Íþróttir

Kormákur Hvöt tryggði sér sæti í 2. deild

Það fór eins og allt benti til. Lið Kormáks Hvatar gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 2. deild að ári sem er í fyrsta sinn sem sameinað lið félaganna spilar í þeirri deild. Í gær fengu Húnvetningar lið Augnabliks úr Kópavogi í heimsókn og þurftu stig til að tryggja farseðilinn upp um deild. Heimamenn voru komnir með tveggja marka forystu eftir 17 mínútur og unnu á endanum magnaðan 3-0 sigur og tryggðu sér þar með annað sætið í 3. deild. Til hamingju Kormákur Hvöt!
Meira

Snilldarleikur Stólastúlkna í stórsigri á ÍBV

Það varð ánægjuleg fótboltaveisla sem Norðvestlendingum var boðið upp í dag en mikilvægir leikir fóru fram bæði á Blönduósi og á Króknum. Stólastúlkur voru ekki öruggar með sæti sitt í Bestu deild kvenna fyrir leik sinn í dag en þær stóðu þó best að vígi af þeim þremur liðum sem enn voru í fallhættu. Þegar til kom þá hefði Donni þjálfari ekki einu sinni geta látið sig dreyma um aðra eins snilldar frammistöðu og hann, og aðrir sem fylgdust með leiknum, urðu vitni að. Það voru allir að rifna úr stolti í stúkunni yfir spilamennsku liðsins og áræðni. Lokatölur í baráttuleik um sæti í Bestu deildinni? Jú, 7-2.
Meira

Vormenn Íslands

Því hefur stundum verið haldið fram að vorið sé tími Pavels Ermolinski. Gærkvöldið var í það minnsta ekki að afsanna þá kenningu því ekki var nóg með að kappinn hlyti talsvert slæma útreið í Kappsmálum Sjónvarpsins, þá urðu meistarar Tindastóls, sem Pavel stýrir jú, að sætta sig við tap gegn liði Hattar frá Egilsstöðum í undanúrslitum Álborg SK88 mótsins sem fram fer í Borgarnesi.
Meira

Stuðningur verður mikilvægur í dag – allir á völlinn!

Í dag verða spilaðir tveir ansi hreint mikilvægir knattspyrnuleikir á Norðurlandi vestra. Á Sauðárkróki mætast lið Tindastóls og ÍBV í leik þar sem sæti í Bestu deild kvenna er undir en liðið sem tapar mun að öllum líkindum falla nema lið Selfoss komi á óvart í Keflavík. Á Blönduósi ætla síðan leikmenn Kormáks Hvatar að komast í sögubækurnar og tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta skipti. Þá vantar eitt stig í leik gegn liði Augnabliks en munu eflaust leika til sigurs. Því miður hefjast báðir leikirnir kl. 14:00 þannig að fólk nær ekki að styðja bæði liðin en það verður frítt á völlinn bæði á Króknum og á Blönduósi.
Meira

Sunnanstúlkur lögðu Stólastúlkur í æfingaleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi keppnistímabil í gærkvöldi. Liðið kemur mikið breytt til leiks í vetur, tíu stúlkur voru á skýrslu og þar af fjórar að spila sinn fyrsta leik með liði Tindastóls; Anika, Rannvegi, Inga Sigríður og Brynja Líf. Andstæðingurinn var sprækt lið Hamars/Þórs og höfðu gestirnir betur, sigruðu 50-57.
Meira

Hannes Ingi aftur á parketið með Stólunum

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir frá þeim ánægjulegu tíðindum að stuðningsmannauppáhaldið Hannes Ingi Másson hafi ákveðið að draga fram skóna á ný eftir að hafa geymt þá á hillunni góðu í eitt tímabil. „Hannes sá það á þessu eina ári að hann er allt of ungur til þess að leggja skóna á hilluna,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Ragnar Ágústsson framlengir samning

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Ragnar Ágústson hefur framlengt samning sinn við Tindastól til tveggja ára.
Meira

Leggið frá ykkur prjónlesið og reiðtygin – á laugardag ætla bleikliðar að skrifa söguna

Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Meira

Álborg SK88 mótið í körfu verður í Borgarnesi

Dagana 15.-16. september fer Álborg SK 88 körfuboltamótið fram í Borgarnesi í fyrsta skipti. „Stefnan er að með tímanum verði þetta helsta og virtasta æfiingamót íslensks körfubolta,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, formaður kkd. Tindastóls og hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Fjögur lið mæta til leiks í ár; Íslandsmeistarar Tindastóls, Stjarnan, KR og Höttur. Dráttur í undanúrslit fór fram við hátíðilega athöfn við Sauðárkrókshöfn.
Meira

Engin vonbrigði varðandi viðhorf og viðleitni strákanna

Lið Tindastóls spilaði síðasta leik sinn í 4. deildinni þetta sumarið s. fimmtudag en þá heimsóttu strákarnir lið KÁ á Ásvelli í Hafnarfirði. Ljóst var fyrir leikinn að Stólarnir myndu enda keppni í fjórða sæti hvernig svo sem leikir síðustu umferðar færu. Heimamenn komust yfir strax í byrjun og enduðu á að vinna leikinn 4-2.
Meira