Elísa Bríet valin efnilegust í Bestu deildinni af Fótbolti.net
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.10.2024
kl. 09.03
Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk um helgina og það fór svo að eftir toppeinvígi Vals og Breiðabliks þá voru það Blikar sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir hreinan úrslitaleik gegn Val í síðustu umferð. Jafntefli dugði þeim grænu til sigurs og markalaust var það. Fótbolti.net tilkynnti í gær um val á liði ársins og þá valdi miðillinn efnilegasta leikmann deildarinnar og það hnoss féll í hlut leikmanns Tindastóls, Elísu Bríetar Björnsdóttur frá Skagaströnd. Til hamingju Elísa Bríet!
Meira