Fréttir

„Fullan vilja til þess að finna viðunandi lausn“

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna skorts á dagvistarrýmum við leikskólann í Varmahlíð. Leikskólastjóri Birkilundar sendi frá sér neyðarkall um sl. helgi og sagði í pistli á Feyki.is að fólk í framsveitum fjarðarins í verulegum vandræðum og jafnvel farið að hugsa til þess að flytja úr héraði fengi það ekki vistun.
Meira

Komu ferðamönnum til aðstoðar á Vatnsnesi

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga brugðust við aðstoðarbeiðni frá lögreglu seinni partinn í gær við að aðstoða ferðamenn sem lentu í hremmingum við Geitafelli á Vatnsnesi. Á Facebook síðu Húna segir að ferðamennirnir, sem voru á bílaleigubíl, höfðu lent utan vegar og gott að ekki fór verr.
Meira

Áhugaverðir fyrirlestrar um ferðamál og kirkjuna í kvikmyndum

Það hefur verið mikið um að vera Hólum í Hjaltadal þessa dagana en auk fagnaðar í tilefni af Alþjóðlega ferðamáladeginum, eins og greint hefur verið frá á Feyki.is, er boðið upp á áhugaverða fyrirlestra sem eru öllum opnir, ýmist á vegum Ferðamáladeildar Hólaskóla eða Guðbrandsstofnunar.
Meira

Haldið upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hélt upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn sl. þriðjudag með morgunverðarfundi á veitingastaðnum Undir Byrðunni á Hólum. Á vef Hólaskóla segir að ferðamál á Íslandi hafi verið þar til umræðu og sett í stærra samhengi með því að tengja markmið Alþjóðaferðamálastofnunarinnar og ferðamál í okkar nánasta umhverfi.
Meira

Jerome Hill til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls losaði Darren Townes undan samningi á föstudaginn, eins og greint var frá á Feyki.is í morgun. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig um helgina. Félagið hefur komist að samkomulagi við Jerome Hill um að hann leiki með félaginu í Domino's deildinni.
Meira

Stemningsmyndir frá stóðréttum í Víðidal

Um helgina var mikil stemning í einni stærstu stóðrétt landsins, í Víðidal í Húnaþingi vestra. Á föstudeginum kom stóðið af Víðidalstunguheiði og því smalað til byggða þar sem mikill fjöldi fólks sem fylgir því jafnan síðasta spölinn til réttar.
Meira

Stærsti lax ársins úr Vatnsdalsá

Eins og greint frá í síðasta tölublaði Feykis var laxveiði í Húnavatnssýslum með albesta móti í sumar. Á laxasvæði Vatnsdalsár lauk veiði á laxasvæðinu í september. Þar veiddust alls 1296 laxar, þeirra á meðal stærsti lax sumarsins.
Meira

Vilja göng undir þjóðveg 1

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra þann 1. október sl. var rætt um nauðsyn þess að Vegagerðin láti gera undirgöng undir þjóðveg 1, þar sem umferð hefur aukist gríðarlega.
Meira

Reikna með að slátra um 100.000 fjár

Sauðfjárslátrun hjá SAH Afurðum á Blönduósi hefur gengið vel það sem af er sláturtíðar, að því er haft er eftir Gunnari Tr. Halldórssyni, framkvæmdastjóra félagsins, á vefnum huni.is.
Meira

Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður lætur af störfum

Gunnar Sigurjón Steingrímsson, yfirhafnarvörður hjá Skagafjarðarhöfnum, lét af störfum í síðustu viku eftir 16 ár störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Honum [eru] færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins,“ segir á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira