Pavel um Evrópukeppnina: ,,Það má segja að óvissan sé jákvæð"

Pavel í viðtali í úrslitakeppninni í vor. Mynd: davidmar.net
Pavel í viðtali í úrslitakeppninni í vor. Mynd: davidmar.net

Líkt og Feykir greindi frá í vikunni var dregið í riðla í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll dróst þar í C-riðil ásamt BC Pärnu Sadam frá Eistlandi og BC Trepca frá Kósóvó. Leikið verður í borginni Pärnu í Eistlandi dagana 3. - 6. október í haust.

Feykir heyrði í Pavel Ermolinski, þjálfara Tindastóls, sem lýst þokkalega á liðin og að spila í Eistlandi þótt það sé erfitt að segja til um andstæðingana að svo stöddu.

,,Þetta er bara fínt held ég. Gott upp á ferðalag. Við vitum ekki mikið um liðin í augnablikinu en auðvitað eru þetta flott lið fyrst þau eru í Evrópukeppni," segir Pavel.

Eru þetta erfiðari andstæðingar en þú varst að vonast eftir?
Eins og ég sagði þá vitum við ekki mikið akkúrat núna. Þessi lið eru ekki mönnuð ennþá. Að því sögðu þá voru önnur lið þarna sem var vitað að yrðu erfið viðureignar. Það má segja að óvissan sé jákvæð.

Er Hópurinn byrjaður að æfa?
Hópurinn er dálítið út um allt en allir að æfa. Sumir eru enn í heimalandi sínu og aðrir með landsliðinu. Allir eru að æfa en ekki saman í augnablikinu. Það munu allir vera í toppstandi þegar við komum saman sem auðveldar hlutina.

Hvenær gerir þú ráð fyrir því að hópurinn verði fullmannaður?
Hópurinn er svo gott sem fullmannaður, okkur tókst að halda í ákveðinn kjarna frá því í fyrra sem er frábært. Það kemur allavega einn leikmaður í viðbót en við erum á mjög flottum stað í dag með leikmenn.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir