Fréttir

Fundarboð foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi

Mánudaginn 12. október boða foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi til opins fundar í Menningarhúsinu Miðgarði. Fundurinn hefst kl 20:30. „Skorum við sérstaklega á fulltrúa sveitarstjórna sem hafa með þessi mál að gera til að koma og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu.
Meira

„Höfum alltaf verið áræðin og látið slag standa“

Bæjarnafnið Tannstaðabakki lætur kunnuglega í eyrum úr veðurfregnum fyrri ára. Bærinn stendur við Hrútafjörð og er sá fyrsti sem komið er að þegar beygt er áleiðis inn á Heggstaðanes. Þar er rekinn fjölbreyttur búskapur, meðal annars eina kjúklingabúið á Norðurlandi vestra.
Meira

Er eina lausnin að flytja burt? - Opið bréf til Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

Foreldrar ungra barna í Varmahlíð og nágrenni eru að vakna upp við þann vonda draum að trygga daggæslu fyrir börnin þeirra er ekki að finna í Varmahlíð eða nágrenni. Leikskólinn er sprunginn og þar eru komin mörg börn á biðlista. Eina dagmóðirin sem starfandi er í Varmahlíð mun hætta störfum frá og með 1. nóvember og er fólk farið að sjá fram á að þurfa að segja upp starfi sínu vegna vandans.
Meira

Tilboðsdagar í Versluninni Eyri

Verslunin Eyri á Sauðárkróki býður upp á fjölda tilboða næstu tvo daga, í tilefni af Skagfirskum bændadögum. „Við ákváðum að taka þátt í bændadögum og fylla búðina af tilboðum,“ sagði Helga Rósa Pálsdóttir sölumaður verslunarinnar í samtali við Feyki.
Meira

Hátíðin er hafin í Skagfirðingabúð – Skagfirskir bændadagar

Skagfirskir Bændadagar hefjast í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki í dag og var fólk tekið að streyma í verslunina þegar hún opnaði í morgun en þar er hægt að gera góð kaup á fjölbreyttu úrvali af matvælum úr skagfirsku hráefni. Bændur munu bjóða gestum að smakka á ýmsum vörum úr þeirra framleiðslu milli klukkan 14 og 18, í dag og á morgun.
Meira

Kanna á dekkjakurl á sparkvöllum

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur falið rekstrarstjóra að kanna hvort dekkjakurl á sparkvöllum í sveitarfélaginu sé heilsuspillandi. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að á gervigrasvöllum sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði það endurnýjað, í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Meira

Árskóli og GaV hlutu styrki úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Á þriðjudaginn voru afhentir styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Meðal þeirra skóla sem hlutu styrki voru tveir skóla í Skagafirði, Árskóli og Grunnskólinn austan Vatna.
Meira

Benda á fjölskylduvænt umhverfi fyrir flóttafólk

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar þann fyrsta þessa mánaðar var lagt fram bréf dagsett frá nokkrum íbúum að Hólum í Hjaltadal varðandi móttöku flóttamanna á Íslandi.
Meira

Sýnishorn af vetri í lok mánaðarins

Þriðjudaginn 6. október 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar og voru fundarmenn sjö talsins, sem er óvenju fátt, enda veður gott og að ýmsu að hyggja hjá veðurspámönnum. Farið var yfir spá síðasta mánaðar og voru fundarmenn að vonum ánægðir með tíðarfarið og ekki síður hversu vel hefði tekist til með veðurspá septembermánaðar.
Meira

Deiliskipulagslýsing fyrir Sveinsstaði

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti þann 22. september sl. að leita umsagna um skipulagslýsingu á um 65 hektara svæði í landi Sveinsstaða. Um er að ræða landbúnaðarsvæði í landi Sveinsstaða sem m.a. nær yfir Ólafslund, Þrístapa og Gamla skólahúsið.
Meira