Íþróttir

Góð stemning á Unglingalandsmóti

Tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ var sett formlega á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti þar sem keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn, hver með sínu félagi. Flutt voru ávörp, m.a. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson en hann fékk hjálp hjá ungri snót sem las með honum úr gömlum fréttum af frægum köppum, þeim Vilhjálmi Einarssyni og Hreini Halldórssyni.
Meira

Grátlegt tap gegn Aftureldingu

Tindastóll og Afturelding mættust á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi í 2. deild karla í knattspyrnu. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Tindastóls síðustu daga og þrír nýjir leikmenn hófu leik í gær. Leikurinn var spennandi og hart tekist á en úrsltin réðust í uppbótartíma þegar gestirnir náðu að skora rándýrt mark og veita Stólunum slæmt högg. Lokatölur 2-3.
Meira

Stólastúlkur Hömrum slegnar

Stólastúlkur fóru illa að ráði sínu í gærkvöldi þegar þær spiluðu við lið Hamranna frá Akureyri í fallbaráttu 1. deildar kvenna. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn megnið af leiknum gáfu stelpurnar tvö ódýr mörk en skoruðu sjálfar aðeins eitt mark og 1-2 tap staðreynd. Það er ljóst að hafi verið brekka fyrir leik þá er það Brattabrekka núna.
Meira

Baldur og Kata einni sekúndu frá fyrsta sætinu í Ljómarallinu

Það voru þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Ljómarallinu sem haldið var í Skagafirði um helgina en þeir óku Mitsubishi Lancer EVO 6.5. Tími þeirra var 1:15:50. Í öðru sæti enduðu Skagfirðingarnir Baldur Haraldsson og Katrín María Andrésdóttir á Subaru Impreza. Litlu mátti muna en þau voru aðeins einni sekúndu á eftir sigurvegurunum eða 1:15:51. Í þriðja sæti urðu þeir Baldur Arnar Hlöðversson og Hjalti Snær Kristjánsson á Subaru Impreza á tímanum 1:18:17.
Meira

Sigtryggur Arnar að spila sína fyrstu landsleiki

Skagfirðingurinn Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls í úrvalsdeildinni í körfubolta, spilaði á fimmtudaginn sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd en þá mætti Ísland liði Belgíu. Liðin léku síðan aftur í gær og er skemmst frá því að segja að Ísland vann báða leikina og átti Arnar fínar innkomur í báðum leikjum.
Meira

Jonathan Olaleye og Jack Clancy gengnir til liðs við Stólana

Nú styttist í að leikmannaglugginn lokist í fótboltanum og hafa Tindastólsmenn verið á fullri ferð við að tryggja sér leikmenn eftir að hafa misst þrjá góða. Að sögn Stefáns Arnars Ómarssonar, þjálfara Tindastóls, þá eru tveir erlendir leikmenn gengnir til liðs við Stólana og þar að auki hafa þrír fyrrum Tindastólsmenn skráð félagaskipti og reiknað er með að einn íslenskur leikmaður bætist í hópinn fyrir júlílok.
Meira

Lið Selfoss of gott fyrir Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði á Selfossi í gærkvöldi í 1. deildinni. Lið Selfoss er í toppbaráttunni í deildinni og hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deilda síðustu árin. Það mátti því búast við erfiðum leik og sú varð raunin. Selfyssingar náðu snemma forystunni og Stólastúlkum gekk illa að ógna marki heimastúlkna. Lokatölur 4-0.
Meira

Toppliðið hafði betur gegn vængbrotnum Tindastólsmönnum

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli hélt til Njarðvíkur í gær þar sem spilað var gegn toppliði 2. deildar. Mikið hefur gengið á hjá Stólunum undanfarna daga, skipt um þjálfara og félagið misst þrjá af sínum bestu leikmönnum. Það var því ljóst að ramman reip yrði að draga gegn sterkum Njarðvíkingum og það kom á daginn. Lokatölur 2-0 fyrir Njarðvík.
Meira

Eva Banton og Ólína Sif kveðja Stólana

Það eru ekki bara sviptingar hjá karlaliði Tindastóls í fótboltanum þessa dagana. Kvennalið Stólanna, sem spilar á Selfossi í kvöld, tekur nú einnig nokkrum breytingum en varnarjaxlinn Eva Banton hefur þegar sagt skilið við liðið og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík og þá spilar fyrirliðinn, Ólína Sif Einarsdóttir, í kvöld sinn síðasta leik með Stólunum á þessu keppnistímabili.
Meira

Ljómarallið á laugardaginn

Á morgun, laugardaginn 29. júlí, stendur Bílaklúbbur Skagafjarðar fyrir Ljómaralli í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmótinu og fer fram samkvæmt reglum Akstursíþróttasambands Íslands sem fyrir liggja á www.akis.is.
Meira