Íþróttir

Sjötíuþúsund Frakkar áttu ekki roð í hvatningarhróp okkar Íslendinga

Evrópumeistaramótið í knattspyrnu lauk um helgina þegar Portúgalir hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn. Frakkar þóttu sigurstranglegir fyrir leik og komu úrslitin mörgum á óvart, enda áttu þeir talsvert betri leik gegn Íslandi en Portúgalar. Þóra Kristín Þórarinsdóttir var stödd á á leik Íslands og Frakklands þann 3. júlí og segir stemninguna í áhorfendapöllunum hafa verið magnaða þrátt fyrir mótbyr í fyrri hálfleik.
Meira

Arnar Geir setti vallarmet á Meistaramóti GSS

Meistaramót GSS í eldri flokkum fór fram dagana 6.-9.júlí á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók. Keppt var í fjölmörgum flokkum og var ljómandi góð þátttaka og stemmingin mjög góð.
Meira

Darrel Keith Lewis á leið til Þórs Akureyri

Sagt var frá því í gærkvöldi á Visir.is að Darrel Keith Lewis, hafi ákveðið að fara frá Tindastóli og yfir til Þórs Akureyri. Stuttu seinna var það svo staðfest á heimasíðu Þórs.
Meira

Tindastólskempurnar kafsigldu KFS

Í hádeginu í dag mættu Eyjapeyjar í KFS á Krókinn og spiluðu við lið Tindastóls í 3. deildinni. Liðin hafa átt ólíku láni að fagna það sem af er sumri; Stólarnir á toppnum en KFS við botninn. Það kom enda í ljós í leiknum að talsverður getumunur er á liðunum en þó var það ekki fyrr en eftir klukkutíma leik að Stólarnir náðu góðri forystu. Lokatölur urðu 5-0.
Meira

Tindastóll mætir KFS á Sauðárkróksvelli

Tindastóll leikur á Sauðárkróksvelli um helgina, nánar tiltekið á sunnudaginn. Hefst leikurinn kl. 12:00.
Meira

Rúnar Már fer til Grasshopper í Sviss

Skagfirðingurinn Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, hef­ur skrifað und­ir samn­ing við sviss­neska fé­lagið Grass­hopp­er til þriggja ára. Rún­ar hefur leikið með sænska liðinu Sundsvall eft­ir að hafa verið í ís­lenska landsliðshópn­um á EM í Frakklandi. Mbl.is greinir frá.
Meira

Garðveisla hjá Tindastólsmönnum

Lið Tindastóls gerði góða ferð í Garðinn á föstudagskvöldið þar sem þeir öttu kappi við lærisveina Tommy Nielsen í Víði á Nesfisk-vellinum. Um toppleik í deildinni var að ræða en bæði lið voru með 15 stig fyrir leikinn en Víðismenn höfðu spilað leik minna og voru taplausir. Þeir eru það ekki lengur því Stólarnir tóku þá 0-3.
Meira

Leikurinn verður sýndur á stóra tjaldinu í Miðgarði

Landsleikur Íslands og Frakklands annað kvöld verður sýndur í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, á stóra tjaldinu í neðri salnum.
Meira

Körfuboltaæfingar á vegum KKÍ á Sauðárkróki

Næstkomandi miðvikudag, þann 6. júlí, mun þeir Martin Hermanns, Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson, standa fyrir körfuknattleiksæfingu fyrir krakka og unglinga á vegum KKÍ. Kallast verkefnið Körfuboltasumarið 2016 og er það styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe.
Meira

„Gjörsamlega trylltumst þegar seinna mark okkar kom“

Feðgarnir Ómar Bragi Stefánsson, Ingvi Hrannar og Stefán Arnar Ómarssynir frá Sauðárkróki fóru saman á leik Íslands og Englands sl. mánudag. Feykir samband við Ingva Hrannar og fékk að heyra nánar um upplifun hans af þessum magnaða leik en Ingvi Hrannar ætlar að skella sér aftur til Frakklands um helgina, til að styðja íslenska landsliðið gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn.
Meira