Fréttir

Flatbökuhlaðborð í Fljótum

Fimmtudaginn 8. október n.k. munu nemendur í 9. bekk Grunnskólans austan Vatna vera með pizzuhlaðborð á Ketilási. Pizzahlaðborðið er fjáröflunarverkefni þeirra en þau eru að fara á Lauga í Sælingsdal í febrúarbyrjun.
Meira

Vetrarstarf eldri borgara hefst í næstu viku

Á heimasíðu Húss frímtímans er sagt frá því að nú styttist í að vetrarstarf eldri borgara í Skagafirði geti hafist í húsinu, en þar hafa framkvæmdir staðið yfir. Hefst félagsstarfið á mánudaginn í næstu viku, þann 5. október með félagsvist og bridge. Á miðvikudeginum, 7. október, byrjar leikfiminámskeið sem Guðrún Helga Tryggvadóttir einkaþjálfari kennir milli kl 10 og 11.
Meira

Féllu úr keppni þegar spindilkúla gaf sig

Haustrallý BÍKR fór fram núna um helgina í afleitu verðri, roki og úrhellisrigningu. Keppendur létu það þó ekki á sig fá en 14 áhafnir hófu keppni á laugardags morguninn. Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson urðu fyrir því óhappi að spindilkúla gaf sig og þeir höfnuðu utan vegar og féllu úr leik. Þrátt fyrir þetta óhapp leiða þeir enn Íslandsmótið.
Meira

Tindatríó og Sveinn Arnar á Norðurlandi

Feðgarnir í Tindatríóinu, þeir Atli Guðlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason, ásamt Sveini Arnari Sæmundssyni píanóleikara og söngvara, leggja land undir fót og skemmta Norðlendingum um næstu helgi.
Meira

Kristinn Hugason nýr forstöðumaður

Sögusetur íslenska hestsins hefur ráðið Kristinn Hugason sem forstöðumann setursins. Kristinn er með M.Sc-próf í búfjárkynbótafræði og MA-próf í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu, hann er gerkunnugur innan íslenska hestaheimsins í gegnum störf sín, m.a. sem landsráðunautur BÍ í hrossarækt.
Meira

Sláturtíð komin á gott skrið

Mikið er um að vera hjá Kjötafurðastöð KS um þessar mundir en þrjár vikur eru liðnar af sláturtíð. Búið er að slátra 37 þúsund fjár en fyrstu tvær vikurnar var rúmlega 21.500 fjár slátrað.
Meira

Stólarnir í átta liða úrslit Lengjubikarsins þrátt fyrir naumt tap í Keflavík

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Sláturhúsinu suður með sjó síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik en sá síðari var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Það voru heimamenn sem höfðu betur, 89–88, en þeir sátu þó eftir með sárt ennið því það voru lið FSu og Tindastóls sem komust í átta liða úrslit Lengjubikarsins úr B-riðli.
Meira

Hörður tekur sæti á Alþingi í fyrsta sinn

Blönduósingurinn Hörður Ríkharðsson tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í síðustu viku í forföllum Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar.
Meira

Reidmenn.com - nýr kennsluvefur í bígerð

Reidmenn.com er verkefni sem unnið er hörðum höndum að því að klára þessa dagana. Um er að ræða kennsluvef fyrir hestamenn sem hefur verið í vinnslu nú í töluvert langan tíma en nú líður að útgáfudegi.
Meira

Fundur um tollasamning á Hótel Borgarnesi

Bændur á Vesturlandi boða til fundar um nýgerðan samning við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur á Hótel Borgarnesi þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20:00. Á fundinn mæta Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra landbúnaðarmála og Erna Bjarnadóttir landbúnaðarhagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Meira