Tindastóll í Evrópukeppni!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
16.07.2025
kl. 09.09
Það stefnir í óvenjulegan og áhugaverðan vetur hjá karlaliði Tindastóls í körfunni en Stólarnir hafa skráð sig til leiks í European North Basketball League (ENBL) í vetur. Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að 27 lið séu skráð til leiks í keppnina sem leika í einni deild en hvert lið leikur átta leiki, það eru því fjórir heimaleikir og fjórir útileikir sem liðið spilar á tímabilinu frá október til febrúar. Eftir það er svo úrslitakeppni.
Meira
