Íþróttir

Fjölmennt í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Þórsara

Fyrsti æfingaleikur karlaliðs Tindastóls í körfubolta fór fram í gærkvöldi en það voru Þórsarar sem þræddu þjóðveginn úr Þorlákshöfn alla leið í Síkið eina og sanna. Ekki er nema um vika síðan allir leikmenn Stólanna komu fyrst saman til æfinga en samkvæmt Körfunni.is þá leiddu heimamenn frá fimmtu mínútu og allt til leiksloka. Lokatölur 95-83.
Meira

Ég elska þetta

Karlalið Tindastóls í fótboltanum lyfti sér loks upp um deild þegar liðið lagði Árborg í toppslag 4. deildar og tryggði sér sæti í 3. deild að ári. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Dominic Furness. Mörgum hefur þótt hryggilegt að Stólarnir hafi verið þetta neðarlega í karlafótboltanum en ferill liðsins síðustu áratugina hefur verið rússíbanareið. Liðið hefur aldrei komist í efstu deild en á bestu tímabilum hafa strákarnir verið í næstefstu deild og svo flakkað talsvert þar fyrir neðan. Það er í það minnsta ljóst að Tindastólsfólki finnst ekki að liðið eigi heima í neðstu deildunum.
Meira

Benni er alltaf spenntur þegar það er stutt í nýtt tímabil

„Já, við erum búin að koma okkur fyrir og erum að elska lífið á Króknum. Við erum einnig búin að vera mikið á ferðinnni að ferja dót og eigum eftir að ná í meira dót – okkur líður rosalega vel hérna,“ segir Benedikt R. Guðmundsson, þjálfari Tindastóls í körfunni, þegar Feykir spurði hann hvort hann væri búinn að koma sér fyrir á Króknum. Nú styttist í alvöruna en fyrsti æfingaleikur haustsins er annað kvöld í Síkinu og því rétt að athuga með þrýstinginn hjá þjálfaranum.
Meira

Donni vill læti á laugardaginn

„Nú næsta laugardag eftir tæpa viku spilar úrvalsdeildarlið Tindastóls gríðarlega mikilvægan leik við Fylki. Við erum lang minnsta samfélagið á bakvið efstu deildarlið í fótbolta og það er gríðarlegt afrek. Þetta er síðasti heimaleikur sumarsins og það er tækifæri til að taka allt á næsta stig, styðja af krafti og hjálpa til við að Tindastóll eigi áfram lið í efstu deild á Íslandi í knattspyrnu,“ segir Donni þjálfari Stólastúlkna í fótboltanum og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á völlinn.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn hjá stelpunum um helgina

„Já, ég er sáttur. Leikmenn mættu til æfinga í góðu ástandi þannig að ég sé að stelpurnar voru að æfa í sumar. Í gærkvöldi var önnur æfing okkar með fullt lið og fyrsta skiptið sem við gátum spilað 5 á 5,“ sagði Israel Martiin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bónus deildinni þegar Feykir innti hann eftir því hvort hann væri ánægður með hópinn sinn.
Meira

Krefjandi golfveður á öllum vígstöðum

Um sl. helgi var nóg um að vera hjá unga fólkinu í Golfklúbbi Skagafjarðar. Á Króknum fór fram FISK mótið – unglingamótaröð fyrir 15-18 ára og á Reykjavíkursvæðinu var Íslandsmót golfklúbba fyrir 12 ára og yngri. Veðurspáin fyrir helgina var ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir og setti strik í reikninginn á báðum mótum en þrátt fyrir krefjandi aðstæður kláruðu allir sitt og voru sér og félaginu til sóma. 
Meira

Góður árangur skagfirskra pílukastara

Íslandsmót félagsliða í pílukasti fór fram um helgina og sendi Pílukastfélag Skagafjarðar fullmannað lið til keppni í karlaflokki. Leikið var bæði laugardag og sunnudag. Byrjað var á tvímenning og komust tvö af fjórum liðum upp úr riðlum, Arnar Már og Þórður Ingi duttu út í 16 liða úrslitum en Arnar Geir og Jón Oddur voru slegnir út í 8 liða úrslitum.
Meira

Aldís María með sigurmarkið gegn Keflavík

„Þessi var risastór og mikilvægur fyrir okkur. Mér fannst þessi leikur spilast nokkurn veginn eins og við vildum. Náðum fyrsta markinu sem var mjög mikilvægt og heilt yfir þá fékk Keflavík ekkert færi af viti í leiknum fyrir utan markið. Við erum mjög ánægð með varnarleikinn í heild sinni og sóknarleikurinn var þokkalegur og við fengum okkar færi eins og venjulega. Virkilega sterkt að skora tvö góð mörk,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna eftir mikilvægan 2-1 sigur á liði Keflavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppni neðrii liðanna í Bestu deildinni.
Meira

Kobbatvennur komu Kormáki/Hvöt í bobba

Kormákur/Hvöt heimsóttir Húsavík í dag þar sem lið Völsungs beið þeirra en Þingeyingar sátu í öðru sæti 2. deildar fyrir leikinn. Húnvetningar eru hins vegar í fallbaráttu en ætluðu sér stig. Eftir ágætan en markalausan fyrri hálfleik fór sú von út um gluggann og í hvalskjaft á Skjálfanda. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn gert fjögur mörk en gestirnir ekkert.
Meira

Til hamingju Tindastóll!

Lið Tindastóls lék í dag við Árborg en um var að ræða toppslaginn í 4. deild. Eitt stig dugði til en það fór vel á því að eina mark leiksins gerði þjálfarinn okkar frábæri, Dominick Furness, og það á sjálfri markamínútunni – þeirri 43. Í leikslok lyftu Stólarnir því bikarnum fyrir sigur í 4. deild og fögnuðu innilega með stuðningsmönnum liðstins. Til hamingju Tindastóll!
Meira