Caird í þjálfarateymi Tindastóls

Mynd. Chris hefur verið afkastamikill með liði Tindastóls en nú er komið að tímamótum. Mynd: Halti Árnason.
Mynd. Chris hefur verið afkastamikill með liði Tindastóls en nú er komið að tímamótum. Mynd: Halti Árnason.

Christopher Caird leikmaður Tindastóls í körfubolta hefur lagt keppnisskóna á hilluna og hefur bæst í þjálfarateymi liðsins. Þrálát meiðsli hafa gert kappanum lífið leitt og hefur hann ekki náð að beita sér líkt og á síðasta keppnistímabili. Meðfram spilamennsku hefur Chris verið starfandi yfirþjálfari yngri flokka félagsins með mjög góðum árangri.

Á Facebooksíðu sinni segist Chris vilja þakka fyrir þann mikla stuðning sem hann hefur notið hjá stuðningsmönnum Tindastóls. Segist hann ánægður með það að fá að taka þátt í þjálfarastarfi liðsins það sem eftir lifir leiktímabilsins.

Fleiri fréttir