Íþróttir

Karl Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Stólunum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að byggja upp fyrir næsta keppnistímabil. Nú hefur bæst við nýr maður í þjálfarateymið. Sá heitir Karl Ágúst Hannibalsson og mun verða aðstoðarþjálfari auk þess mun hann taka að sér styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna, sjá um þjálfun iðkenda í Varmahlíð og vera yfirþjálfari yngri flokka Tindastól
Meira

FH-ingar bikarmeistarar utanhúss 2025

Bikarkeppni FRÍ fór fram í blíðskaparveðri á Sauðárkróki um helgina og var nóg um að vera á vellinum. Í lok seinni dags voru það FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 164 stig og eru þau því bikarmeistarar utanhúss 2025.
Meira

Keppni í fullum gangi í Bikarkeppni FRÍ á Króknum

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hófst í gær á Sauðárkróki og heldur áfram í dag við fínar aðstæður en nú þegar líður að hádegi er glampandi sól, um 15 stiga hiti og býsna stillt á skagfirska vísu. Keppt var í 14 greinum í gær og eftir fyrri daginn er staðan þannig að lið FH leiðir stigakeppnina með 90 stig, lið ÍR er í öðru sæti með 83 stig og Fjölnir/UMSS er í þriðja sæti með 75 stig. Það væri því ekki vitlaust að mæta á völlinn og styðja okkar fólk.
Meira

Heimsmeistarinn í Byrðuhlaupi skorar á aðra hlaupara að taka þátt að ári

Byrðuhlaupið fór fram í Hjaltadal 17. júní síðastliðinn. Það var Christian Klopsch sem stóð uppi sem sigurvegar og bætti heimsmetið í leiðinni. Christian er 33 ára gamall doktorsnemi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Hann flutti 2022 til Hóla og hefur langað að taka þátt í Byrðuhlaupi síðustu ár en var aldrei heima – þar til nú. Þannig að í Byrðuhlaupinu 2025 kom Christian, sá og sigraði. Katharina Sommermeier, formaður Umf. Hjalta sem stendur fyrir hlaupinu, spjallaði við Christian fyrir Feyki.
Meira

Klara, Emma, Brynja og Rannveig áfram með liði Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tilkynnt að þær Klara Sólveig Björgvinsdóttir, Emma Katrín Helgadóttir, Brynja Líf Júlíusdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir hafa framlengt samninga sína og munu leika með liði Tindastóls í Bónus deildinni næsta tímabil. „Það er langtímaverkefni að halda úti stöðugu kvennaliði og því er afar mikilvægt að halda í og þróa áfram þennan sterka íslenska kjarna“ segir Dagur Þór, formaður.
Meira

Íslandsmeistari úr Hjaltadalnum

Þórgunnur Þórarinsdóttir er ung Skagafjarðarmær sem hefur náð mögnuðum árangri í hestaíþróttum. Þórgunnur keppir í Ungmennaflokki en hún er dóttir Þórarins Eymundssonar tamningamanns og reiðkennara og séra Sigríðar Gunnarsdóttur en þau búa á Nautabúi í Hjaltadal.
Meira

Byrðuhlaupið í Hjaltadal

Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur.
Meira

Jóna Halldóra varð Landsmótsmeistari í pönnukökubakstri

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27.-29. júní. Vestur-Húnvetningar gerðu gott mót og til að mynda sigraði Jóna Halldóra Tryggvadóttir í pönnukökubakstri. Annar Vestur-Húnvetningur, Jónína Sigurðardóttir, hreppti þriðja sætið í sömu keppni.
Meira

Bikarkeppni Frí 2025 á Sauðárkróki um næstu helgi

Það verður sprett úr spori, stokkið og kastað á Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins á Sauðákróksvelli 5 – 6 júlí, sem sagt um næstu helgi. Keppt er í 2. flokkum, kvenna og karla, fullorðnir og 15 ára og yngri.
Meira

Loftur frá Kálfsstöðum ein af stjörnum Íslandsmóts

Glæsilegu Íslandsmóti í hestaíþróttum lauk í gær með úrslitum í öllum hringvallagreinum. Á vef Landssamband hestamannafélaga, lh.is, segir: „ Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.”
Meira