Stólarnir með níu og hálfa tá í 3. deild
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.08.2024
kl. 11.26
Lið Tindastóls í 4. deildinni tók stórt skref í átt að sæti í 3. deild að ári í gær en þá heimsóttu þeir botnlið RB og rótburstuðu þá. Stólarnir eru nú með afar heilbrigt forskot á liðin sem eru að berjast á toppnum, bæði stigalega og á markatölu og eiginlega óhugsandi að þetta geti klikkað, enda liðið búið að spila frábærlega í síðari umferð og hefur nú unnið átta leiki í röð í deild og í raun tíu leiki í röð séu tveir leikir í Fótbolta.net bikarnum teknir inn.
Meira
