Íþróttir

Hvíti riddarinn mátaði Stólana

Það var mikill markaleikur þegar Stólarnir heimsóttu Hvíta riddarann í Malbikunarstöðina að Varmá í gær í þriðju umferð 3. deildar. Það var þó verra að það voru heimamenn sem gerðu fleiri mörk en lið Tindastóls og 5-3 sigurinn var Mosfellinga. Fyrir leikinn voru þetta tvö efstu lið deildarinnar en Hvíti riddarinn trónir nú á toppnum en Stólarnir duttu niður í þriðja sætið.
Meira

Þrjú stig sóttu Stólastúlkur á Víkingsvöllinn

Stólastúlkur hafa heldur betur átt fína viku í fótboltanum. Eftir mergjaðan sigur í framlengdum bikarleik gegn Stjörnunni í Garðabæ í byrjun vikunnar þá fóru þær á annan erfiðan útivöll í dag, Víkingsvöllinn, þar sem lið Víkings beið þeirra. Heimastúlkum var spáð góðu gengi í sumar en voru líkt og Stólastúlkur með aðeins þrjú stig eftir fimm umferðir. Það var því nokkuð undir í dag og það voru gestirnir að norðan sem nýttu færin og unnu 1-4.
Meira

Ekki sóttu Húnvetningar gull í greipar Ægis

Það er rokk og ról í 2. deild karla í knattspyrnu en 3. umferðin var spiluð í dag. Þá héldu Húnvetningar austur fyrir fjall og léku við lið Ægis í Þorlókshöfn. Fyrir leik stóð lið Kormáks/Hvatar betur að vígi með þrjú stig en heimamenn höfðu nælt í heilt eitt. Niðurstaðan varð sú Ægismenn lögðu gesti sína að velli í 3-1 sigri og skutust upp fyrir þá í deildinni.
Meira

Stólastúlkur mæta liði ÍBV í Mjólkurbikarnum

Dregið var í átta liða úrslit í Mjólkurbikar karla og kvenna í dag. Kvennalið Tindastóls var í pottinum eftir frækinn sigur á liði Stjörnunnar fyrr í vikunni og má segja að lukkan hafi verið með Stólastúlkum, Þær fá heimaleik og mæta liði ÍBV sem spilar í Lengjudeildinni. Það er þó aldrei á vísan að róa í bikarnum en sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er sannarlega girnileg gulrót fyrir liðið.
Meira

Myndaveisla úr Síkinu í boði Sigurðar Inga

Af því að lífið er körfubolti - ekki saltfiskur (sem betur fer) – þá er rétt að bjóða lesendum Feykis upp á aðeins meira af leiknum í gær. Sigurður Ingi ljósmyndari var að sjálfsögðu í Síkinu og Feykir fékk að velja 20 frábærar myndir í góða myndamöppu til birtingar.
Meira

Brosandi hér, brosandi þar, brosandi í gegnum öldurnar!

Það var hátíðardagur á Króknum í gær, enda þriðji í úrslitakeppni sem ætti auðvitað að vera opinber frídagur í Firðinum fagra. Þar sem sól skein í heiði, hitinn nartaði í rassinn á sköflum í efstu skörðum og golan rétt dugði til að hreyfa við Tindastólsfánunum á Króknum þá var dúndur- og gleðistemning upp við Síki löngu áður en hleypt var inn í hús. Og leikurinn? Jú, sömu töfrarnir innanhúss og utan og úrslitin eins og við viljum hafa þau. Stólasigur 110-97 eftir hörkuleik.
Meira

Tvö uppáhaldsliðin að mætast í úrslitum

Rakel Rós Ágústsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og má kannski segja að hún komi úr fremar rótgróinni körfuboltafjölskyldu. Hún, bræður og systir körfubolta-spilandi og síðan er hún gift Baldri Þór Ragnarssyni og á með honum soninn Ragnar Thor. Fyrir þá sem ekki vita er Baldur, maður Rakelar, þjálfari Stjörnunnar í meistaradeild karla í körfubolta sem etur nú kappi við Tindastól í úrslitum bónusdeildarinnar í körfubolta. Þriðji leikurinn í seríunni fer einmitt fram í Síkinu í kvöld og hefst á slaginu 19:15.
Meira

Tindastóll Íslandsmeistarar

Þann 12. apríl síðastliðinn var Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó haldið hjá Ármanni í Reykjavík. 5 keppendur frá Tindastól mættu til leiks en því miður fengu bara fjögur að keppa.
Meira

Varmahlíðarskóli áfram í úrslit Skólahreysti 2025

Varmahlíðarskóli tók á dögunum þátt í undankeppni Skólahreysti í riðli 1 á Akureyri. Liðið lenti í 2. sæti riðilsins með jafnmörg stig og sigurvegarar Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira

Dimitrios dæmdur í eins leiks bann

Það voru sannarlega læti í öðrum leik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn sl. sunnudag. Tveimur leikmönnum Stólanna var vikið út úr húsi, Arnari Björnssyni og Dimitrios Agravanis. Í dag ákvað aganefnd KKÍ að Dimitrios skuli sæta eins leiks banni en Arnar fékk áminningu.
Meira