Góð þátttaka í Byrðuhlaupi í bongóblíðu

Þátttakendur í hlaupinu. Myndir: Facebooksíða Ungmennafélagsins Hjalta.
Þátttakendur í hlaupinu. Myndir: Facebooksíða Ungmennafélagsins Hjalta.

Haldið var upp á 17. júní í bongóblíðu á Hólum en þar fór hið árlega Byrðuhlaup fram. 20 keppendur voru skráðir til leiks og að því loknu skemmti fólk sér konunglega í skrúðgöngu og leikjum.

Úrslit í hlaupinu urðu þau að Léon Suret kom fyrstur í mark á 26 mín. og 47 sek., annar varð Rafnkell Jónsson á 27 mín. og 20 sek. og þriðji David Benhaim á 32 mín. og 39 sek.

Sigurvegararnir í hópi fullorðinna. F.v. Léon Suret, Rafnkell Jónsson og David Benhaim

Í barnaflokki skipuðu fyrstu þrjú sætin þau Björn Austdal sem hljóp á 39 mín. og  44 sek., önnur varð Greta Berglind á 39 mín. og  54 sek. og í þriðja sæti varð Anton Fannar á 44 mín. og 23 sek.

Sigurvegararnir í flokki barna. Björn Austdal, Greta Berglind og Anton Fannar.

Þess má geta að besta tíma í hlaupinu frá upphafi á Rafnkell Jónsson á 25 mín og 22sek.  



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir