Íþróttir

Stelpurnar taka á móti Skallagrími í kvöld

Undirbúningur meistaraflokka Tindastóls í körfunni stendur nú sem hæst og hafa æfingaleikir farið fram undanfarnar vikur. Í kvöld taka stelpurnar á móti Skallagrími í enn einum æfingaleiknum og hefst hann 20:00 í Síkinu.
Meira

Tveir Norðurlandsmeistarar hjá GSS

Golfklúbbur Sauðárkróks hefur verið öflugur í starfi sínu í sumar og eignaðist m.a. tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri. Á heimasíðu GSS kemur fram að úrslit í holukeppni Golfklúbbs Sauðárkróks hafi ráðist í lok ágúst og varð Rafn Ingi Rafnsson holukeppnismeistari GSS árið 2019 en hann hafði betur í spennandi leik á móti Telmu Ösp Einarsdóttur.
Meira

Stólarnir kvöddu 2. deildina með vissum stæl

Síðasta umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin í gær og liðsmenn Tindastóls fengu það strembna verkefni, löngu fallnir, að skjótast á Ísafjörð þar sem Bjarni Jóh og lærisveinar hans í Vestra þurftu sigur til að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Það er skemmst frá því að segja að lið Tindastóls tapaði leiknum með miklum myndarbrag og stakk sér þar með ofan í þriðju deild með stæl. Lokatölur voru 7-0 fyrir Vestra.
Meira

Frábær sigur á Skagastúlkum dugði ekki fyrir sæti í Pepsi Max-deildinni

Stærsti leikurinn í sögu fótboltans á Króknum fór fram í kvöld en þá spiluðu Stólastúlkur síðasta leik sumarsins í Inkasso-deildinni og voru enn í möguleika með að komast upp í efstu deild. Þrátt fyrir dramatískan sigur á liði ÍA komst liðið þó ekki upp í deild hinna bestu því FH vann nauman 1-0 sigur á liði Aftureldingar og tryggðu sér því annað sætið í Inkasso. Lokatölurnar á Króknum voru hins vegar 4-1 og Murielle Tiernan tryggði sér markakóngstitilinn með því að skora tvö markanna.
Meira

Stærsti fótboltaleikurinn í sögu Tindastóls í kvöld

Síðasta umferðin í Inkasso-deild kvenna fer fram í kvöld og ef blaðamanni skjátlast ekki þá er þetta í fyrsta sinn í sögu Tindastóls sem meistaraflokkslið félagsins á möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild í lokaumferð Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram á gervigrasinu á Króknum, hefst kl. 19:15, og eru stuðningsmenn Stólastúlkna hvattir til að fjölmenna. Frítt er á völlinn í boði Þórðar Hansen ehf.
Meira

Margrét Rún og Marsilía á hæfileikamóti KSÍ

Þær Margrét Rún Stefánsdóttir, og Marsilía Guðmundsdóttir úr Tindastól hafa tekið þátt í fjölmörgum hæfileikamótum hjá KSÍ undanfarin tvö ár. Um síðustu helgi voru þær valdar til þess að fara suður yfir heiðar og spila nokkra leiki í Kórnum með u.þ.b. 60 öðrum stelpum úr ýmsum liðum af öllu landinu. Báðar eru þær 14 ára og eiga því möguleika á að vera valdar í U15.
Meira

Stelpurnar í körfunni undirbúa sig fyrir átök vetrarins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls og stjórn körfuboltadeildar mættu sl. sunnudag í sýndarveruleikasýningu 1238 – Baráttan um Ísland á Sauðárkróki sem á dögunum bættist í hóp samstarfsaðila deildarinnar. Á Faebooksíðu 1238 segir að auk þess að kynna sér Sturlungaöldina og gæða sér á veitingum á Gránu Bistro prufuðu leikmenn nýjan leiktækjasal þar sem m.a. er hægt að spila litbolta og prófa ýmiskonar tölvuleiki.
Meira

Húnvetningar enduðu í fjórða sæti 4. deildar

Á laugardag mættust lið Kormáks/Hvatar og Hvíta riddarans í leik um bronsverðlaunin í 4. deild. Leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og ekki fór bronsið norður því það voru Mosfellingarnir sem höfðu betur og sigruðu 4-3.
Meira

Sigur í síðasta heimaleiknum

Þeir voru í það minnsta þrír Kárarnir sem heiðruðu Sauðárkróksvöll með nærveru sinni í dag þegar Tindastóll lék síðasta heimaleik sinni í 2. deildinni í bili. Það var nefnilega lið Kára frá Akranesi sem var andstæðingur Tindastóls, í liði Kára var Eggert Kári og svo var það Kári vindur sem setti kannski mest mark sitt á leikinn því það var bæði rok og rigning á meðan hann fór fram. Tindastólsmönnum tókst að leggja gestina að velli og sigruðu 3-2.
Meira

Draumurinn lifir!

Já! „Dömur mínar og herrar. Draumurinn lifir!“ segir Jónsi, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, á Facebook í kvöld. Draumurinn um að komast upp í Pepsi Max, úrvalsdeildina í kvennaboltanum. Þegar ein umferð er eftir er lið Tindastóls aðeins tveimur stigum á eftir liði FH sem situr í öðru sæti Inkasso-deildarinnar og ef Hafnfirðingarnir misstíga sig í lokaumferðinni þá gætu Stólastúlkur vaknað upp við þann ótrúlega veruleika að leika í efstu deild næsta sumar. Stelpurnar spiluðu við ÍR í kvöld í Breiðholtinu og unnu öruggan 0-4 sigur.
Meira