Fréttir

Þrjú sveitarfélög á NLV tóku þátt

Hreyfiviku UMFÍ lauk sl. sunnudag. Komst Ísland á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að viðburðir þar hafi verið vel sóttir og alls hafi um þúsund manns lagt leið sína í Íþróttamiðstöðina þar.
Meira

Tilraunir með hitamyndavél

Selasetrið á Hvammstanga hefur í sumar unnið að frumtilraun þar sem hitamyndavél er fest á flygildi (drone) sem flogið er yfir sellátur til að taka myndir, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu setursins. Stofnstærðartalningar á landsel fara yfirleitt fram úr lofti, en þar sem stundum getur verið erfitt að greina seli frá umhverfinu. Því er nú gerð tilraun til að ná fram nákvæmari niðurstöðum með því að gera bæði hefðbundnar talningar og talningar með hjálp hitamyndavélar.
Meira

Skemmtilegt og vel sótt málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni

Skemmtilegt og vel sótt máliþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni
Meira

Steinull hf. umhverfisfyrirtæki ársins 2015

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í morgun umhverfisverðlaun atvinnulífsins á umhverfidegi atvinnulífsins sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Þar var Steinull hf. á Sauðárkróki valið umhverfisfyrirtæki ársins 2015.
Meira

Laufey Harpa með U17 landsliði kvenna til Svartfjallalands

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í undanriðli EM sem leikinn verður í Svarfjallalandi 20. -28. október. Þar á meðal er Skagfirðingurinn Laufey Harpa Halldórsdóttir sem leikur með Tindastóli.
Meira

„Fullt starf að vera eldri borgari“

„Hérna er fullt starf að vera eldri borgari, sagði Anna Scheving í Húnaþing vestra í skeyti sem fylgdi þessum skemmtilegu myndum. Anna hefur verið iðin við að gauka skemmtilegum myndum að okkur hjá Feyki og láta vita af skemmtilegum viðburðum í Húnaþingi vestra.
Meira

Lið Tindastóls úr leik í Lengjubikarnum

Tindastólsmenn sóttu Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld í átta liða úrslitum Lengjubikarkeppninnar. Með sigri hefðu Stólarnir boðið stuðningsmönnum sínum upp á ærlegt partí í Síkinu um komandi helgi því úrslitaleikir Lengjubikarsins verða spilaðir á Króknum. Það var því súrt að Þórsarar reyndust sterkari í kvöld og slógu Stólana út með 10 stiga sigri, 85-75.
Meira

Tindastóll sækir Þór Þorlákshöfn heim í kvöld

Í kvöld kl. 19:15 ætla drengirnir meistaraflokki Tindastóls að sækja Þór Þorlákshöfn heim en þetta leikur í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í körfu. Sunnlenskir Tindstælingar eru hvattir til að fjölmenna og hvetja sína menn til sigurs.
Meira

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 9. og laugardaginn 10. október. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Meira

Markaðsstofa boðar til funda um vegamál

Markaðsstofa Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni gefur þetta samkomulag, sem gert var við Vegagerðina, ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Meira