Íþróttir

Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.
Meira

Tæplega 70 þátttakendur frá Norðurlandi vestra

Um sl. helgi fór fram Símamótið í Kópavogi þar sem hátt í 70 stelpur frá Norðurlandi vestra í 5.fl., 6.fl. og 7.fl. kvenna voru mættar til leiks. Var þetta í 40. skiptið sem mótið var haldið og voru um 3000 stelpur alls staðar af landinu mættar til leiks. Tindastóll og Hvöt/Fram hafa verið dugleg að senda frá sér lið á þetta mót undanfarin ár og var engin breyting á í þetta skiptið.
Meira

Anna Karen og Una Karen keppa á Íslandsmótinu í höggleik

Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, byrjar Íslandsmótið í höggleik en það verður haldið á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja í ár. Þrettán ár eru síðan GS hélt mótið síðast en golfklúbburinn heldur upp á 60 ára afmælið sitt í ár og var það stofnað þann 6. mars árið 1964. Þær stöllur, Anna Karen og Una Karen, ætla ekki að láta sig vanta á þetta mót og keppa fyrir hönd GSS. Hægt er að fylgjst með gangi mála á golfbox en við hjá Feyki ætlum að sjálfsögðu að tilkynna stöðu mála þegar keppnin hefst. 
Meira

Hlíðarendapiltar heimsækja Stóla í Fótbolti.net bikarnum

Í kvöld fara fram 16 liða úrslit í Fotbolta.net bikarnum. Liðsmenn Tindastóls munu skella á sig takkaskónum af þessu tilefni en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu 2. deildar lið Reynis Sandgerði í 32 liða úrslitum fyrr í sumar, 2-0. Að þessu sinni mæta Hlíðarendapiltar á Krókinn.
Meira

Það er í nógu að snúast hjá Skotfélaginu Markviss

Fimm keppendur frá Skotfélaginu Markviss munu taka þátt á Norðurlandamótinu í Norrænu Trappi (Nordisk Trap) sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð í lok ágúst. Gera má ráð fyrir milli 80-100 keppendum á mótinu frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Íslandi.
Meira

Hlýtt en hvasst á Hlíðarkaupsmótinu um helgina

Opna Hlíðarkaupsmótið fór fram síðastliðinn laugardag í hlýjum en hressilegum vindi. Frábær þátttaka var á mótinu og komust færri að en vildu. Mótið átti að byrja á slaginu 10 en þá var vindurinn svo mikill að ákveðið var að fresta mótinu til kl. 12:30 og var þá ekkert annað í stöðunni en að byrja leika. Spilað var hefðbundið punktamót með forgjöf og var hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.
Meira

Bjarni Jó brá fæti fyrir Húnvetninga

Húnvetninga dreymdi um endurkoma líka þeirri sem Rocky átti gegn Ivan Drago í Rocky IV forðum þegar lið Selfoss heimsótti Blönduós í gær. Þar hóf lið Kormáks/Hvatar síðari umferðina í 2. deildinni en í upphafi móts stálu Selfyssingar öllum stigunum sem í boði voru í 1-0 sigri á Selfossi. Lífið er sjaldnast eins ig Hollywood mynd og enginn endurkomusigur fékkst í sunnanvindinum. Topplið Selfoss nældi aftur í þrjú stig en eftir markalausan fyrri hálfleik settu þeir tvö í þeim síðari. Lokatölur því 0-2.
Meira

Lið Tindastóls komið í annað sætið

Nú í vikunni fór fram heil umferð í 4. deild karla í knattspyrnu og síðasti leikurinn fór fram í sunnangalsa á Króknum þegar Vestmannaeyingar í KFS mættu til leiks sprækir sem lækir. Leikurinn reyndist fjörugur og skoruðu liðin samtals fimm mörk en þau komu öll í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 4-1 fyrir Tindastól sem voru því líka lokatölur.
Meira

Áfram Ísland!

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar nú tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2025 í þessum landsliðsglugga en liðið þarf þrjú stig til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í júlí á næsta ári. Fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli í dag kl. 16:15 en þá kemur sterkt landslið Þýskalands í heimsókn. Fyrir islenska liðinu fer Glódís Perla Viggósdóttir sem er einnig fyrirliði stórliðs Bayern Munchen í þýsku Búndeslígunni en Glódís er ættuð frá Skagaströnd.
Meira

Paula Cánovas á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hin spænsku Paula Cánovas um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili í Bónus deildinni. Pála er 24 ára gömul, 176 sentimetrar á hæð og leikur í stöðu leikstjórnanda. Hún er þriðji erlendi leikmaðurinn til að semja við lið Tindastóls síðustu vikuna en áður hefur verið tilkynnt að hin spænska Laura Chahrour og hin bandaríska Shaniya Jones taki slaginn með Stólastúlkum í vetur.
Meira