Ljósmyndavefur

Sungið í tilefni af Degi leikskólans - Myndir og vídeó

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í gær en sjötta febrúar er gert hátt undir höfði í leikskólasögu þjóðarinnar þar sem frumkvöðlar leikskólanna stofnuðu fyrstu samtök sín á þessum degi árið 1950. Orðsporið, sem veitt var í sjöunda sinn, kom í hlut Seltjarnarnesbæjar en verðlaunin voru fyrst veitt árið árið 2013. Hersteinn Snorri, leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi, hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni fyrir ljóðið Skipstjórinn.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutar styrkjum

Sunnudaginn 3. febrúar voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Ávörp fluttu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Skagfirski kammerkórinn söng tvö lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og fiðlu- og slagverkshópur flutti tvö lög undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var sl. laugardag haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.
Meira

Græni salurinn í Bifröst - Yfir 20 manns stigu á stokk

Það var fín stemning í Bifröst þann 28. desember sl. þegar tónleikarnir Græni salurinn fór fram að viðstöddu fjölmenni. Boðið var upp á alls tíu tónlistaratriði af ýmsum toga og var gerður góður rómur að. Þó að einhverjir hafi fengið að stíga oftar á stokk en aðrir mætti telja yfir 20 manns sem létu til sín taka.
Meira

Áramótabrenna á Króknum - Myndir

Það viðraði vel til loftárása á gamlárskvöld eftir norðanáhlaup sem hafði spillt færð og friðarboðskapinn hafði riðið yfir landið fyrr um daginn. Flugeldasala gekk ágætlega heilt yfir landið, sagði Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, við Mbl.is.
Meira

Heimsókn í félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja á Blönduósi

Áður birt í jólablaði Feykis 2018, 28. nóvember 2018. Í kjallara Hnitbjarga á Blönduósi er rekið blómlegt félags- og tómstundastarf fyrir 6o ára og eldri og öryrkja á Blönduósi og í Húnavatnshreppi. Þar kemur fólk af svæðinu saman tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, og á góða samverustund yfir spilamennsku og margs kyns handavinnu. Feykir kom þar við á dögunum og leit á það sem þar er verið að fást við.
Meira

31 verkefni hlaut styrk úr Menningarsjóði KS

Í gær fór fram úthlutun styrkja hjá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga í sal Kjarnans á Sauðárkróki. Alls fengu 31 verkefni styrk en þau eru af ýmsum toga og mörg hver tilkomin vegna þeirra styrkja sem veittir eru til menningarmála í héraði. Bikar, og styrkur, til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur, var einnig veittur og kom í hlut Ragnars Ágústssonar, ungs og efnilegs körfuboltamanns.
Meira

Grýla og Leppalúði heimsóttu Hóla um helgina

Það var skemmtileg stemning á Hólum í Hjaltadal sl. sunnudag en þá stóð yfir jólatrjáasala Hóladeildar Skógræktarfélag Skagfirðinga. Auk skógarhöggsins var boðið upp á allskyns dagskrá um Hólastað. Þá voru þau sæmdarhjón, Grýla og Leppalúði, eitthvað að þvælast á staðnum. Í gamla bænum, Nýjabæ, voru tvær sýningar í gangi, annars vegar myndasýning og hins vegar leikfangasýning, fyrir utan það að bærinn sjálfur er einn sýningargripur. Í baðstofunni voru jólalögin leikin á harmonikku og jólasögur lesnar fyrir gesti.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Króknum -- Myndir

Þann 1. desember sl. voru ljósin á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki tendruð að viðsöddu fjölmenni þrátt fyrir kaldan norðanblástur og hríðarkóf. Ýmislegt var í boði til skemmtunar en mest bar á söng en Leppalúði var hálf ringlaður enda búinn að týna hyski sínu. Eftir að Leppalúði hafði fundið nokkra rauðklædda syni sína var dansað í kringum jólatréð áður en mandarínurnar voru sóttar ofan í hvíta pokana og gefnir smáfólkinu. Að því loknu hvarf hver til síns heima enda kuldinn farinn að bíta í kinnar og tær.
Meira

Listsköpun lúinna handa - Opnun málverkasýningar í Lindabæ

Sl. sunnudag var málverkasýningin Listsköpun lúinna handa opnuð í Búminjasafninu í Lindabæ. Þar getur að líta myndir sem Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga, málaði á efri árum sínum ásamt ýmsu öðru handverki hans, s.s. tálguðum skipum og bókbandi en sýninguna settu synir hans upp í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar þann 3. október sl.
Meira