Kenny Hogg og Neil Slooves yfirgefa Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.07.2017
kl. 16.20
Það eru sviptingar hjá karlaliði Tindastóls í fótboltanum þessa dagana. Sagt var frá því í byrjun vikunnar að Stephen Warmsley, spilandi þjálfari liðsins, Chris Harrington aðstoðarþjálfari og knattspyrnudeild Tindastóls hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þjálfarateymið hætti. Nú hafa tveir leikmenn til viðbótar yfirgefið liðið en þeir Kenny Hogg, markahæsti maður liðsins, og varnarjaxlinn Neil Slooves hafa gengið frá félagaskiptum yfir í lið Njarðvíkur.
Meira