Boðið upp á markasúpu á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.09.2017
kl. 20.33
Það var líf og fjör á Sauðárkróksvelli þegar sígrænir Völsungar skröltu í heimsókn frá Húsavík. Lið Tindastóls hefur verið í ágætu stuði upp við mörk andstæðinga sinna í síðustu leikjum og það varð engin breyting á því í dag. Eftir fjörugan og kaflaskiptan leik sigruðu heimamenn 4-3 og skutust þar með upp fyrir lið Völsungs í sjötta sæti 2. deildar.
Meira