Íþróttir

Ertu búin/n að pússa golfkylfurnar?

Það voru gleðitíðindi tilkynnt á Facebook-síðu Golfklúbbs Skagafjarðar í hádeginu í dag þegar Hlynur Freyr Einarsson auglýsti að búið væri að setja upp flöggin góðu á fyrstu fimm flatir vallarins.
Meira

Leikdagur í dag

Það er ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegs sumars í leiðinni og við tilkynnum ykkur að það er leikdagur í dag, svona ef þið vissuð það ekki. En Sigríður Inga Viggósdóttir er alltaf með puttann á púlsinum varðandi dagskrá á leikdegi og leyfum við henni að fljóta með þessari tilkynningu. 
Meira

Ægir Björn keppir á WodlandFest

Í morgun byrjaði hin fræga WodlandFest í Malaga á Spáni en þetta er einn af stærstu CrossFit viðburðum ársins í greininni og stendur yfir í þrjá daga. Þarna keppist besta CrossFit íþróttafólk í heimi um sæti á verðlaunapallinum og þeir sem enda í tveimur efstu sætunum fá keppnisrétt á Crossfit heimsleikana. Þessi viðburður sameinar því keppni, samfélag og adrenalín í umhverfi sem er hannað til að hvetja til mikilleika í CrossFit heiminum.
Meira

Vel heppnað Páskamót PKS

Það er hefð fyrir því hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að halda Páskamót PKS og fór það fram þann 18. apríl, föstudaginn langa, í aðstöðunni á Króknum. Alls voru skráðir 25 þátttakendur til leiks og var spilað í fimm riðlum. Eftir riðlakeppnina var raðað í A og B úrslit sem var spilað með útslætti. Þrír efstu í hverjum riðli spiluðu í A úrslitum en aðrir fóru í B úrslit. Margir hörkuleikir litu dagsins ljós og réðust undanúrslitaleikir í oddaleggjum.
Meira

Grátlegt tap á móti Þór/KA

Stólastelpur spiluðu sinn annan leik í Bestu deildinni í gær í Boganum á Akureyri á móti sterku liði Þórs/KA. Úrslit leiksins voru hins vegar sorgleg fyrir okkar stelpur sem töpuðu leiknum 2-1. Þegar þessi lið mættust síðast áttu Stólastelpur engan séns og fengu níu mörk á sig en annað var uppi á teningnum í gær. Donni, þjálfari stelpnanna, segir í samtali við visir.is að þær hafi verðskuldað sigur í leiknum miðað við vinnuframlagið, baráttuna og færin og algjört bull að Þór/KA hafi unnið leikinn.
Meira

Eitt stig komið á Krókinn

Það var heldur betur veisla í Síkinu í gær þegar Stólarnir mættu Álftnesingum í fyrsta einvígi liðanna í 4-liða úrslitum. Það var von á leik sem enginn körfuboltaáhugamaður vildi missa af því þegar þessi tvö lið hafa mæst í vetur hafa verið hörkuleikir þar sem Tindastóll vann fyrri leikinn 109-99 í lok nóvember en síðari leikurinn fór 102-89 fyrir Álftanes í lok febrúar. En það var því miður ekki raunin því Stólarnir voru með tökin á leiknum allan tímann og unnu sannfærandi sigur, lokatölur 100-78.
Meira

Ráðgátan um upplifun á leikdegi var leyst í Skagafirði – segir Kjartan Atli

„Í okkar herbúðum ríkir tilhlökkun að takast á við þessa áskorun; að mæta deildarmeisturum Tindastóls. Liðin hafa fjórum sinnum mæst á undanförnum tveimur leiktímabilum og allt verið sannkallaðir hörkuleikir,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, þegar Feykir spurði hann hvernig einvigi Álftnesinga og Tindastóls legðist í hann.
Meira

Góð þrjú stig í fyrsta leik Stólastúlkna

Stólastúlkur léku fyrsta leik sinn þetta sumarið í Bestu deild kvenna í gær en þá komu nýlaðar FHL í heimsókn á Krókinn. Aðstæður voru ágætar þó hitastigin hafi ekki verið mörg. Það var enda vorbragur á leiknum og liðin enn að slípast saman. Bæði lið fór illa með ágætar sóknir í fyrri hálfleik en lið Tindastóls náði betri tökum á leiknum í þeim síðari og gerði þá eina mark leiksins. Þrjú mikilvæg stig því komin í pottinn og áfram gakk.
Meira

Álftnesingar heimsækja Síkið annan í páskum

Það réðst í fyrrakvöld hverjir yrðu andstæðingar Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla. Flestir reiknuðu með að annað hvort yrði það lið Grindavíkur eða Álftanes sem yrðu andstæðingar Stólanna og það fór svo að lokum að Álftanes varð niðurstaðan. Fyrsti leikur liðanna verður í Síkinu annan í páskum og hefst leikurinn kl. 17.
Meira

Stólastúlkur eiga heimaleik í Bestu deildinni í dag

Keppni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Breiðablik fór illa með Stjörnuna og Þróttur Reykjavík bar sigurorð af Fram-stúlkum Óskars Smára frá Brautarholti. Að sjálfsögðu skoraði hin hálfskagfirska Murr fyrsta mark Fram í efstu deild kvennaboltans en það dugði ekki til sigurs. Í kvöld taka Stólastúlkurnar hans Donna á móti liði FHL og hefst leikurinn kl. 18:00. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur, sem hefur marga fjöruna sopið og nálgast nú óðfluga 250 leiki með liðinu.
Meira