Leik lokið eftir 24 mínútur í Víkinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.08.2024
kl. 10.02
Hamingjunni var misskipt á heimavelli Víkinga í gær sem oft er kenndur við hamingjuna. Þangað mættu Stólastúlkur í gærkvöldi en fyrstu mínútur leiksins hefði mátt halda að liðið hefði mætt til leiks í vöðlum í vætuna í Víkinni. Eftir fimm mínútur voru heimastúlkur komnar í 2-0 og eftir 24 mínútur var staðan 4-0. Vont versnaði ekki mikið í síðari hálfleik þannig að Stólarútan silaðist norður í land með ljótt 5-1 tap á bakinu.
Meira