Hvar er sanngirnin í þessu?!?
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Fleiri fréttir
-
„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 17.09.2024 kl. 16.02 oli@feykir.is„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.Meira -
Ítrekuðu kröfu um byggðakvóta og takmörkun á dragnótaveiðum
Aðalfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar var haldinn 11. september síðastliðinn. Samþykktu fundarmenn tíu ályktanir og meðal annars var ítrekuð krafa um takmörkun á dragnótaveiðum á Skagafirði í samræmi við fyrra fyrirkomulag veiðanna, þ.e. að svæðinu innan línu úr Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða/Kögur í austri verði lokað fyrir veiðum með dragnót. Þá leggur Drangey áherslu á að byggðakvóta í Skagafirði verði einungis úthlutað dagróðrabáta sem eru minni en 30 brt.Meira -
Staða slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra auglýst
Húnaþing vestra leitar á ný að drifandi leiðtoga í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra en nú er nánast slétt ár síðan Valur Freyr Halldórsson var ráðinn til eins árs í starfið. Hann hafði áður starfað hjá Slökkviliði Akureyrar í 21 ár.Meira -
Sendiherra ESB heimsótti Byggðastofnun í morgun
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf 17.09.2024 kl. 15.06 oli@feykir.isSendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, heimsótti Byggðastofnun ásamt fylgdarliði í morgun en þau voru mætt á Krókinn til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Hópurinn er á ferðalagi um landið í tilefni þess að 30 ár eru síðan samningur um EES tók gildi og er að kynna samstarfsáætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.Meira -
Flugvöllurinn á Blönduósi kominn í notkun á ný
„Við erum rosalega ánægð með að viðgerðir á flugvellinum séu loksins orðnar að veruleika,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, við Feyki þegar hann var spurður hvort búið væri að taka flugvöllinn á Blönduósi í gagnið að nýju eftir lagfæringar og lagningu slitlags.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.