Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í morgun umhverfisverðlaun atvinnulífsins á umhverfidegi atvinnulífsins sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Þar var Steinull hf. á Sauðárkróki valið umhverfisfyrirtæki ársins 2015.
Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í undanriðli EM sem leikinn verður í Svarfjallalandi 20. -28. október. Þar á meðal er Skagfirðingurinn Laufey Harpa Halldórsdóttir sem leikur með Tindastóli.
„Hérna er fullt starf að vera eldri borgari, sagði Anna Scheving í Húnaþing vestra í skeyti sem fylgdi þessum skemmtilegu myndum. Anna hefur verið iðin við að gauka skemmtilegum myndum að okkur hjá Feyki og láta vita af skemmtilegum viðburðum í Húnaþingi vestra.
Tindastólsmenn sóttu Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld í átta liða úrslitum Lengjubikarkeppninnar. Með sigri hefðu Stólarnir boðið stuðningsmönnum sínum upp á ærlegt partí í Síkinu um komandi helgi því úrslitaleikir Lengjubikarsins verða spilaðir á Króknum. Það var því súrt að Þórsarar reyndust sterkari í kvöld og slógu Stólana út með 10 stiga sigri, 85-75.
Í kvöld kl. 19:15 ætla drengirnir meistaraflokki Tindastóls að sækja Þór Þorlákshöfn heim en þetta leikur í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í körfu. Sunnlenskir Tindstælingar eru hvattir til að fjölmenna og hvetja sína menn til sigurs.
Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 9. og laugardaginn 10. október. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Markaðsstofa Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni gefur þetta samkomulag, sem gert var við Vegagerðina, ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Fimmtudaginn 8. október n.k. munu nemendur í 9. bekk Grunnskólans austan Vatna vera með pizzuhlaðborð á Ketilási. Pizzahlaðborðið er fjáröflunarverkefni þeirra en þau eru að fara á Lauga í Sælingsdal í febrúarbyrjun.
Á heimasíðu Húss frímtímans er sagt frá því að nú styttist í að vetrarstarf eldri borgara í Skagafirði geti hafist í húsinu, en þar hafa framkvæmdir staðið yfir. Hefst félagsstarfið á mánudaginn í næstu viku, þann 5. október með félagsvist og bridge. Á miðvikudeginum, 7. október, byrjar leikfiminámskeið sem Guðrún Helga Tryggvadóttir einkaþjálfari kennir milli kl 10 og 11.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Nýr þáttur í Feyki er Tón-lystin þar sem tónlistaráhugi og lyst viðfangsefnis á tónlist er könnuð. Fyrstur í sviðsljósið er Gísli Þór Ólafsson til heimilis í Hlíðahverfi á Sauðárkróki og alinn upp á sömu slóðum. Gísli er árgangur 1979, með kassagítar sem sitt hljóðfæri en hann telur þó (kontra)bassaleik í hljómsveitinni Contalgen Funeral sitt helsta afrek á tónlistarsviðinu.