Íþróttir

Kórdrengirnir í Kára teknir til bæna á Blönduósi

Það var brjálað stuð á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt tók á móti kórdrengjunum í Kára af Akranesi. Liðin mættust fyrr í sumar í miklum hasarleik og ekki vantaði hasarinn í dag. Gestirnir voru 0-2 yfir í hálfleik en heimamenn komu í vígamóð til leiks í þeim síðari og skoruðu þá fjögur mörk og unnu leikinn því 4-2. Heldur betur stór sigur og Húnvetningar sitja sem fastast í öðru sæti 3. deildar en öll fjögur toppliðin unnu sína leiki í dag og spennan því áfram mikil.
Meira

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

Stólarnir höfðu yfirburði gegn Hlíðarendapiltum

Lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í kvöld á Sauðárkróksvelli í 15. umferð 4. deildar. Stólarnir voru í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig fyrir leik en lið KH í sjötta sæti með 20 stig. Ekki var það að sjá á spilamennsku liðanna að þau væru á svipuðum slóðum í deildinni því yfirburðir Tindastóls voru talsverðir og úrslit leiksins, 4-0, fyllilega verðskulduð.
Meira

„Þurfum bara að vinna þá leiki sem eftir eru“

„Stemningin er mjög góð og hefur verið það allt timabilið. Held að menn séu löngu búnir að átta sig á þvi að við séum að fara berjast um sæti i 2 deild á næsta ári. Hópurinn er mjög vel tengdur og það verður spennandi að sjá hvað gerist í þeim [fimm] leikjum sem eru eftir,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar þegar Feykir spyr hvernig stemningin sé í hópnum en liðið er í góðum séns með að tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn í stuttri sögu sinni.
Meira

Blússandi byr hjá Húnvetningum í boltanum

Bleiki valtarinn rauk í gang í kvöld þegar lið Ýmis úr Kópavogi mætti liði Húnvetninga í 3. deildinni. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn á Blönduósi gert sjö mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lið Kormáks/Hvatar er því enn sem fyrr í öðru sæti 3. deildar þegar fimm umferðir eru eftir. Staðan er vænleg en eftir eru nokkur sleip bananhýði og það fyrsta er heimaleikur gegn liði Kára frá Akranesi nú um helgina.
Meira

Hundrað marka Murr með geggjað mark í merkissigri á Þrótti

Það er óhætt að segja að Stólastúkur hafa hingað til ekki sótt gull í greipar Þróttara sem nú eru eitt albesta lið landsins. Í það minnsta man Bryndís Rut fyrirliði ekki til þess að hafa unnið Þrótt. Það má því kannski segja að það hafi ekki margir verið vongóðir um að lið Tindastóls færi á splunkunýjan gervigrasvöll þeirra reykvísku og tækju stigin þrjú með sér norður. En það var einmitt það sem gerðist í gærkvöldi. Gott skipulag, gæði og gríðarleg vinnusemi – og kannski pínu lukka – sáu til þess að Stólastúlkur sigruðu Þrótt 0-2. Seinna markið var af rándýrari gerðinni og hundraðasta mark Murr fyrir lið Tindastóls.
Meira

María Anna og Cosmin Blagoi semja um að þjálfa hjá Tindastóli

Undirskriftapenninn er í fullri notkun hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls og vissara að Dagur Baldvins og félagar kanni blekstöðuna fyrr en síðar. Ekki var nóg með að í gær hafi verið tilkynnt um að fjölmeistarinn Callum Lawson hefði samið um að spila með meistaraflokki karla því einnig var tilkynnt að unglingaráð hefði samið við Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttur og Cosmin Blagoi um að þjálfa yngri flokka félagsins. Blagoi mun einnig aðstoða Helga Margeirs með meistaraflokk kvenna og akademíu FNV.
Meira

„Mér líður frábærlega“

...sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann hvernig honum liði eftir að Stólastúlkurnar hans báru loks sigurorð af Þrótti Reykjavík. Ef Feyki förlast ekki þá er þetta fyrsti sigur Tindastólsliðsins á Þrótti en liðin hafa mæst nokkuð oft síðustu árin og aldrei hafa Stólastúlkur sótt sigur í greipar þeirra röndóttu. Óvæntur 0-2 sigur á útivelli í kvöld gæti reynst ómetanlegur í baráttunni um að halda sæti í Bestu deildinni en lið Tindastóls er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
Meira

Hvalreki á fjörur Tindastóls

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að enski körfuknattleiksmaðurinn Callum Lawson, sem gert hefur garðinn frægan hérlendis með Val og þar áður Þór Þorlákshöfn, leiki með Tindastóli á komandi keppnistímabili íslenska körfuboltans.
Meira

Króksmótið heppnaðist ljómandi vel þrátt fyrir þokusudda

Króksmótið í knattspyrnu fór fram um helgina. Á Króksmóti spila strákar (og pínu af stelpum) í 6. og 7. flokki. Þó veðurspáin gerði ráð fyrir björtu veðri og fallegu þá gaf ískaldur og hnausþykkur þokubakki veðurfræðingum langt nef og sá til þess að keppendur og fylginautar skulfu úr kulda á laugardeginum. Þokunni létti þegar leið á sunnudagsmorgun og 600 keppendur á mótinu gátu farið að þoka sér úr yfirhöfnunum.
Meira