Uppbókað á nýliðanámskeið GSS

Paradís á Nöfunum. Mynd: gss.is- Hjalti Árnason
Paradís á Nöfunum. Mynd: gss.is- Hjalti Árnason

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar hafa verið duglegir við golfiðkun undanfarna daga en vegna Covid hafa nokkur atriði tekið breytingum frá því sem var. Þannig hafa holur verið grynnkaðar, óheimilt að snerta golfflögg og sandgryfjur eru hrífulausar. Búið er að opna á allar sumarflatir nema níundu, en það stendur til bóta fyrir mánaðamót.

Í tilkynningu frá GSS segir að félagar séu að venjast nýju skráningarkerfi en gerð er krafa um að kylfingar skrái rástíma áður en spilað er. 

„Segja má að völlurinn hafi verið vel nýttur um helgina og góð eftirspurn eftir rástímum. Nú bregður svo við að uppbókað er á nýliðanámskeið og því þarf að bæta við aukanámskeiði. Skráning á námskeiðið er hjá Dagbjörtu Rós (dagbjort79@live.com) formanni nýliðanefndar GSS,“ segir formaður GSS, Kristján Bjarni Halldórsson. Hann segist ánægður með mikinn áhuga á golfíþróttinni í Skagafirði og vonar að klúbburinn geti tekið á móti öllum sem óska inngöngu.

„50 ára afmælismót GSS verður 27. júní og líklegt að kastljósið verði á Skagafirði þá, a.m.k. hafa nokkrir fjölmiðlar sýnt mótinu áhuga. Stjórnin vinnur nú að því að afla vinninga fyrir mótið og vill helst hafa þá úr heimahéraði til að vekja athygli á mat, drykk, þjónustu og öðru sem Skagafjörðir hefur að bjóða,“ segir Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir