Leyfi veitt fyrir bogfimimót í Litla-Skógi
Bogveiðisamband Íslands sótti um leyfi til svf. Skagafjarðar að halda bogfimimót í Litla-Skógi helgina 15.-17. ágúst og æfingar í tvo til þrjá daga þar á undan. Erindið var tekið fyrir á fundi byggðaráðs í gær og var samþykkt að heimila bogfimimótið svo fremi að önnur skilyrði til mótshaldsins verði uppfyllt og fyllsta öryggis gætt.
„Merkja þarf og loka af ákveðnum svæðum og einnig þarf leyfi lögregluyfirvalda, sem þegar hefur verið sótt um. Í vallabogfimi er gengin fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk af mismunandi fjarlægðum,“ segir í fundargerð.
Bogveiðifélag Íslands er aðili að IFAA sem er næst stærsta bogfimisamband á alþjóðavísu og er ætlunin að halda Íslandsmótið í Vallabogfimi IFAA í fyrsta sinn hér á landi.