Íþróttir

Byrðuhlaupið í Hjaltadal

Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur.
Meira

Jóna Halldóra varð Landsmótsmeistari í pönnukökubakstri

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27.-29. júní. Vestur-Húnvetningar gerðu gott mót og til að mynda sigraði Jóna Halldóra Tryggvadóttir í pönnukökubakstri. Annar Vestur-Húnvetningur, Jónína Sigurðardóttir, hreppti þriðja sætið í sömu keppni.
Meira

Bikarkeppni Frí 2025 á Sauðárkróki um næstu helgi

Það verður sprett úr spori, stokkið og kastað á Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins á Sauðákróksvelli 5 – 6 júlí, sem sagt um næstu helgi. Keppt er í 2. flokkum, kvenna og karla, fullorðnir og 15 ára og yngri.
Meira

Loftur frá Kálfsstöðum ein af stjörnum Íslandsmóts

Glæsilegu Íslandsmóti í hestaíþróttum lauk í gær með úrslitum í öllum hringvallagreinum. Á vef Landssamband hestamannafélaga, lh.is, segir: „ Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.”
Meira

Sexí sjö mörk hjá Stólunum í dag

Nú stendur yfir sex vikna sumarhátíð í Hafnarfirði. Það má því kannski spyrja sig að því hvort Hafnfirðingar hafi ekki veirð klárir í alvöru norðansudda og svínerí þegar þeir mættu á Krókinn í dag því það stóð ekki steinn yfir steini í leik þeirra fyrsta hálftímann. Þá gerðu Stólarnir sex mörk og já, þrjú stig í höfn. Lokatölur á Sauðárkróksvelli í dag 7-0.
Meira

Húnvetningar máttu sætta sig við tap í Garðabænum

Lið Kormáks/Hvatar sótti Garðabæinn heim og spilaðði við lið KFG á Samsungvellinum í dag og var leikið fyrir framan 63 áhorfendur. Garðbæingar voru sæti neðar en Húnvetningar og mátti því reikna með jöfnum leik og spennandi. Það fór svo að heimamenn höfðu betur og liðin skiptu því um sæti í deildinni. Lokatölur 2-1 fyrir KFG.
Meira

Sveinbjörn sprettir úr spori

Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum gerði góða ferð til Maribor í Sloveníu þar sem það keppti í 3. deild Evrópubikarssins í frjálsum. Ísland sigraði með yfirburðum sem þýðir að Ísland keppir í 2. deild eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu og leiddi stigakeppnina strax frá fyrstu grein, þetta var bara spurning um með hve miklum mun íslenska liðið myndi vinna. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti.
Meira

Undirbúningur Landsmóts á Hólum í fullum gangi

Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í júlí 2026, sléttum 10 árum eftir að þar fór fram vel heppnað Landsmót. Það er hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið, en í góðu samstarfi við Háskólann á Hólum, Sveitarfélagið Skagafjörð og Landssamband hestamannafélaga. Undirbúningur fyrir mótið er þegar hafinn enda í mörg horn að líta.
Meira

Pétur, Nesi og Raggi áfram með Stólunum

Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Hannes Ingi Másson og Ragnar Ágústsson hafa skrifað undir samninga um að halda áfram með liðinu. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls kemur fram að þeir Pétur og Ragnar semji til næstu þriggja ára en Hannes til eins árs.
Meira

Stólarnir mæta toppliði 2. deildar í Fótbolti.net bikarnum

Í hádeginu í gær, föstudag 27. júní, var dregið í 16-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins, sem er bikarkeppni neðri deilda karla. Bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll unnu sína leiki í 32 liða úrslitum keppninnar nú fyrr í vikunni og voru því í pottinum þegar dregið var. Einhverja dreymdi um að liðin mundu dragast saman og spilaður yrði alvöru Norðurlands vestra slagur. Sá draumur rættist ekki.
Meira