Íþróttir

Viðar og Pétur í stuði með íslenska U20 landsliðinu

Íslenska U20 landsliðið vann í gær glæsilegan 94-54 sigur á Georgíu í átta liða úrslitum B-deildar Evrópumóts landsliða sem fram fer í Grikklandi. Tindastólsmennirnir tveir, Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson, stóðu heldur betur fyrir sínu og eru nú komnir í undanúrslit ásamt félögum sínum.
Meira

Brotlending hjá Vængjum Júpíters í þokunni á Króknum

Tindastóll spilaði fyrsta leik sinn í síðari umferð Íslandsmótsins í 3. deildinni í kvöld en þá komu Vængir Júpíters alla leið úr Grafarvoginum. VJ var eina liðið sem hafði sigrað Stólana í fyrri umferðinni en þeir brotlentu á Króknum, fengu 4-1 skell í ágætum fótboltaleik. Lið Tindastóls endurheimti því toppsæti deildarinnar af Víðismönnum.
Meira

Rúnar Már skaut KR út úr Evrópudeildinni

Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Grasshoppers í sigrið liðsins gegn KR í Evrópudeildinni í gær, 2-1. Leikurinn fór fram á heimavell hollenska liðsins. Kemur þetta fram á ksi.is
Meira

Þrír Stólar í landsliðihópnum

Í vikunni hefjast æfingar hjá landsliði karla í körfuknattleik fyrir undankeppni EM, EuroBasket 2017. Af því tilefni hefur landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen og þjálfarateymi hans boðað 22 leikmenn til æfinga en alls eru 41 leikmaður í æfingahópnum fyrir sumarið. Af þessum 22 leikmönnum sem mæta til æfingar í vikunni eru þrír þeirra úr Tindastóli.
Meira

Ísland komið í 8. liða úrslit á EM U20 karla í körfuknattleik

Íslenska landsliðið U20 ára í körfuknattleik er sjóðandi heitt þessa dagana en það sigraði Pólland í æsispennandi leik í gær á EM U20 karla í Grikklandi. Leikurinn fór 62-60 og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Tveir Skagfirðingar leika með liðinu, þeir Viðar Ágústsson og Pétur Rúnar Birgisson.
Meira

Jesse Shugg með þrennu í markaveislu fyrir austan

Tindastólsstelpurnar fóru enga fýluferð á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum eða Villa Park eins og gárungarnir kalla völlinn. Þar mættu þær sameinuðu liði Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis. Leikurinn reyndist hin mesta markaveisla en honum lyktaði með þremur mörkum gegn fimm, Tindastóli í vil. Nýráðinn leikmaður, Jesse Shugg skoraði þrennu í leiknum.
Meira

Baldur og Katrín mæta til leiks

Rallýáhugafólk leggur land undir fót um helgina en þriðja umferð íslandsmótsins í rallý fer fram í Skagafirði 22. og 23. júlí næstkomandi. Það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem heldur keppnina en hátt í tuttugu áhafnir eru skráðar til leiks. Eru þar á meðal helstu rallýkeppendur landsins.
Meira

Átta sigrar í röð hjá Tindastólsmönnum

Það var leikið í rjómablíðu á Sauðárkróksvelli í dag en þá fengu Tindastólsmenn liðsmenn Kára af Akranesi í heimsókn. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn í leiknum og uppskar sanngjarnan 1-0 sigur þrátt fyrir nokkra pressu gestanna undir lok leiks.
Meira

Náttúruhlaup við Húnaver

Dalahlaupið Ultra Valley Run 2016 fer fram í Húnaveri 23. júlí næstkomandi og er þetta í annað sinn sem hlaupið fer fram. Í ár er boðið upp á þrjár vegalengdir, 36 km hring, leið B, 28 km beina leið og 10 km.
Meira

1408 í golfmaraþoni barna og unglinga

Golfmaraþon barna og unglinga GSS var haldið á Hlíðarendavelli í gær. Fjöldi barna og unglinga, allt frá 4 ára aldri, spiluðu í norðanstrekkingi og sól, en markmiðið var að ná að leika 1000 holur. Foreldrar og eldri meðlimir í klúbbnum lögðu verkefninu einnig lið.
Meira