Íþróttir

Íslands þúsund ár ómuðu um allan Krók þegar Unglingalandsmótinu lauk

Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi og það verður varla annað sagt en að aðstæður hafi verið keppendum og gestum á Króknum hagstæðar. Mótsgestir þurftu hvorki að berjast við fellibyl, hitabylgju né flugnabit (svo Feykir viti til) en vindur var í lágmarki og þegar flestir áttu von á hellidembu á meðan á lokaathöfn og brekkusöng stóð í gærkvöldi þá stoppaði regnveggurinn frammi í sveit og leit ekki við á Króknum.
Meira

Aldís María sterkust í 15. umferðinni

Biblía knattspyrnunördanna, Fótbolti.net, velur ávallt leikmann umferðarinnar í boltanum. Leikmaður 15. umferðar í Bestu deild kvenna var valin Aldís María Jóhannsdóttir og varð hún þar með fyrst Tindastólsstúlkna til að hljóta nafnbótina Sterkust þetta sumarið. Leikur Stólastúlkna í 15. umferð var gegn liði ÍBV á Króknum og skoraði Aldís María tvö mörk í sterkum 4-1 sigri.
Meira

30 svipmyndir frá setningarkvöldi ULM 2023

Unglingalandsmót UMFÍ 2023 var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróksvelli í gærkvöld. Þátttakendur gengu fylktu liði til leiks og í kjölfarið fylgdi fimleikasýning og loks ball með Danssveit Dósa.
Meira

Pavel stýrir körfuboltafjöri ULM í dag

Pavel Ermolinski, þjálfari Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Pavel, sem er margfaldur meistari, tók við liði Tindastóls í byrjun árs og gerði liðið að Íslandsmeisturum í vor eins og flestum er enn í fersku minni. Enda í fysta sinn sem Tindastóll hampaði meistaratitlinum og í fyrsta sinn sem lið af Norðurlandi verður Íslandsmeistari í körfubolta.
Meira

Þúsundir skemmta sér í blíðunni á Unglingalandsmóti

„Blússandi gangur er í öllu og gestir Unglingalandsmótsins glaðir,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Meira

Kormákur/Hvöt í frábærum málum

Kormákur/Hvöt eru í góðum málum eftir að hafa unnið tæpan 1-2 sigur á Elliða í Árbænum í gær.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindarhlaupi í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason varð um sl. helgi Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi þegar Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Reykjavík.
Meira

Stólarnir halda sér í barráttunni um að komast upp um deild

Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu tók á móti Álftanesi í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn var Álftanes í næst neðsta sæti með fimm stig en Stólarnir í fjórða sætinu með 20 stig, ennþá að daðra við það að komast upp um deild.
Meira

Unglingalandsmótið hefst í dag!

Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.
Meira

Skemmtiskokk og strandhlaup fyrir alla á Unglingalandsmóti

Viltu koma út að hlaupa í fallegri nátturu, fuglasöng og góðum félagsskap? Tvö spennandi hlaup verða á Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þeim báðum.
Meira