Úrslit opna Fiskmarkaðsmótsins
Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli á Skagaströnd í gær. Mótið er einnig fyrsti hluti svokallaðar Norðvesturþrennu golfklúbbanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki, eins og sagt er frá á huni.is.
Alls tóku 26 keppendur þátt í mótinu. Leiknar voru 18 holur. Úrslit urðu sem hér segir:
Kvennaflokkur – höggleikur án forgjafar
- Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 90 högg
- Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 94 högg
- Ragnheiður Matthíasdóttir GSS 95 högg
Karlaflokkur – höggleikur án forgjafar
- Arnar Geir Hjartarson GSS 76 högg
- Elvar Ingi Hjartarson GSS 83 högg
- Halldór Halldórsson GSS 83 högg
Blandaður flokkur - Punktakeppni með forgjöf
- Hafþór Smári Gylfason GSK 36 punktar
- Halldór Halldórsson GSS 33 punktar
- Arnar Geir Hjartarson GSS 33 punktar