Íþróttir

Boðið upp á markasúpu á Króknum

Það var líf og fjör á Sauðárkróksvelli þegar sígrænir Völsungar skröltu í heimsókn frá Húsavík. Lið Tindastóls hefur verið í ágætu stuði upp við mörk andstæðinga sinna í síðustu leikjum og það varð engin breyting á því í dag. Eftir fjörugan og kaflaskiptan leik sigruðu heimamenn 4-3 og skutust þar með upp fyrir lið Völsungs í sjötta sæti 2. deildar.
Meira

Viðar Sveinbjörnsson og Ragna Stefanía Pétursdóttir Skagfirðingamótsmeistarar

Skagfirðingamótið í golfi fór fram um síðustu helgi á golfvelli Borgnesinga en áður hafði mótinu verið frestað vegna veðurs. Á fésbókarsíðu mótsins segir Björn Jóhann Björnsson að stærsta fréttin sé sú að Haddi, „litli bróðir“ Arnar Sölva, fór holu í höggi hjá á 8. braut. En það eru þau Viðar Sveinbjörnsson og Ragna Stefanía Pétursdóttir sem bera titlana Skagfirðingamótsmeistarar 2017.
Meira

Anna Karen og Hákon Ingi Norðurlandsmeistarar

Síðastliðinn laugardag tók flottur hópur frá GSS þátt í lokamóti Norðurlandsmótaraðarinnar í golfi sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Það voru þau Alexander Franz Þórðarson, Anna Karen Hjartardóttir, Bjartmar Dagur Þórðarson, Bogi Sigurbjörnsson, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Hildur Heba Einarsdóttir.
Meira

Stólarnir tryggðu sætið á KR-vellinum

Tindastóll sótti heim lið Knattspyrnufélags Vesturbæjar í dag og var leikið á KR-vellinum. Liðsmenn KV voru í næstneðsta sæti 2. deildar fyrir leikinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að laga stöðu sína í deildinni. Með sigri gátu Stólarnir aftur á móti tryggt veru sína í deildinni og sú varð raunin. Bjarki Már gerði sigurmarkið í uppbótartíma en lokatölur voru 1-2 fyrir Tindastól.
Meira

Skagfirðingar fjölmenntu á Eurobasket – Myndir

Þrátt fyrir að íslensku landsliðin í fót- og körfubolta hafi ekki sótt sigra í Finnlandi þegar Evrópumót körfuboltaliða og landsleikur við Finna í undankeppni HM í fótbolta fóru fram á dögunum, voru liðin dyggilega studd af íslenskum stuðningsmönnum. Fjöldi Skagfirðinga, bæði búsettir sem brottfluttir, mætti til Finnlands og reyndi blaðamaður að fanga sem flesta á mynd. Margir sluppu þó við myndatöku. Afraksturinn er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Opna Advaniamótið í úrhellisrigningu

Á laugardaginn var Opna Advania mótið haldið á Hlíðarendavelli þar sem spilaður var betri bolti – punktakeppni – og voru tíu lið skráð til leiks. Tveir og tveir skráðu sig saman og gilti betra skor á holu. Keppendur fengu 7/8 af leikforgjöf. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að duglega hafi rignt á keppendur meginhluta mótsins en að sama skapi hafi vindinn lægt og hlýtt verið í veðri.
Meira

Tap hjá Stólastúlkum í síðasta heimaleik sumarsins

Í sunnudagsblíðunni í gær þá fengu Tindastólsstúlkurnar eitt af toppliðum 1. deildarinnar, HK/Víking, í heimsókn. Gengi Tindastóls hefur ekki verið gott í síðustu leikjum og hver leikurinn af öðrum tapast og það varð engin breyting á því í gær þrátt fyrir ágæta frammistöðu. Lokatölur voru 0-2 fyrir gestina.
Meira

Rennblautur og dýrmætur baráttusigur Tindastólsmanna

Tindastóll og Víðir mættust á Sauðárkróksvelli í dag í úrhellisrigningu en logni. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum; Stólarnir vildu reyna að fjarlægjast botnbaráttuna en Víðismenn sáu glitta í sæti í 1. deild að ári. Leikurinn var fjörugur og þegar upp var staðið var búið að sækja boltann sex sinnum í mörkin en ferðir Víðismanna reyndust fleiri. Þetta var ekki góður dagur fyrir Ísland á körfubolta- og fótboltavellinum en fínn fyrir Stólana. Lokatölur 4-2 fyrir Tindastól.
Meira

Finnbogi og Friðrik semja við Stólana

Það er greinilegt að uppskeran ætlar að verða góð þetta haustið hjá stjórn körfuboltadeildar Tindastóls því blekið er vart þornað á samningi Helga Freys þegar fréttir berst frá Sjávarborg af því að tveir snillingar í viðbót hafa ritað nöfn sín á samningsblöð. Þetta eru hestasveinarnir, Finnbogi Bjarnason og Friðrik Þór Stefánsson.
Meira

Hákon Ingi Rafnsson endaði í 3. sæti í lokamóti Íslandsbankaraðarinnar

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram um síðustu helgi á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG ) á Leirdalsvelli. Keppt var í flokkum frá 14 ára og yngri og upp í 21 árs aldur. Golfklúbbur Sauðárkróks átti þrjá þátttakendur á þessu móti.
Meira