Fréttir

Lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla

VG í Skagafirði lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir án fyrirliggjandi úttektar á áhrifum á íslenska landbúnaðarframleiðslu og án þess að gerður hafi verið nýr búvörusamningur til lengri tíma. Þetta kemur fram í ályktun sem gerð var á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær, 7. október.
Meira

Dansinn dunar í Árskóla

Nú um hádegi lauk árlegu dansmaraþoni dag 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur hafa dansað síðan klukkan tíu í gærmorgun en maraþonið er liður í fjáröflun þeirra. Seinnipartinn í gær var svo danssýning í íþróttahúsinu og í kjölfarið matarsala nemenda og foreldra þeirra.
Meira

Fundarboð foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi

Mánudaginn 12. október boða foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi til opins fundar í Menningarhúsinu Miðgarði. Fundurinn hefst kl 20:30. „Skorum við sérstaklega á fulltrúa sveitarstjórna sem hafa með þessi mál að gera til að koma og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu.
Meira

„Höfum alltaf verið áræðin og látið slag standa“

Bæjarnafnið Tannstaðabakki lætur kunnuglega í eyrum úr veðurfregnum fyrri ára. Bærinn stendur við Hrútafjörð og er sá fyrsti sem komið er að þegar beygt er áleiðis inn á Heggstaðanes. Þar er rekinn fjölbreyttur búskapur, meðal annars eina kjúklingabúið á Norðurlandi vestra.
Meira

Er eina lausnin að flytja burt? - Opið bréf til Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

Foreldrar ungra barna í Varmahlíð og nágrenni eru að vakna upp við þann vonda draum að trygga daggæslu fyrir börnin þeirra er ekki að finna í Varmahlíð eða nágrenni. Leikskólinn er sprunginn og þar eru komin mörg börn á biðlista. Eina dagmóðirin sem starfandi er í Varmahlíð mun hætta störfum frá og með 1. nóvember og er fólk farið að sjá fram á að þurfa að segja upp starfi sínu vegna vandans.
Meira

Tilboðsdagar í Versluninni Eyri

Verslunin Eyri á Sauðárkróki býður upp á fjölda tilboða næstu tvo daga, í tilefni af Skagfirskum bændadögum. „Við ákváðum að taka þátt í bændadögum og fylla búðina af tilboðum,“ sagði Helga Rósa Pálsdóttir sölumaður verslunarinnar í samtali við Feyki.
Meira

Hátíðin er hafin í Skagfirðingabúð – Skagfirskir bændadagar

Skagfirskir Bændadagar hefjast í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki í dag og var fólk tekið að streyma í verslunina þegar hún opnaði í morgun en þar er hægt að gera góð kaup á fjölbreyttu úrvali af matvælum úr skagfirsku hráefni. Bændur munu bjóða gestum að smakka á ýmsum vörum úr þeirra framleiðslu milli klukkan 14 og 18, í dag og á morgun.
Meira

Kanna á dekkjakurl á sparkvöllum

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur falið rekstrarstjóra að kanna hvort dekkjakurl á sparkvöllum í sveitarfélaginu sé heilsuspillandi. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að á gervigrasvöllum sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði það endurnýjað, í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Meira

Árskóli og GaV hlutu styrki úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Á þriðjudaginn voru afhentir styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Meðal þeirra skóla sem hlutu styrki voru tveir skóla í Skagafirði, Árskóli og Grunnskólinn austan Vatna.
Meira

Benda á fjölskylduvænt umhverfi fyrir flóttafólk

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar þann fyrsta þessa mánaðar var lagt fram bréf dagsett frá nokkrum íbúum að Hólum í Hjaltadal varðandi móttöku flóttamanna á Íslandi.
Meira