Íþróttir

Fjallaskokk USVH 2016 - Úrslit

Átjánda Fjallaskokk USVH fór fram fimmtudaginn 21. júlí 2016 og voru þátttakendur tíu talsins, fjórir í gönguhóp og sex í keppnishóp. Frá þessu er greint á heimasíðu Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga.
Meira

Íslandsmótið í bogfimi utanhúss

Íslandsmótið í bogfimi utanhús fór fram á Sauðárkróki 16. júlí. Í heildina voru 31 keppandi sem komu frá flestum landsvæðum á landinu. Mótið fór fram í sólríku veðri með smá golu og greinilegt að veðurguðirnir voru keppendum hliðhollir þetta árið en 2015 fór mótið fram í slagviðri og slyddu.
Meira

Stólastúlkur léku topplið Einherja grátt á Sauðárkróksvelli í kvöld

Kvennalið Tindastóls fékk Einherja frá Vopnafirði í heimsókn í C-riðli 1. deildar kvenna í kvöld. Tindastólsstúlkurnar áttu góðan leik og var sigurinn öruggur en þegar upp var staðið höfðu þær gert sex mörk á meðan gestirnir áttu varla eitt einasta færi.
Meira

Tindastóll tekur á móti Einherja í kvöld

Tindastóll mætir Einherja í kvöld í C-riðli 1.deildar kvenna en leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli klukkan 18:00.
Meira

Tíundi sigur Tindastóls í röð

Tindastólsmenn fengu lið Dalvíkur/Reynis í heimsókn á Krókinn í kvöld og var viðureignin nokkuð spennandi þó ekki hafi leikurinn verið sérlega rismikill. Tindastóll var þó sterkari aðilinn eins og búast mátti við og uppskar sigurmark þegar skammt var til leiksloka. Stólarnir eru því á toppnum eftir ellefu umferðir og hafa nú sigrað í tíu leikjum í röð í 3. deildinni.
Meira

Tindastóll mætir Dalvík/Reyni í kvöld

Meistaraflokkur karlaliðs Tindastóls tekur á móti Dalvík/Reynir í 3. deildinni. Leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli.
Meira

Lengsta stökkið verðlaunað

Um síðustu helgi fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, í Skagafirði. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir lengsta stökkið á Mælifelssdal.
Meira

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý lokið

Þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý fór fram í Skagafirði dagana 22. og 23. júlí síðastliðinn en það var Bílaklúbbur Skagafjarðar sem átti veg og vanda að henni. Keppnin, sem er árlegur viðburður, er ávallt vinsæl hjá rallýáhugafólki enda skipulag og verklag hið besta hjá Bílaklúbbnum. Í ár voru tæplega tuttugu áhafnir mættar til leiks ásamt fylgiliði en keppnin er vinsæl útileguhelgi rallýfólks. Veður og færð gerðu áhöfnum erfitt fyrir, mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og voru vegir því sleipir auk þess sem mikil þoka takmarkaði skyggni ökumanna.
Meira

Töpuðu í dramatískum lokaleik

Strákarnir okkar í U20 ára landsliði karla í körfuknattleik töpuðu í gær fyrir Svartfjallalandi í úrslitum B-deildar Evrópumótsins sem fram fór í Grikklandi og silfurverðlaun staðreynd.
Meira

Þeir eru komnir í úrslitin!

Sá stórmerkilegi atburður varð í gær er íslenska U20 landslið karla sigraði Grikki í undanúrslitum í B-deild Evrópumóts landsliða U20, í Grikklandi. Og þar með er liðið komið í úrslit.
Meira