Fréttir

Hestamennskan meðal íþrótta landsmanna

Fyrir áratugum síðan komst þulur á hestasýningu svo að orði, að hestamennskan væri elsta og þjóðlegasta íþróttin; ríðandi hefði Skarphéðinn komið að Markarfljóti þá er hann vann langstökksafrekið. Þetta vakti hrifningu og kátínu þeirra er á hlýddu en strax tóku stöku menn að ræða um íslenska glímu í sambandi við þjóðlegheit og aldur íþrótta. Kjarni málsins er hins vegar sá að hestamennskan sé íþrótt, það heyrðist fyrst fyrir löngu síðan en hefur stöðugt fest í sessi og er sá skilningur nú orðinn almennur.
Meira

Sameiningartillagan felld á Skagaströnd og í Skagabyggð

Í gær var kosið um sameiningartillögu fjögurra sveitarfélaga í austur Húnavatnssýslu; Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar. Tillagan var felld á Skagaströnd þar sem  69,2 % íbúa sögðu nei við sameiningu og í Skagabyggð  54,7 % íbúa sem sögðu nei. 89,4 % íbúa í Blönduósbæ sögðu já við sameiningu og í Húnavatnshrepp sögðu 56,6 % íbúa já.
Meira

5-0 tap gegn sterkum Völsurum

Tindastóll tók á móti vel skipuðu Valsliði í Pepsí Max deild kvenna á Sauðárkróki í gær og mættust liðin sem spáð er annars vega efsta sætinu og því neðsta samkvæmt Fótbolti.net. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið jafn þar sem Valur réði ferðinni allan tímann en heimastúlkur vörðust vel og áttu nokkrar góðar sóknir og tækifæri til að skora.
Meira

Tvö ár síðan að Húnaþing vestra tók á móti sýrlenskum fjölskyldum

Um þessa mundir eru liðin tvö ár frá því að Húnaþing vestra tók á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum með samningi við félags- og barnamálaráðuneytið um móttöku kvótaflóttafólks. "Þessi tvö ár hafa verið gefandi og lærdómsrík fyrir allt samfélagið", segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Örlítið raus um sinu - Áskorendur Hartmann Bragi Stefánsson og og Ólöf Rún Skúladóttir Húnaþingi

„...það ætti að vera knippi af henni í fánanum okkar“ sagði Jón Gnarr í sýningu sinni Ég var einu sinni nörd, og talaði þar um hinn stórvaxna og tignarlega snarrótarpunt. Á meðan norðanáttin ríkir hér á landi með sinn þurrakulda gengur vorið hægt í garð. Nýgræðingur lítið kominn af stað þegar þetta er skrifað, og aðeins gulbrúna sinuna að sjá í úthögum. Það var útsýnið á sinuna út um stofugluggann sem kveikti hugmynd að einhverju að skrifa um, þar sem eftir langan umhugsunarfrest var enn fátt um góðar hugmyndir.
Meira

Styttist í mikla prjónahátíð á Blönduósi - Fimmta Prjónagleðin haldin um næstu helgi

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi í fimmta sinn dagana 11. - 13. júní nk. og er búist við mikilli prjónahátíð. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast prjónaskap, garni og ull, fjölbreytta fyrirlestra, spennandi prjónatengda viðburði og svo hefur Garntorgið mikið aðdráttarafl fyrir prjónafólk. Einnig er haldin hönnunar og prjónasamkeppni í tengslum við hátíðina.
Meira

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Hvetur alla íbúa að taka þátt í kosningunni - Ingvar Björnsson Húnavatnshreppi

Ingvar Björnsson býr á Hólabaki í Þingi og rekur, ásamt Elínu Aradóttur konu sinni, kúabú og textíl- og hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur undir vörumerkjunum Lagður og Tundra. Þau hjón eiga þrjú börn, Aðalheiði 15 ára, Ara 12 ára og Elínu 8 ára. Ingvari finnst faglega hafi verið staðið að undirbúningi sameiningar og er hlynntur þeim.
Meira

Ókostur að skipta börnum úr dreifbýlinu í báða skólana - Erla Jónsdóttir Skagabyggð

Erla Jónsdóttir býr í Kambakoti í Skagabyggð, framkvæmdastjóri Lausnamiða, sem er bókhalds- og rekstrarráðgjafa fyrirtæki með skrifstofu á Skagaströnd. Einnig stundar hún kolefnisjafnaða sauðfjárframleiðslu á jörðunum Kambakoti og Hafursstöðum ásamt Jóhanni Ásgeirssyni, eiginmanni sínum og börnum þeirra, Freyju Dís og Loga Hrannari. Erla er ekki hlynnt sameiningu og telur hana snúast meira um skiptingu starfa á milli Skagastrandar og Blönduóss frekar en nokkuð fyrir íbúa Skagabyggðar.
Meira

Telur stærra sveitarfélag verða öflugra að öllu leyti - Sigurlaug Gísladóttir Blönduósi

Sigurlaug Gísladóttir, sem fædd er og uppalin í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, býr nú á Blönduósi og rekur verslunina Húnabúð þar í bæ, sem er hvoru tveggja í senn, kaffihús með blóm og gjafavörur.
Meira