feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
06.06.2025
kl. 10.53
oli@feykir.is
Það verður hellingur af fótbolta spilaður um hvítasunnuhelgina og hefst veislan í kvöld þegar lið Vals mætir í heimsókn á gervigrasið á Króknum þar sem Stólastúlkur bíða þeirra. Um er að ræða leik í áttundu umferð Bestu deildarinnar og aldrei þessu vant eru liðin á svipuðum slóðum í deildinni, lið Vals í sjöunda sæti með átta stig og Tindastóll í áttunda sæti með sex stig. Leikurinn hefst kl. 18 og útlit fyrir ágætt fótboltaveður.
Meira