Stólarnir í stuði gegn stemningslitlu liði KR
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.12.2022
kl. 13.12
Tindastólsmenn skelltu sér í Vesturbæinn í gær þar sem tveggja punkta KR-ingar biðu þeirra. Vanalega eru rimmur liðanna spennandi og skemmtilegar en því fór víðs fjarri í gær. Leikurinn var skemmtilegur fyrir stuðningsmenn Tindastóls en Vesturbæingar hefðu sjálfsagt flestir kosið að hafa haldið sig heima fyrir framan endursýningu á Barnaby. Reyndar munaði aðeins tíu stigum í hálfleik en Stólarnir bættu vörnina í síðari hálfleik og stungu stemningslitla KR-inga af. Lokatölur 77-104.
Meira