Ljósmyndavefur

Myndasyrpa frá Króksmótinu

Fyrsta Króksmótið í þrjú ár fór fram á Sauðárkróksvelli nú um helgina og tókst í alla staði vel til. Keppendur og gesti dreif að í sumarblíðunni á föstudag og þó sólargeislarnir hafi ekki verið margir laugardag og sunnudag var veðrið prýðilegt til tuðrusparks. Um 500 krakkar frá 19 félögum tóku þátt á mótinu og með þeim talsvert fylgdarlið eins og gengur.
Meira

Frábær stemning á Húnavöku

Húnvetningar unnu stóra pottinn í veðurlottóinu þegar fjölskyldudagskrá Húnavöku fór fram í dag og fallegi Blönduós skartaði sínu fegursta. Enda var fjölmenni á svæðinu við íþróttamiðstöðina þar sem Villi Naglbítur kynnti fjölbreytta dagskrárliði og var með skemmtiatriði. Taylor's Tivoli sló í gegn hjá yngstu kynslóðinni svo eitthvað sé nefnt. Að dagskránni lokinni var fótboltaleikur, sundlaugarpartý og kótilettukvöld og nú í kvöld stjórnaði Magni Ásgeirs brekkusöng og senn hefst stórdansleikur með hljómsveitinni Á móti sól.
Meira

Þolinmæði, útsjónarsemi og góður undirbúningur lykillinn að því að ná góðum myndum af fuglum

Ljósmyndir Blönduósingsins, Róberts Daníels Jónssonar, af hafarnarhreiðri hafa vakið verðskuldaða athygli en nú í vikunni fór hann með sérfræðingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands til að merkja og mynda hafarnarunga. „Ég átti stórkostlegan dag, VÁ hvað þetta var geggjað! Ég var að upplifa draum sem ég hef átt síðan ég var barn,“ segir Róbert á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má fjölda hreint frábærra mynda úr ferðinni. Feykir hafði samband við Robba Dan og forvitnaðist um galdurinn við að taka góðar fuglamyndir.
Meira

Skaparinn lék sér með skæru litina

Hverjum þykir víst sinn fugl fagur en það er þó sennilega staðreynd að Skagfirðingum finnst fátt tilkomumeira en Fjörðurinn þeirra fagri þegar sumarsólin litar miðnæturhimininn við ystu sjónarrönd. Þau hafa ekki verið mörg þannig kvöldin í sumar en í gær tók skaparinn sig til og sturtaði úr litakassanum sínum og skapaði listaverk sem ekki var hægt að líta framhjá.
Meira

ÓB-mótið tókst með ágætum þrátt fyrir kuldabola og bleytu

Nú um liðna helgi fór ÓB-mótið í knattspyrnu fram á Króknum. Þátttakendur voru 10 ára gamlar stúlkur sem komu víðs vegar að af landinu. Mótið heppnaðist með miklum ágætum, þátttakendur voru tæplega 700 og komu frá 23 félögum sem tefldu fram alls 110 liðum. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, örfá hitastig, norðanátt og rigning mestan partinn og sennilega hafa margir sárvorkennt þátttakendum að þurfa að standa í tuðrisparki við þessar aðstæður.
Meira

17. júní í sameinaðri Húnabyggð

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þann mæta dag um allt land og þótt víðar væri leitið. Í nýja sveitarfélaginu Húnabyggð var eðlilega haldið upp á daginn í fyrsta sinn. Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar fengu raunar pínu löðrung frá veðurguðunum sem skelltu í rigningu og rok í tilefni dagsins.
Meira

Myndasyrpa frá brautskáningu FNV

Alls brautskráðust 112 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Athöfnin var sannarlega hátíðleg og létt yfir mannskapnum, enda lífið fengið fleiri liti í kjölfar tveggja ára í skugga Covid-19. Feykir fékk leyfi til að birta nokkrar myndir frá brautskráningardeginum; frá myndatöku, undirbúningi athafnar, athöfninni sjálfri og glaðbeittum nemendum og gestum að henni lokinni.
Meira

Fjölmenn vígsla hesthússins á Staðarhofi

Fjöldi manns mætti á vígslu hesthússins að Staðarhofi í fyrrum Staðarhreppi í Skagafirði sl. föstudag og samglöddust eigendum, þeim Sigurjóni Rúnari Rafnssyni og Maríönnu Rúnarsdóttur.
Meira

Viljayfirlýsing um stækkun verknámshúss FNV undirrituð

Í gær skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ingileif oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, undir viljayfirlýsingu um stækkun verknámshúss skólans. Þar með er langþráðum áfanga náð í þeirri vegferð að koma húsnæði iðngreina í viðunandi horf.
Meira

Ernan á Borgarsandi :: Glæst skip sem endaði í ljósum logum

Sauðkrækingar hafa í gegnum tíðina notað Borgarsandinn, fjöruna neðan staðarins, til útiveru allan ársins hring og gjarna er myndað. Flestar myndirnar sýna skipsflakið sem legið hefur grafið í sandinum í rúma hálfa öld, dást að því og nota sem kennileiti, en fæstir þekkja sögu skipsins sem í daglegu tali er nefnt Ernan. Feykir fór á stúfana og leitaði mynda af skipinu og rifjaði upp sögu þess og naut aðstoðar margra sem fá þakkir að launum.
Meira