Íþróttir

Sóknarleikurinn í fyrirrúmi í tapleik Tindastólsstúlkna

Kvennalið Tindastóls spilaði þriðja leik sinn í Inkasso-deildinni í gærkvöldi en þá spiluðu stelpurnar við lið Þróttar í Reykjavík. Liðið var hálf vængbrotið en vænn hluti ungs liðs Tindastóls var við brautskráningu frá FNV og voru stúlkurnar því löglega afsakaðar. Leikurinn þótti skemmtilegur og bæði lið buðu upp á bullandi sóknarleik. Það var hins vegar heimaliðið sem skoraði fleiri mörk og fékk að launum stigin þrjú sem í boði voru.
Meira

Fjórða tap Tindastóls í fjórum leikjum

Leikið var á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í gærkvöldi en mættust lið Tindastóls og Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla í knattspyrnu. Eyfirðingum var spáð sæti um miðja deild í spá þjálfara á Fótbolti.net en Stólunum, eins og áður hefur komið fram, neðsta sæti. Niðurstaðan í leiknum var því eftir bókinni en gestirnir höfðu á endanum betur og sigruðu 1-2.
Meira

Júdóiðkendur verðlaunaðir á lokahófi Júdódeildarinnar

Í gær komu júdóiðkendur Júdódeildar Tindastóls á Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum saman og gerðu sér glaðan dag á lokahófi þar sem m.a. voru veitt verðlaun. Allir fengu afhentan þakkarskjöld og svo voru veittir bikarar fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar, efnilegustu júdókonu og júdómann og loks fyrir besta júdómanninn.
Meira

Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar í Arizona

Arnar Geir Hjartarson, frá Sauðárkróki, og félagar hans í Missouri Valley College leika nú á lokamóti NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í lok apríl. Mótið er risastórt enda landskeppni þar sem bestu golfspilarar háskólanna mætast en mótið fer fram í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club. https://www.lassendas.com.
Meira

Jóhann Björn og Ísak Óli keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar

Þrír Skagfirðingar munu fara með landsliði Íslands í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikana sem fram fara í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní í sumar. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að í liðinu séu 22 íþróttamenn, þrettán konur og níu karlar. Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ valdi þá Ísak Óli Traustason, sem keppir í 110m grindahlaupi, langstökki og boðhlaupi, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem keppir í 100m og 200m hlaupum og boðhlaupi og svo er Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls í þjálfarateymi liðsins.
Meira

Júdóið slúttar á Vormóti Tindastóls

Vormót Tindastóls í júdó var haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Fimmtíu keppendur mættu til leiks frá fimm júdófélögum: KA á Akureyri, Pardus á Blönduósi, Júdódeild Ármanns og Júdófélagi Reykjavíkur í Reykjavík auk Júdódeildar Tindastóls í Skagafirði. Fyrstu konur sem hófu að æfa júdó á Íslandi heiðruðu keppendur með nærveru sinni.
Meira

Augnablik bíður í Mjólkurbikarnum

Kvennalið Tindastóls komst í síðustu viku áfram í Mjólkurbikarnum og fyrir helgi var dregið í 16 liða úrslitin. Þegar búið var að fiska öll liðin upp úr hattinum góða kom í ljós að stelpurnar þurfa að spila útileik gegn liði Augnabliks í Fagralundi í Kópavogi sem líkt og lið Tindastóls spilar í Inkasso-deildinni.
Meira

Hörð lexía Stólastúlkna í boði FH

Tindastóll og FH mættust í dag á Sauðárkróksvelli í Inkasso-deild kvenna. Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir í 1. umferð og lögðu lið Hauka að velli en rauða hluta Hafnarfjarðar hafði verið spáð 2. sæti í deildinni af spekingum. Lengi framan af leik í dag leit út fyrir að FH-liðið, sem spáð er toppsæti deildarinnar, þyrfti að lúta í gras líkt og grannar þeirra en þegar til kom reyndist reynsla svarthvítu gestanna drjúg og þeir snéru leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Lokatölur, í gríðarlega fjörugum leik, 4-6 fyrir FH.
Meira

Ekki hljóp á snæri Stólanna á Nesfiskvellinum

Þriðja umferð í 2. deild karla hófst í gær og hélt lið Tindastóls suður í Garð þar sem þeir öttu kappi við spræka Víðispilta. Heimamenn náðu undirtökunum snemma leiks og ljóst í hálfleik að Stólarnir þyrftu að skora minnst þrjú mörk í síðari hálfleik til að fá eitthvað út úr leiknum. Það hafðist ekki og 3-0 tap staðreynd.
Meira

Hamrarnir fengu á baukinn

Leikið var í Mjólkurbikar kvenna á Króknum í gærkvöldi en þá mættust lið Tindastóls og Hamranna frá Akureyri. Lið Tindastóls leikur í Inkasso-deildinni í sumar en Hamrarnir féllu úr þeirri deild síðasta haust. Það mátti því reikna með að Akureyrarstúlkurnar næðu að standa upp í hárinu á Stólastúlkum en annað kom á daginn því leikurinn var lengstum einstefna að marki gestanna. Lokatölur 8-1 og lið Tindastóls flaug áfram í næstu umferð.
Meira