Íþróttir

„Það er mjög gaman að vera hluti af þessu liði“ segir Gwen Mummert

Það var ljóst fyrir tímabilið í Bestu deildinni að lið Tindastóls yrði að styrkja sig. Augljóslega þurfti að finna markvörð í stað Amber Michel sem ákvað að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Í hennar stað kom Monica Wilhelm og á sama tíma gekk Gwen Mummert til liðs við Stólastúlkur. „Gwen er gríðarlega sterk og fljót, er góð á boltanum, með góðar sendingar og mjög sterk i föstum leikatriðum. Mörg lið voru á höttunum eftir Gwen og mikil ánægja er með að hún hafi valið að koma á Krókinn,“ sagði Donni þjálfari við Feyki þegar þær stöllur voru kynntar til sögunnar.
Meira

Mikið kredit á Atla og Orra

Feykir sagði frá því fyrr í dag að lið Kormáks/Hvatar hefði borið sigurorð af liði Árbæjar í 3. deildinni. Leikurinn var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í 2. deild að ári og nú hafa Húnvetningar fimm stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar, Árbæ, þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan er því afar vænleg. Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar svaraði spurningum Feykis í leikslok.
Meira

Stólarnir sitja sem fastast í þeirri fjórðu

Nú þegar ein umferð er eftir af keppni í 4. deildinni í knattspyrnu er ljóst að fjórða sætið verður hlutskipti Tindastóls en draumurinn um sæti í 3. deild fékk frekar nöturlegan endi þegar Kópavogspiltar í KFK gerðu sex mörk á Króknum í dag. Leikurinn var reyndar ansi fjörugur í sunnanrokinu en heimamenn voru helst til of gjafmildir í varnarleiknum og lokatölur 3-6.
Meira

Hungraðir Húnvetningar hirtu stigin í toppslagnum

Það var stórleikur á Blönduósvelli í dag þegar að segja má hreinn úrslitaleikur um sæti í 2. deild fór fram. Heimamenn í Kormáki/Hvöt tóku þá á móti liði Árbæjar sem var tveimur stigum á eftir og hafði verið á mikill siglingu í deildinni, höfðu unnið í það minnsta fjóra leiki í röð og á meðan bleiki valtarinn var farinn að hiksta. Heimamenn komu lemstraðir til leiks með tvo lykilmenn í banni og urðu að planta fyrirliðanum í markið. Tvívegis náðu gestirnir forystunni í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn, jöfnuðu í tvígang og hirtu síðan öll stigin í uppbótartíma. Lokatölur því 3-2 og ævintýri Húnvetninga heldur áfram.
Meira

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira

Vill sjá Tindastólsfólk fjölmenna á völlinn

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna krækti í sjöunda sætið í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli við Norðurlandsrisann Þór/KA á sunnudaginn. Stelpurnar okkar náðu að hala inn 19 stig í 18 leikjum sem er fimm stigum meira en í Pepsi Max deildinni fyrir tveimur árum. Feykir lagði nokkrar léttar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Donna Sigurðsson, því ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið – úrslitakeppni um að halda sæti í Bestu deild að ári hefst um næstu helgi.
Meira

Hvaða íþrótt ætlar þú að æfa í vetur?

Vetrarstarf Tindastóls hófst í dag, mánudaginn 28. ágúst. Tindastóll býður upp á öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og ættu allir að geta fundið íþróttir við sitt hæfi. Börnum á grunnskólaaldri er boðið að koma og prófa íþróttir hjá öllum deildum dagana 28. ágúst til 1. september.
Meira

Deildarmeistarar í flokki 12 ára og yngri

Golfklúbbur Skagafjarðar sendi í fyrsta skipti drengjasveit á Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri en mótið fór fram dagana 25.-27. ágúst og var leikið á þremur keppnisvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Leikið er eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.
Meira

Stólastúlkur kræktu í sjöunda sætið

Síðasta umferðin í deildarkeppni Bestu deildar kvenna fór fram í dag og fyrir umferðina var ljóst að lið Tindastóls, Keflavíkur, ÍBV og Selfoss yrðu í botnsætunum fjórum. Til að bæta stöðu sína í úrslitakeppninni þurftu liðin að næla í stig en í dag var lið Tindastóls eina liðið sem nældi í stig – reyndar bara eitt en það var í fyrsta sinn sem Stólastúlkur ná í stig gegn Akureyringum. Liðin mættust í blíðuveðri á Króknum og úr varð æsispennandi markalaust jafntefli.
Meira

Til stuðnings konum sem verða fyrir kynferðislegum árásum og misnotkun eða áreitni

„Þetta merki er krafa um kvenréttindi, sett fram í kjölfar þess sem gerðist á úrslitaleik Heimsmeistaramóts kvenna. Leikmaður spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari, Jennifer Hermoso, varð fyrir líkamlegri áreitni af hendi forseta spænska knattspyrnusambandsins,“ tjáði Marta Vives, leikmaður Tindastóls, blaðamanni Feykis en hún og stalla hennar, Beatriz Salas báðu um að fá þessa mynd tekna af þeim.
Meira