Fréttir

Sókn Landsvirkjunar í þágu atvinnulífsins: 12 milljarða framkvæmdir og afslættir til stórnotenda

Landsvirkjun hyggst leggja um 12 milljarða króna til ýmissa nýframkvæmda, endurbóta og viðhalds á orkuvinnslusvæðum á næstu þremur árum, veita tímabundna afslætti af raforkuverði til viðskiptavina meðal stórnotenda sem nema um 1,5 milljörðum króna, undirbúa rannsóknar- og þróunarverkefni á Suðurlandi og Norðurlandi í samstarfi við hagaðila í nærsamfélaginu og flýta verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. Nýlega var tilkynnt að Landsvirkjun myndi greiða 10 milljarða króna í arð til ríkissjóðs í ár, eða meira en tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Vonir standa til að Landsvirkjun muni áfram skila eigendum sínum arði á komandi árum.
Meira

Það vorar í Fljótum

Það er óhætt að fullyrða að það vanti ekki snjó í Fljótin þó komið sé að mánaðamótum apríl og maí. Eftir leiðindatíð í vetur, þar sem fáir góðviðrisdagar létu sjá sig og snjó kyngdi niður, þá skall á með logni í síðustu viku. Þó snjórinn hafi minnkað töluvert síðustu vikurnar þá er nokkuð í að tún láti á sér kræla, aðeins nokkrir hólar og hæðir sem stinga ljósbrúnum kolli upp út kaldri hvítunni.
Meira

Baráttukveðjur 1. maí!

Í ár höldum við hátíðlegan 1. maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn.
Meira

Könurnar að koma á Krókinn!

Það var mikil stemning í kringum kvennafótboltann hjá Tindastóli síðastliðið sumar, liðið var í raun hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild, og stefnan er sett hátt í sumar. Tindastóll hafði fyrir nokkru samið við þrjár bandarískar stúlkur og þrátt fyrir undarlegt ástand í heiminum og vandamál með að ferðast milli landa þá er samkvæmt heimildum Feykis góðar líkur á því að þær Mur, Jackie og Amber komi til landsins nú um helgina.
Meira

Gleðilegan 1. maí

Í dag er fyrsti maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Á Wikipedia segir að árið 1889 hafi fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista hist á ráðstefnu í París, í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar.
Meira

Hrútey opnuð almenningi frá og með 5. maí

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Blönduósbæjar hafi aflétt þeirri tímabundnu lokun sem verið hefur á aðgengi að fólkvanginum í Hrútey á vorin. Þessi perla Blönduósinga verður því opin fyrir almenning og heimsóknir gesta frá og með 5. maí næstkomandi.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga á tímum COVID-19

Kaupfélag Skagfirðinga er eitt af stærri fyrirtækjum landsins og er með rekstrareiningar víða um land. Hvergi er þó starfsemin jafn viðamikil og í heimahéraðinu Skagafirði en ansi stór hluti Skagfirðinga starfar hjá KS með beinum eða óbeinum hætti og á því mikið undir því að rekstur KS gangi vel. Reksturinn hefur síðustu ár verið með eindæmum jákvæður en á þessum óvissutímum, sem kenndir eru við COVID-19, má ætla að ýmsir hafi engu að síður áhyggjur af lífinu og tilverunni og þar spilar atvinnu- og fjárhagsöryggi stóran þátt.
Meira

Skagfirðingar láta sönginn hljóma

Það er óhætt að segja að landinn hafi látið sönginn hljóma á öldum ljósvakans meðan kórónuveiran rembist líkt og rjúpan við staurinn að breiðast sem víðast og of langt mál að telja öll þau atriði sem opinberuð hafa verið. Eitt getur þó talist verðugt að nefna og er nýkomið í loftið en þar eru Skagfirðingar í létri sveiflu og syngja hið kunna lag Geirmundar Valtýssonar; Látum sönginn hljóma, við texta séra Hjálmars Jónssonar.
Meira

„Ég er steinhættur að rembast við að gera vísu“

Í Bólstaðarhlíð býr Einar Kolbeinsson sem sýslar ýmislegt og segist vera alls konar bóndi. Eins og er í tísku um þessar mundir þá er fjölskyldan með ferðaþjónustu, Heimafengið ehf., bjóða gistingu í Bólstaðarhlíð og leigja út þrjú herbergi og tvær litlar íbúðir. „Þetta hefur gengið afar vel en auðvitað er ansi rólegt yfir því þessi dægrin,“ segir Einar. Ástæðan fyrir því að Feykir ákvað að banka upp á hjá Einari er ekki tengd ferðaþjónustu eða bústörfum – það er annars konar ræktun sem vekur forvitni að þessu sinni. Nefnilega vísnaræktin sem Einar stundar annað veifið og þar hefur sprettan verið með skásta móti nú í apríl.
Meira

Sögulegar kvikmyndir aðgengilegar á nýjum vef

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði á dögunum streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi.
Meira