Íþróttir

Fann taktinn þegar leið á kvöldið

„Mér fannst ganga vel, ég var að skora vel og leið vel með hvernig ég var að spila,“ segir Arnar Geir Hjartarson, pílukastari frá Pílukastfélagi Skagafjarðar, þegar Feykir spyr hvernig honum hafi fundist ganga hjá sér í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í pílu en hann var mættur í Bullseye sl. miðvikudagskvöld. „Ég var nokkuð stöðugur í gegnum alla leikina og náði að spila betur þegar á reyndi á móti sterkari andstæðing. Útskotin gengu ekki alveg nógu vel í byrjun, smá stress og spenna, en svo fann ég taktinn þegar leið á kvöldið,“ sagði kappinn.
Meira

Ismael með tvö á Grenivík og eitt stig til Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar færðist risastóru hænuskrefi nær 2. deildinni í dag þegar enn eitt markið í uppbótartíma færði liðinu eitt stig á erfiðum útivelli á Grenivík. Ismael Moussa gerði bæði mörk liðsins í dag og er nú orðinn markahæstur í 3. deild með 17 mörk og heldur betur búinn að vera drjúgur í sumar. Lokatölur á Grenivík 2-2 eftir að staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Magna.
Meira

Atli Víðir og Ingvi Þór píluðu til sigurs

Fyrst pílumótið eftir sumarfrí fór fram í gærkvöldi hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar. Spilaður var svokallaður tvímenningur en tíu lið mættu til leiks. Fram kemur í færslu á Facebook-síður félagins að kvöldið hafi verið virkilega skemmtilegt og mikil stemning. Það voru þeir Atli Víðir og Ingvi Þór Óskarsson sem fóru með sigur af hólmi en þeir lögðu feðgana Einar Gíslason og Hlyn Frey Einarsson í úrslitaleik
Meira

Aðstoðarþjálfari og styrktarþjálfarar klárir í slaginn

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að framlengdir hafa verið samningar við þá Svavar Atla Birgisson, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, og Ísak Óla Traustason, styrktarþjálfara meistaraflokks karla. Daníel Þorsteinsson er aftur á móti nýr í brúnni en hann hefur verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna og Körfuboltaakademínu FNV.
Meira

Húnvetningar herja á Grenivík

Það hafa mörg fótboltaliðin farið fýluferð til Grenivíkur í gegnum tíðina. Lið Kormáks/Hvatar gírar sig nú glaðbeitt upp í ferð á víkina Grenis því á morgun spila Húnvetningar 21. leik sumarsins og með hagstæðum úrslitum gætu þeir tryggt sér sæti í 2. deild þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.
Meira

Arnar Geir í eldlínunni í kvöld

Úrvalsdeildin í pílu er farin af stað á ný á nýju tímabili. Mótið fer fram á Bullseye, í gamla Austurbæ í Reykjavík, áttamiðvikudaga í röð. Keppt er í átta riðlum og eru fjórir keppendur í hverju riðli. Einn fulltrúi frá Pílukastfélagi Skagafjarðar er á meðal keppenda en það er Arnar Geir Hjartarson. Mótið hófst í síðustu viku en í kvöld opnar Arnar Geir píluveskið í beinni útsendingu á Stöð2Sport og mun að sjálfsögðu gera sitt allra besta.
Meira

Góður árangur á Norðurlandamóti í Álaborg

Um síðustu helgi tóku fjórir keppendur frá Skotfélaginu Markviss þátt fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti í haglagreininni Norrænt Trapp (Nordisk Trap) sem fram fór á skotsvæði eins skotfélaganna í Álaborg (Aalborg flugtskydningsforening). Er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingum er boðið að taka þátt í þessu móti en auk íslands mættu Færeyingar einnig til keppni, ásamt Norðmönnum, Svíum og Dönum.
Meira

Emma Katrín og Júlía María gerðu gott mót í Fredrikshavn

Um helgina fór stórt badmintonmót fram í Arena Nord í Fredrikshavn í Danmörku, alls voru um 340 þátttakendur skráðir til leiks og þar af 50 frá Íslandi. Á heimasíðu Tindastóls er sagt frá því að í íslenska hópnum voru tveir þátttakendur frá Badmintondeild Tindastóls, þær Emma Katrín og Júlía Marín Helgadætur.
Meira

Stóla- og Keflavíkurstúlkur skiptu með sér stigunum

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust á Sauðárkróksvelli í dag í fyrstu umferð úrslitakeppni liðanna í neðri hluta Bestu deildarinnar. Suðvestan strekkingur setti talsvert strik í leikinn en var þó ekki það strembinn að ekki væri hægt að spila boltanum. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Stólastúlkur jöfnuðu eftir klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1 og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
Meira

„Það er mjög gaman að vera hluti af þessu liði“ segir Gwen Mummert

Það var ljóst fyrir tímabilið í Bestu deildinni að lið Tindastóls yrði að styrkja sig. Augljóslega þurfti að finna markvörð í stað Amber Michel sem ákvað að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Í hennar stað kom Monica Wilhelm og á sama tíma gekk Gwen Mummert til liðs við Stólastúlkur. „Gwen er gríðarlega sterk og fljót, er góð á boltanum, með góðar sendingar og mjög sterk i föstum leikatriðum. Mörg lið voru á höttunum eftir Gwen og mikil ánægja er með að hún hafi valið að koma á Krókinn,“ sagði Donni þjálfari við Feyki þegar þær stöllur voru kynntar til sögunnar.
Meira