjavík, sanna svo ekki verður um villst mikilvægi brautarinnar. Í báðum tilvikunum þurfti sjúkraflugvél Mýflugs að lenda á umræddri braut þar sem aðrar brautir voru ekki í boði.
Meira