Ljósmyndavefur

Blönduósi kemur ekki dúr á auga

Víða á landsbyggðinni er talsverð uppbygging í gangi þessi misserin og það á ekki síst við á Blönduósi, bænum sem aldrei sefur, svo vitnað sé í einn af máttarstólpum samfélagsins. Feykir fékk að birta nokkrar framkvæmdamyndir frá í febrúar úr safni Róberts Daníels Jónssonar sem fangar flest á minniskortið sem vert er að festa á mynd.
Meira

Hrímhvítur og hrollkaldur desemberdagur

Það var kaldur en fallegur dagur í Skagafirði í gær og eftir frostþoku sem læddist inn í Krókinn við sólhvörf, stysta dags ársins sl. þriðjudag, varð allt þakið hvítum hrímfeldi sem gerði umhverfið örlítið jólalegra. Ekki skemmdi fyrir að sólarupprásin var einkar falleg sem gaf góð fyrirheit um bjartan og fallegan dag. Feykir fór á stúfana og fangaði nokkrar náttúrupásur.
Meira

Soroptimistafélagið Við Húnaflóa tók þátt í að roðagylla heiminn

Í ár, eins og mörg undanfarin ár, slóust Soroptimistar um allan heim í för með um 6000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í 16 daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Meira

Margmenni í opnu húsi Byggðastofnunar

Byggðastofnun bauð síðasta föstudag gestum og gangandi að koma og fagna með starfsfólki stofnunarinnar að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína á Sauðárkróki. Ekki stóð á gestakomunni og segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, ánægjulegt að sjá þann áhuga sem fólk sýnir starfsemi stofnunarinnar og þeim verkefnum sem hún vinnur að.
Meira

Hrútasýning í Hrútafirði - Besti hrútur sýningarinnar holdfylltur frá nösum til dindils

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár virðist áhugi á sauðfjárrækt í engu hafa dalað. Haustið er uppskerutími þeirra sem unna sauðkindinni þegar árangur kynbótastarfsins birtist skriflega á vigtarnótum sláturleyfishafa og dómablöðum ráðunautanna, en ekki síður við skoðun og áhorf á lagðprúð og læramikil líflömb.
Meira

Forsetafrúin á brúðulistahátíð í Húnaþingi vestra

Um liðna helgi var alþjóðlega brúðulistahátíðin Hip festival haldin á Hvammstanga og var Forsetafrúin Eliza Reid heiðursgestur á hátíðinni ásamt Eddu dóttur sinni, en Eliza er verndari menningarverðlauna Eyrarrósarinnar sem Handbendi atvinnubrúðuleikhús á Hvammstanga er núverandi handhafi af. Að sögn Gunnars Rögnvaldssonar, sem fylgdi Elizu í heimsókninni, voru fjölmargir viðburðir á dagskránni sem sannarlega eru á heimsmælikvarða.
Meira

Fyrstu gestirnir komu í byrjun sláturtíðar

Þann 8. júlí 2020 birti Feykir frétt þess efnis að Kaupfélag Skagfirðinga hefði þegar hafið framkvæmdir við endurbyggingu húsnæðis að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, áður kallað Pakkhúsið en Minjahúsið síðar. Breyta átti húsnæðinu í starfsmannahúsnæði fyrir aðkomufólk sem tímabundið sækir vinnu hjá framleiðslufyrirtækjum KS. Nú hefur hluti hússins verið tekinn í notkun og komu fyrstu gestirnir í byrjun sláturtíðar að sögn Sigurgísla Kolbeinssonar hjá Trésmiðjunni Borg sem annast framkvæmdina.
Meira

Sjón að sjá þegar Silfrastaðakirkju var rennt út á Krók

Það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að Silfrastaðakirkja í Blönduhlíð í Skagafirði þyrfti á nauðsynlegri yfirhalningu að halda. Fyrir nokkru var kirkjuturninn fjarlægður og í gær var kirkjan tekin af grunni sínum, hífð upp á vörubílspall og keyrð út á Krók til viðgerðar á Trésmiðjunni Ýr. Samkvæmt heimildum Feykis er reiknað með að viðgerðin geti tekið fjögur ár en kirkjan er 125 ára gömul í ár og ansi lúin.
Meira

Bókin um heiðursborgarann Eyþór Stefánsson komin út

Í dag fór fram útgáfuhátíð á KK Restaurant á Sauðárkróki í tilefni af útkomu bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld – Ævisaga sem Sölvi Sveinsson ritaði. Eins og áður hefur komið fram hér á Feyki þá kemur bókin út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks á sjötugasta aldursári sínu.
Meira

Unnið að lagfæringum á Hamarsrétt

Eitt sérstæðasta réttarstæði landsins er án vafa Hamarsrétt á vestanverðu Vatnsnesi, nokkurra kílómetra holóttan spöl norður af Hvammstanga. Þegar blaðamaður Feykis renndi fyrir Vatnsnesið nú um helgina mátti sjá að lagfæringar stóðu yfir á réttinni sem staðsett er í fjörukambinum.
Meira