Fréttir

Reikna með að slátra um 100.000 fjár

Sauðfjárslátrun hjá SAH Afurðum á Blönduósi hefur gengið vel það sem af er sláturtíðar, að því er haft er eftir Gunnari Tr. Halldórssyni, framkvæmdastjóra félagsins, á vefnum huni.is.
Meira

Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður lætur af störfum

Gunnar Sigurjón Steingrímsson, yfirhafnarvörður hjá Skagafjarðarhöfnum, lét af störfum í síðustu viku eftir 16 ár störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Honum [eru] færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins,“ segir á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira

Menningarkvöld NFNV á föstudaginn

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið föstudaginn 9. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur, á dagskrá kvöldsins er body paint, dragshow, BMX bros og tónlistar atriði.
Meira

THIS SUMMER'S GONNA HURT / Maroon 5

Veðurspá Marron 5 fyrir sumarið virðist hafa gengið ágætlega upp en þeir Adam Levine og félagar náðu svolítilli spilun með sumarsmellinum This Summer's Gonna Hurt Like a Mother******.
Meira

Stólarnir leita að nýjum erlendum leikmanni eftir að Townes var leystur undan samningi

Karfan.is segir frá því að Tindastóll hefur leyst Darren Townes undan samningi við félagið og hefur miðillin þetta eftir Pieti Poikola þjálfara Tindastóls sem segir að í ljós hafi komið að Tindastóll hafi þörf á öðruvísi leikmanni.
Meira

Aldrei jafnmargar viðurkenningar til eins klúbbs

Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey komu heim drekkhlaðnir verðlaunum frá umdæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar Ísland/Færeyjar sem haldið var í Vestmannaeyjum helgina 11.-13. september. Hið umfangsmikla verkefni sem klúbburinn stóð fyrir sl. ár, er félagar söfnuðu fyrir nýju speglunartæki á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki auk þess að bjóða upp á ristilskimun fyrir einstaklinga 55 ára ár hvert, hefur vakið verðskuldaða athygli.
Meira

Landsmót hestamanna hefur samstarf við Northwest Adventures

Landsmót hestamanna og ferðaskrifstofan Northwest Adventures hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu við væntanlega gesti Landsmóts á Hólum á næsta ári.
Meira

Til íbúa á skólasvæði Varmahlíðarskóla og annarra í Skagafjarðarsýslu

Þetta er neyðarkall frá leikskólastjóra Birkilundar um aðstoð við að finna annars vegar bráðabirgðaúrræði og hins vegar varanlega lausn á húsnæðismálum leikskólans í Varmahlíð. Fólk er í verulegum vandræðum og jafnvel farið að hugsa til þess að flytja úr héraði af því það fær ekki vistun í leikskólanum. Því leita ég til ykkar í von um hugmyndir og stuðning.
Meira

Fullt út úr dyrum á Kaffi Króki á útgáfuhátíð Sögufélags Skagfirðinga

Í dag fór fram á Kaffi Króki útgáfuhátíð og kynning vegna nýrrar bókar Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin, en það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur bókina út. Fullt var út úr dyrum og frábær stemning.
Meira

Sölvi Sveinsson kynnir bók sína Dagar handan við dægrin

Útgáfuhátíð verður haldiin á Kaffi Króki laugardaginn 3. október kl. 14–16. Þar mun Króksarinn Sölvi Sveinsson kynna bók sína, Dagar handan við dægrin, lesa úr henni og spjalla við gesti.
Meira