Íþróttir

Tap á móti KR um sl. helgi hjá mfl. kvenna

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hélt í Vesturbæinn 15. október, þar sem þær léku á móti KR. Stelpunar í KR náðu strax yfirhöndina í leiknum og lauk fyrsta leikhluta þeim í hag þar sem þær höfðu skorað 25 stig á móti 16 hjá Tindastól.
Meira

Glæsilegur árangur hjá Ægi á Íslandsmótinu í CrossFit

Íslandsmótið í CrossFit hófst í CF Rvk þann 12. október og var Króksarinn Ægir Björn Gunnsteinsson einn af keppendum- þessa móts. Keppti var í mörgum aldursflokkum í bæði karla og kvennaflokki og að auki var keppt í opnum flokki, sem var stærsti flokkurinn, og í honum keppti Ægir.
Meira

Íslandsmótið í Boccia á Sauðárkróki

Gróska íþróttafélag fatlaðra stendur fyrir einstaklingskeppni í Boccia í Íþróttahúsinu á Sauðárkrók um næstu helgi. Von er á að rúmlega 160 keppendur verði á mótinu og með aðstoðarfólki verða þetta um 250 manns sem von er á í fjörðinn um helgina. Mótið hefst með mótssetningu kl 9:30 á laugardagsmorgni og keppni byrjar kl 10:00 og stendur til rúmlega 20:00. Síðan hefst mótið aftur kl 9:00 á sunnudagsmorgun og stefnt er á að því ljúki um 14:30. Verðlaunaafhending er að keppni lokinni. Lokahóf verður svo í Miðgarði á sunnudagskvöld frá kl 18:30 til um það bil 23:00 með mat og dansi.
Meira

Sigur í fyrsta heimaleik í Subway deild karla

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway deild karla, annarri umferð, fór fram á laugardaginn var. Tindastóll tók á móti Keflvíkingum, sem byrjuðu betur og fyrir þeim fór Jaka Brodnik fyrrum leikmaður Tindastól og var sóknarleikur Keflvíkinga betri en hjá heimamönnum leiddu þeir fyrsta leikhluta. Tindastólsmenn virtust eiga erfitt með að finna taktinn í sóknarleiknum í upphafi leiks. Kannski hafði það eitthvað að gera með að Pétur Rúnar sat meiddur á bekknum. Keflvíkingar voru sterkari í upphafi annars leikhluta og Tindastóll náði að halda sér inni í leiknum með þriggja stiga körfum.
Meira

Arnar Geir sigraði í efstu deildinni

Annað innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var á fimmtudaginn og mættu 21 einstaklingur til leiks. Keppt var í fjórum deildum þar sem niðurröðun í deildir fer eftir gengi hvers og eins á fyrsta mótinu sem haldið var í lok september.
Meira

Karlalið Tindastóls mætir ÍR í VÍS bikarnum

Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í síðustu viku. Skagfirðingurinn Kristján Gíslason sá til þess að fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls yrði gegn ÍR á þeirra heimavelli en stúlkurnar fóru sjálfkrafa áfram í 16 liða úrslit. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00, miðvikudaginn 25. október, á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira

Tap í fyrsta leik Mfl. kvenna í 1. deildinni

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á laugardaginn à þessu tímabili. Þær héldu suður í Breiðholtið þar sem þær kepptu við Aþenu. Fyrsti leikhluti fór 26 - 18 fyrir heimastúlkum. Tindastólsstúlkur áttu ágætis annan leikhluta sem endaði 22-21 fyrir Aþenu. Staðan því í hálfleik 48 - 39. Aþenu stúlkur gáfu svo í í seinni hálfleik og fór þriðji leikhluti 23 - 8 og fjórði leikhluti 29 - 12. Lokatölur voru því 100 - 59 fyrir Aþenu. 
Meira

Sigur í fyrsta leik Tindastóls í Subway deildinni

Íslandsmeistararnir hófu keppnistímabilið sitt í Subway deild karla í gærkvöldi þegar þeir fóru í Forsetahöllina og spiluðu á móti Álftanesi. Gaman var að sjá metnaðarfulla umgjörð hjá þeim fyrir leikinn og á leiknum sjálfum og greinilegt að það er mikill uppgangur í körfuboltanum á Álftanesi. Forsetahöllin var þétt setin og stemmingin var mjög góð, það vantaði að sjálfsögðu ekki stuðningsfólk Tindastóls á leikinn.
Meira

Svekkjandi tap gegn BC Trepca í gær – 69-77

Undirrituð var nú ekki mikið að flýta sér að setja þessa frétt inn því hún er frekar súr yfir því að Tindastólsmenn töpuðu leiknum í gær gegn BC Trepca því þetta leit alveg þokkalega út svona framan af. Þó að strákarnir hafi verið lengi í gang þá vorum við yfir í hálfleik, þó það hafi nú ekki verið mörg stig. Fyrri hluta þriðja leikhluta langar mig bara að gleyma því engin voru stiginn en svo kom mjög góður kafli en enga að síður þurfum við að sætta okkur við tapið 69-77. Þá er spurning hvernig leikurinn á milli BC Trepca og Pärnu. Mér skilst að ef að Pärnu sigrar leikinn með minna en fimm stiga mun þá er ennþá séns, eða hvað segja körfuboltaspekúlerarnir?
Meira

Tindastólshópurinn farinn til Eistlands

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að meistaraflokkur karla lagði land undir fót og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll varð íslandsmeistari í vor og áttu þeir því rétt á ásamt fjórum efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.
Meira