Íþróttir

Garðbæingar lögðu lið Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar spilaði um helgina fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum og var spilað á Samsungvellinum í Garðabæ. Andstæðingurinn var lið KFG sem spilar í 2. deildinni í sumar líkt og lið Húnvetninga. Garðbæringarnir reyndust sterkari á svellinu í þetta skiptið og unnu 4-1 sigur.
Meira

Óskar Smári hafði betur í baráttunni um montréttinn í Brautarholti

Það voru ekki bara körfuboltastúlkurnar sem máttu þola grátlegt tap í gær því knattspyrnustúkurnar máttu bíta í sama súra eplið þegar þær spiluðu við lið Fram í Lengjubikarnum. Spilað var á Lambhafavellinum sunnan heiða og tryggðu heimastúlkur sér sigur í leiknum með marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-1.
Meira

Grátlegt tap Stólastúlkna í Síkinu í gærkvöldi

Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Hamars/Þórs í gærkvöldi í 17. umferð Bónus deildarinnar. Leikurinn var báðum liðum mikilvægur enda skiptir hver sigur máli í baráttunni um að halda sætinu í efstu deild. Það fór svo í kvöld að gestirnir reyndust sterkari og höfðu sigur eftir æsispennandi lokamínútur, gerðu sigurkörfu leiksins þegar þrjár sekúndur voru eftir og lokatölur 94-96.
Meira

Martín á von á hraðara og fjölhæfara liði Stólastúlkna

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilar á morgun við lið Hamars/Þórs í Bónus deildinni og verður leikið í Síkinu. Leikurinn hefst kl. 19:15 en verið er að spila næstsíðustu umferðina í deildarkeppninni. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Tindastóls síðan í síðasta leik en Paula og Sarr hafa yfirgefið skútuna en í þeirra stað eru komnar Zuzanna og Dinga. Feykir sendi nokkrar spurningar á þjálfara liðsins, Israel Martín, og byrjaði á að spyrja út í breytingarnar á hópnum og hverju þær muni breyta.
Meira

Donni spenntur fyrir þeim erlendu leikmönnum sem Tindastóll er að reyna að landa

Stólastúlkur fóru af stað í Lengjubikarnum um síðustu helgi og ekki var byrjunin sú sem þjálfara og leikmenn hafði kannski dreymt um, 9-0 tap gegn erkifjendunum í Þór/KA. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara, forvitnaðist um samningsmál leikmanna, leikinn gegn Fram um næstu helgi og fleira.
Meira

Brasilíumaður í bleikt

Feykir gaf í skyn fyrr í vikunni að ekki væri ólíklegt að lið Kormáks/Hvatar yrði búið að bæta við leikmanni áður en liðið spilaði fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum nú um helgina. Það stóð heima því meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur gengið frá samningum við brasilíska sóknarmiðjumanninn Matheus Bettio Gotler um að leika með liðinu í sumar.
Meira

Planið hans Lalla fauk út um gluggann í Síkinu

Lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar mættust í Síkinu í gærkvöldi í Bónus deildinni. Leikirnir gegn Þórsurum hafa í gegnum tíðina boðið upp á hitt og þetta og ekki á vísan að róa varðandi úrslit. Það hefur ekki alltaf dugað heimamönnum að ná góðri forystu gegn liði Þórs en það var akkúrat það sem gerðist í byrjun leiks í gær. Gestirnir voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Stólarnir fundu fjölina þegar á þurfti að halda og sigldu heim góðum sigri. Lokatölur 109-96.
Meira

Skagfirska mótaröðin farin af stað

Fyrsta mót Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram 11. febrúar á þriðjudaginn og var einstaklega gaman að sjá hversu góð skráning var og gaman að sjá allt fólkið í stúkunni á þessu fyrsta móti vetrarins segir á Facebook-síðu Hestamannafélagsins Skagfirðingi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins. 
Meira

Unglingaráðið í körfunni komið með VEO LIVE myndavél

Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fékk um miðjan janúar að gjöf frá Fisk Seafood sérstaka íþróttamyndavél sem tekur upp og streymir frá leikjum í beinni útsendingu. Þessi gjöf er nú þegar farin að nýtast einkar vel því vélin var strax tekin í notkun og búið að sýna frá nokkrum leikjum. Nú geta allar ömmur og afar fylgst með í stofunni heima, frændur og frænkur erlendis frá eða foreldrar og aðrir forráðamenn sem komast ekki á alla leiki. Þá nýtist vélin einnig í þjálfun, en þjálfarar geta nú horft á upptökur af leikjum og greint tækifæri til bætinga. 
Meira

Hjólaferðaþjónusta - viðburður

Hjólreiðar eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti, bæði hvað varðar ferðalög til og frá vinnu en einnig í frístundum. Hjólaferðamennsku hefur einnig vaxið fiskur um hrygg undanfarið og þann 24. febrúar næstkomandi býður Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra upp á spennandi viðburð þar sem skoðaðir eru möguleikar í hjólaferðaþjónustu og hvernig hægt er að nýta hjólreiðar sem hluta af öflugri ferðaþjónustu, segir á heimasíðu Húnþings vestra.
Meira