Íþróttir

Kynning á Pílu fyrir krakka

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.
Meira

Tindastól spáð titlinum

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna var opinberuð á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Íslandsmeisturum Tindastóls er spáð efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á komandi tímabili. Tindastóll fékk 340 stig af 396 mögulegum stigum. Val er spáð öðru sætinu og það sem er kannski stóra fréttin í þessari spá að nýliðunum í Álftanesi er spáð þriðja sætinu.
Meira

Kaffi Króks mótaröðin í pílu farin af stað

Fyrsta innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var haldið í gærkvöldi en þá var fór fram fyrsta keppni í Kaffi Króks mótaröðinni. Keppt var í fjórum deildum þar sem keppendur röðuðu sér niður eftir sínu meðaltali. Eftir hvert mót verður meðaltal mótsins skoðað og raðað niður í deildir fyrir næsta mót sem verður eftir hálfan mánuð.
Meira

Valsmenn meistarar meistaranna

Körfuboltatímabilið fór formlega af stað í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti bikarmeisturum Vals í leiknum Meistarar meistaranna. Leikurinn var ansi fjörugur en á löngum köflum voru heimamenn ansi villtir í sínum leik. Gestirnir náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta og Stólarnir náðu aldrei í skottið á þeim eftir það. Það fór því svo að Valsmenn unnu fjórða leikinn í Síkinu í röð, að þessu sinni 72-80, og kannski er þetta bara orðið nóg í bili.
Meira

Erfið lokahelgi frábærs tímabils hjá stelpunum

Norðvesturúrvalið í 3. og 2. flokki (Tindastóll, Hvöt, Kormákur og Fram) spilaði síðustu leiki sína þetta sumarið nú um helgina. Fyrst mættu stelpurnar í 2. flokki sameinuðu liði Þórs/KA/Völsungs 2 í leik þar sem spilað var um sæti í A-deild og höfðu gestirnir betur, 3-5. Í dag spilaði síðan 3. flokkur gegn liði FH/ÍH en sá leikur endaði 0-6 og gestirnir tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Meira

Stórleikur hjá 2. flokki kvenna á laugardag

Fótboltastelpurnar á Norðurlandi vestra hafa heldur betur sýnt takta í sumar. Nú á fimmtudagskvöldið spilaði 2. flokkur Tindastóls, Kormáks, Hvatar og Fram sinn síðasta leik í B-riðli Íslandsmótsins og var andstæðingurinn Haukar. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og fór svo að Norðvestur-úrvalið vann leikinn 2-4 og endaði efst í riðlinum, fékk 30 stig í 12 leikjum.Á morgun, laugardag, spila stelpurnar síðan við Þór/KA/Völsung 2 á Sauðárkróksvelli þar sem sætið í A-deild er í húfi.
Meira

Íþróttavika á Skagaströnd

UMF Fram á Skagaströnd hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá fyrir Be active íþróttavikuna, dagana 23.-30. september. Þau hvetja alla til að taka þátt og nokkuð ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð

Inn á vef Húnabyggðar segir frá íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Meira

„Þetta er vítamínsprauta,“ segir Pétur Ara

„Þrátt fyrir að þetta sé geggjaður árangur þá væri sennilega of djúpt í árina tekið að setja þetta sem mesta íþróttaafrek Húnvetninga. Hvöt hefur áður verið í þriðju efstu deild, þannig að þetta er jöfnun hvað varðar knattspyrnu og bara frábært. Við eigum síðan endalaust mikið af afreksfólki í gegnum tíðina t.d. í frjálsum og fleiru,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, aðspurður um afrek Kormáks/Hvatar að sigla fullri ferð upp í 2. deild.
Meira

Meistari meistaranna

Nú verður hitað upp fyrir veturinn með körfuboltaveislu í Síkinu sunnudaginn 24.september, þegar Íslandsmeistararnir í Tindastól bjóða bikarmeistarana í Val í heimsókn og spila um titilinn Meistari meistaranna. Dómarar verða væntanlega mættir með nýja samninga uppá vasann til að blása flautur 19:15. Hamborgararnir, Tindastólsvarningurinn og árskortin verða til sölu á staðnum.
Meira