Hundrað marka Murr með geggjað mark í merkissigri á Þrótti
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.08.2023
kl. 11.50
Það er óhætt að segja að Stólastúkur hafa hingað til ekki sótt gull í greipar Þróttara sem nú eru eitt albesta lið landsins. Í það minnsta man Bryndís Rut fyrirliði ekki til þess að hafa unnið Þrótt. Það má því kannski segja að það hafi ekki margir verið vongóðir um að lið Tindastóls færi á splunkunýjan gervigrasvöll þeirra reykvísku og tækju stigin þrjú með sér norður. En það var einmitt það sem gerðist í gærkvöldi. Gott skipulag, gæði og gríðarleg vinnusemi – og kannski pínu lukka – sáu til þess að Stólastúlkur sigruðu Þrótt 0-2. Seinna markið var af rándýrari gerðinni og hundraðasta mark Murr fyrir lið Tindastóls.
Meira
