Íþróttir

Vaskir Stólar í veseni í Vesturbænum

Tindastólsmenn léku við lið KV á KR-vellinum í Vesturbæ Reykjavíkur sl. föstudagskvöld. Stólarnir voru þá ofar í töflunni en Vesturbæingarnir voru skammt undan. Jafnt var í hálfleik eftir jöfnunarmark KV á markamínútunni en næstu tvö mörk voru heimamanna og þó Stólarnir klóruðu í bakkann þá kom jöfnunarmarkið ekki. Lokatölur 3-2.
Meira

Fjögur mörk og þrjú kærkomin stig í sarpinn

Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hófst í gærkvöldi og tvö neðstu liðin mættust í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þar tóku heimastúlkur í FHL á móti Stólastúlkum og bæði lið vildu stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn var fjörugur og jafn en reynsla Stólastúlkna og meiri gæði í fremstu víglínu skiptu sköpum. Lokatölur 1-4 og lið Tindastóls þokaði sér úr níunda sæti í það sjöunda – í það minnsta um stundarsakir.
Meira

Basile áfram með Stólunum næsta vetur

Í rilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastólst segir að Dedrick Basile hafi samið við Tindastól um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Basile var einn af burðarásum liðsins í fyrra og er endurkoma hans mikið ánægjuefni. „Ég er kominn aftur! Við eigum óklárað verkefni fyrir höndum. Let´s gooo!
Meira

Króksmót ÓB um helgina

Sumarmót knattspyrnudeildar Tindastóls eru tvö á ári: 6. flokkur stúlkna keppir helgina 21. – 22. júní 2025 en 6.-7. flokkur drengja 9.-10. ágúst 2025. Núna um helgina eru það sem sagt stelpurnar sem spreyta sig í boltanum. Spilaður er 5 manna bolti og er hver leikur 2x8 mínútur. Fyrstu leikir hefjast kl. 9:00 á laugardegi og er áætlað að síðustu leikjum ljúki fyrir kl. 15:00 á sunnudegi. Um 300 leikir verða spilaðir á þessum tíma þannig nóg verður um að vera.
Meira

Rúnar Birgir á EuroBasket í haust

Nei, Varmhlíðingurinn geðþekki, Rúnar Birgir Gíslason, hefur ekki verið valinn til þátttöku á EuroBasket með íslenska landsliðinu í körfubolta í haust. En sannarlega verður kappinn þar því þau ánægjulegu tíðindi bárust KKÍ nú fyrir skömmu að honum hefur verið raðað sem eftirlitsmanni á EuroBasket karla í haust. „Það verða því ekki bara strákarnir okkar sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd í Póllandi heldur verður okkar fulltrúi í einu hinna landanna sem eru gestgjafar í mótinu,“ segir í frétt á vef KKÍ.
Meira

Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum

Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.
Meira

Kaflaskipt í Kaplakrika

Kvennlaið Tindastóls hélt suður í Hafnarfjörðinn síðastliðinn mánudag en þar beið svarthvítt lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar eftir þeim. FH-liðið hefur verið flott í sumar og náð í marga sterka sigra og eru fyrir vikið í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Leikurinn reyndist kaflaskiptur því gestirnir bitu vel frá sér í fyrri hálfleik en sá síðari var því miður eign FH frá upphafi til enda. Lokatölur 5-1.
Meira

Önnur tilraun til að halda kynbótasýningu á Hólum

Vorin eru uppskerutími hrossabænda en þá mæta þeir með merar sínar og stóðhesta á kynbótasýningar. Þar eru hrossin vegin og mæld og riðið fyrir dómnefnd skipaða þremur sérfræðingum.
Meira

Skákmótið Húnabyggð Open 2025

Huni.is segir frá því að á föstudaginn 20. júní verður haldið skákmótið Húnabyggð open sem er í tengslum við skákhátíðina sem stendur yfir á Blönduósi og lýkur þann 21. júní. Enn er hægt að skrá sig til leiks.
Meira

Víðismenn í vandræðum á Blönduósi

Það var spilað á Blönduósvelli í gær við fínar aðstæður en þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti liði Víðis í Garði. Liðin voru bæði í neðri hluta 2. deildar en Húnvetningar með einu stigi meira og leikurinn því mikilvægur fyrir bæði lið. Það fór svo að Húnvetningar voru sterkara liðið og unnu sanngjarnan 2-0 sigur og komu sér enn á ný upp í efri hluta deildarinnar.
Meira