Íþróttir

Elísa Bríet valin efnilegust í Bestu deildinni af Fótbolti.net

Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk um helgina og það fór svo að eftir toppeinvígi Vals og Breiðabliks þá voru það Blikar sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir hreinan úrslitaleik gegn Val í síðustu umferð. Jafntefli dugði þeim grænu til sigurs og markalaust var það. Fótbolti.net tilkynnti í gær um val á liði ársins og þá valdi miðillinn efnilegasta leikmann deildarinnar og það hnoss féll í hlut leikmanns Tindastóls, Elísu Bríetar Björnsdóttur frá Skagaströnd. Til hamingju Elísa Bríet!
Meira

Jón Oddur keppir í pílu á erlendri grundu

Einn félagi í Pílukastfélagi Skagafjarðar er að fara að taka þátt í stóru alþjóðlegu móti dagana 9.-13. október næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að Jón Oddur Hjálmtýsson er að fara í keppnisferð til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í þremur keppnum; WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier.
Meira

Tap hjá Tindastól í gær

Tindastóll tók á móti nýliðum KR í fyrstu umferð Bónus-deildar karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Vel var mætt í Síkið og heimamenn spenntir að sjá Tindastólsliðið undir stjórn Benedikts Guðmundssonar.
Meira

Tap gegn Aþenu í fyrsta leik

Stólastúlkur spiluðu sinn fyrsta leik í Bónus deildinni í gærkvöldi og mættu þá áköfu liði Aþenu í Austurbergi í Breiðholti. Heimaliðið reyndist sterkara að þessu sinni en leikurinn var ansi kaflaskiptur. Lokatölur voru 86-66 fyrir lið Aþenu.
Meira

Bónusdeild karla hefst í kvöld

Bónusdeild karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR í Síkinu. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að fyrir leik gefst árskorthöfum tækifæri til að hittast í þjálfaraspjalli frá kl 17.45, í nýrri aðstöðu körfuknattleiksdeildarinnar í norðurhlutanum á Ábæ. Allir árskorthafar eru hvattir til að mæta þangað, spjalla og skiptast á hugmyndum. Leikurinn hefst á slaginu 19:15, hamborgararnir verða á grillinu frá 18:30.
Meira

Stólastúlkur heimsækja Austurberg Aþenu í kvöld

„Það eru allir spenntir fyrir fyrsta leiknum,“ segir Israel Martin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í körfunni, en lið hans spilar í kvöld fyrsta leik sinn í efstu deild körfuboltans á þessari öld. Þrjú lið fóru upp úr 1. deildinni í vor; Hamar/Þór vann deildina, lið Aþenu sigraði úrslitaeinvígi um laust sæti og hafði þá betur í hörku bardaga gegn liði Tindastóls. Síðan gerðist það að Fjölnir dró lið sitt í efstu deild úr keppni og þá var laust sæti fyrir Stólastúlkur.
Meira

Lið Selfoss vann Fótbolti.net bikarinn

Knattspyrnulið Tindastóls í karlaflokki spilaði um síðustu helgi einn merkilegasta leik sinn síðasta áratuginn í það minnsta en þá héldu strákarnir austur á land og léku við lið KFA í Reyðarfjarðarhöllinni. Um var að ræða undanúrslitaleik í Fótbolti.net bikarnum og gulrótin var því bikar og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir hetjulega baráttu og ágætan leik voru það þó heimamenn í Knattspyrnufélagi Austurlands sem höfðu betur, unnu leikinn 2-1.
Meira

Mannabreytingar hjá M.fl. kvk í körfunni

Í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Shaniya Jones hefur kvatt liðið og í hennar stað er Randi Brown mætt á Krókinn, þá hefur Laura Chahrour lagt skóna á hilluna eftir að upp tóku sig gömul hnémeiðsli, í hennar stað er komin Melissa Diawakana.
Meira

Nóg um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Fyrsta mót Kaffi Króks mótaraðarinnar fór fram þriðjudagskvöldið 24. sept. og tóku fimmtán manns þátt að þessu sinni. Stemningin var góð og keppt var í þremur riðlum. Að þeim loknum var leikið til úrslita í hverjum riðli fyrir sig og enduðu leikar þannig að í C-riðli var Heiðar Örn sigurvegari. Í B-riðli sigraði Alexander Franz og í A-riðli var það svo Jón Oddur sem stóð uppi sem sigurvegari, glæsilega gert hjá þeim.
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 25. september, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira