Sveinbjörn sprettir úr spori
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
29.06.2025
kl. 13.00
Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum gerði góða ferð til Maribor í Sloveníu þar sem það keppti í 3. deild Evrópubikarssins í frjálsum. Ísland sigraði með yfirburðum sem þýðir að Ísland keppir í 2. deild eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu og leiddi stigakeppnina strax frá fyrstu grein, þetta var bara spurning um með hve miklum mun íslenska liðið myndi vinna. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti.
Meira
