Íþróttir

Tap gegn spræku B-liði Keflvíkinga

Það er óhætt að fullyrða að hvergi á landinu sé staðið jafn glæsilega að körfubolta kvenna og í Keflavík. Þar virðist nánast endalaus uppspretta efnilegra körfuboltastúlkna. Lið Tindastóls heimsótti Suðurnesið í gær og mátti þola tap í Blue-höllinni. Leikurinn var þó jafn og spennandi en heimastúlkur reyndust sterkari og unnu leikinn með tíu stiga mun, 82-72.
Meira

Stelpurnar mæta Keflavík b í Blue-höllinni í dag kl. 16:00 í Keflavík

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn annan leik í 1.deildinni við Keflavík b í dag kl. 16:00 í Blue-höllinni í Keflavík. Stelpurnar áttu frábæran leik við Fjölnisstelpur í síðustu viku og unnu þær 69-63 hér heima. Nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að þær komi með sama krafti inn í þennan leik eins og síðasta og komi heim með tvö stig.
Meira

Simmons fékk Ljónagryfjuna lánaða í fimm mínútur

Önnur umferð Dominos-deildar karla hófst í gærkvöldi og aðalleikur umferðarinnar var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti liði Tindastóls sem hafði ýmislegt að sanna eftir hálf dapra frammistöðu í fyrsta leik. Stólarnir mættu vel stemmdir til leiks og pressuðu lið heimamanna villt og galið með góðum árangri. Strákarnir hirtu stigin sem í boði voru og fóru sáttir og sælir heim eftir 75-83 sigur í Ljónagryfjunni.
Meira

Stólarnir mæta liði Selfoss í Geysisbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Geysis-bikarsins í körfubolta nú í vikunni. Lið Tindastóls þarf að bregða undir sig betri fætinum og tölta suður á Selfoss en þeir sunnanmenn eru með lið í 1. deild og það er hann Chris okkar Caird sem stjórnar liði Selfoss.
Meira

Mikil barátta frá fyrstu sekúndu leiksins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls tók á móti Fjölni í fyrsta leik sínum í fyrstu umferð 1. deildarinnar í körfunni á laugardaginn og var ekki annað að sjá, frá fyrstu sekúndum leiksins, en að þær ætluðu sér sigur. Baráttan og leikgleðin skein í gegn hjá stelpunum sem gladdi stuðningsmannahjörtu okkar allra sem horfðu á leikinn eftir svekkelsið hjá Meistaraflokki karla á fimmtudaginn.
Meira

„Ef allir róa í sömu átt gerast stórir hlutir“

Jón Stefán Jónsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar undanfarin misseri og verið annar þjálfari meistaraflokks kvenna, hefur látið af störfum fyrir félagið. Óhætt má segja að aðkoma Jónsa að félaginu hafi verið því heilladrjúg þau ár sem hann hefur verið á Króknum en árið 2013 var hann ráðinn þjálfari m.fl. karla og síðar framkvæmdastjóri meðfram þjálfun kvennaliðsins. En nú er komið að tímamótum og segir Jónsi í færslu á FB-síðu stuðningsmanna skilja liðið eftir í góðum höndum Guðna Þórs Einarssonar, samþjálfara síns.
Meira

Stelpurnar mæta Fjölni í Síkinu í kvöld

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn fyrsta heimaleik í kvöld kl. 18:00 í 1. deildinni þegar Fjölnisstúlkur mæta í heimsókn. Stelpurnar hafa spilað nokkra æfingaleiki síðustu vikur og gengið vel, unnu alla nema einn, en nú tekur alvaran við.
Meira

Keflvíkingar reyndust sterkari í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í 1. umferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Óhætt er að fullyrða að talsverð eftirvænting hafi verið hjá stuðningsmönnum Tindastóls að sjá mikið breytt lið sitt mæta til leiks en því miður var fátt sem gladdi augað að þessu sinni. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og frábær byrjun gestanna í síðari hálfleik reyndist of stór biti fyrir lið Tindastóls sem gerði þó sitt besta til að halda spennu í leiknum. Sigur Keflvíkinga var þó sanngjarn en lokatölur voru 77-86.
Meira

Texas á Hlíðarenda

Golfarar í Golfklúbbi Sauðárkróks ætla að enda vertíðina með golfmóti á Hlíðarendavelli sunnudaginn 6. október kl 13. Fyrirkomulagið er svokallaður Texas Scramble þar sem báðir leikmenn slá og velja svo betri boltann og slá honum báðir og svo koll af kolli.
Meira

Stelpurnar taka á móti Skallagrími í kvöld

Undirbúningur meistaraflokka Tindastóls í körfunni stendur nú sem hæst og hafa æfingaleikir farið fram undanfarnar vikur. Í kvöld taka stelpurnar á móti Skallagrími í enn einum æfingaleiknum og hefst hann 20:00 í Síkinu.
Meira