Íþróttir

Níu marka veisla á Sauðárkróksvelli

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum í dag en þá tóku Stólarnir á móti liði Árbæjar í áttundu umferð. Liðin voru bæði um miðja deild en gestirnir þó ofan við miðlínuna en Stólarnir neðan hennar. Eftir nokkurt ströggl síðasta mánuðinn þá sýndu heimamenn sparihliðarnar og rúlluðu gestunum upp eins og gómsætri vöfflu með rjóma og rabarbarasultu. Lokatölur 7-2 og allt í gúddi.
Meira

Vel heppnuð vinnustofa um íþróttir fatlaðra

Í byrjun mánaðar héldu Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS), Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) sameiginlega vinnustofu um íþróttir fyrir fatlaða á Sauðárkróki. Vinnustofan var fyrir foreldra, forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir í sveitarfélaginu. „Vinnustofan var vel sótt og greinilegt að mikil þörf var á þessum viðburði. Miklar og góðar umræður sköpuðust um íþróttir fatlaðra í Skagafirði. Það verður gaman að vinna úr þeim punktum sem fram komu og koma þeim í farveg,“ segir Halldór Lárusson, svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi vestra.
Meira

„Ég er sveitavargur og hefur alltaf liðið vel að koma í Skagafjörðinn“

Blaðamaður Feykis hitti nýjan þjálfara meistaraflokks Tindastóls föstudaginn 7. júní þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning. Blaðamaður settist niður með Arnari og spjallaði aðeins við kauða og tók stöðuna. Fyrst var kannski að fá að vita hver Arnar Guðjónsson er en hann er sveitastrákur úr Borgarfirði, sonur tveggja íþróttakennara, sem hefur alla tíð haft ótrúlega gaman af íþróttum og fólki og lá þá kannski beinast við að fara í þjálfun.
Meira

Skáksamband Íslands stofnað fyrir 100 árum á Blönduósi

Skáksamband Íslands 100 ára – Íslandsmót haldið á Blönduósi þar sem allt byrjaði Þann 23. júní 1925 var Skáksamband Íslands stofnað í læknisbústaðnum á Blönduósi af sex skákfélögum af Norðurlandi.
Meira

Haldið upp á 30 ára afmæli Smára með pompi og prakt

Afmælishátíð Ungmenna og íþróttafélagsins Smára var haldin í gær við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Smári er 30 ára um þessar mundir en félagið varð til við samruna fjögurra ungmennafélaga en þau voru:
Meira

Meistari Arnar Björns semur til tveggja ára

Dagur Þór og kompaní hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls halda áfram að skreyta gómsæta hnallþóruna sem karlalið Tindastóls á að verða á næsta keppnistímabili. Nú hefur Sigtryggur Arnar Björnsson hripað nafn sitt á nýjan samning og ætlar að fara með okkur kátur og hress í körfuboltaferðalag næstu tvö tímabil.
Meira

Ungmenna og íþróttafélagið Smári 30 ára

Ungmenna og íþróttafélagið Smári sem starfar í Varmahlíð og sveitunum í kring er 30 ára um þessar mundir. Smári varð til við sameiningu fjögurra ungmennafélaga...
Meira

Smábæjarleikar að hefjast á Blönduósi

Smábæjaleikarnir á Blönduósi fara fram um helgina og er þetta í 21. skiptið sem þeir eru haldnir. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 8., 7., 6. og 5. flokki.
Meira

Tindastóll bætir í vopnabúrið

Meira

Drungilas semur til þriggja ára

Adomas Drungilas, hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Tindastóls til næstu þriggja ára. Drungilas hefur spilað með Tindastól frá hausti 2022
Meira