Hattarmenn í heimsókn í kvöld

Israel's Army. Mynd: Óli Arnar.
Israel's Army. Mynd: Óli Arnar.

Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino´s deild karla í körfubolta þar sem Haukar taka á móti Njarðvík, Þór Akureyri á móti ÍR, Grindavík           á móti Stjörnunni, Keflavík á móti KR og svo aðalleikurinn þar sem Tindastóll, efsta lið deildarinnar, tekur á móti botnliði Hattar frá Egilsstöðum.

Fróðlegt verður að sjá hvort Hattarmenn nái að hrista af sér slenið eftir ósigur gegn Keflavík sl. fimmtudag og velgi herdeild Israels Martin undir uggum í kvöld.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki kátur með sína menn eftir leikinn og í viðtali við Vísi sagði hann að þeir haldi að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Spurningin er hvort honum hafi tekist að beina drengjunum á rétta braut.

Allir eru hvattir til að mæta í Síkið og styðja við sína menn. Hinir margrómuðu grillborgarar verða á sínum stað fyrir leik sem hefst kl. 19.15.

Fleiri fréttir