Ljósmyndavefur

Hannesarskjólið á Nöfum vígt

Á Nöfum austan kirkjugarðs fór fram formleg vígsla Hannesarskjóls í gær. Er það hlaðinn, skeifulaga veggur úr torfi og grjóti, reistur til heiðurs Hannesi Péturssyni skáldi og rithöfundi. Skjólið er fallega hlaðið af Helga Sigurðssyni hleðslumeistara.
Meira

Sæluvikan sett formlega í gær

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsi Skagfirðinga í gær að viðstöddu fjölmenni. Meðal annars voru veitt samfélagsverðlaun Skagafjarðar, tónlistaratriði, úrslit vísnakeppni kynnt og opnun sýningar á verkum Hannesar Péturssonar og Jóhannesar Geirs.
Meira

Kótelettukvöld Lionsklúbbanna í Skagafirði

Á laugardagskvöldið var haldið heljarmikið kótelettukvöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Að þvi stóðu Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði, Lionsklúbburinn Björk, Lionsklúbburinn Höfði, Lionsklúbbur Sauðárkróks og Lionsklúbbur Skagafjarðar en verkefnið er unnið í tilefni af því að á þessu ári fagnar Lionshreyfingin 100 ára afmæli sínu. Eins og Feykir.is hefur greint frá áður var tilgangurinn að safna fé til að setja upp skynörvunarherbergi í Iðju, dagþjónustu fatlaðra á Sauðárkróki.
Meira

Himinninn logaði glatt við Kálfshamarsvík

Það var mikil norðurljósasýning á himni sl. mánudagskvöld og náði Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi að fanga stemninguna á myndavélina sína. Hann segist hafa fylgst með síðum á netinu þar sem kemur fram áætlaður möguleiki á norðurljósum. Þennan dag bar öllum saman um það að kvöldið yrði magnað eða á kvarðanum 6 sem er mjög hátt að sögn hans.
Meira

Benedikt búálfur í Bifröst

10. bekkur Árskóla setur upp leikverkið Benedikt búálfur um þessar mundir í Bifröst. Efni leikritsins er flestum kunnugt enda hefur leikritið og bækurnar notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni í gegnum árin. Segir frá Dídí mannabarni sem finnur búálf heima hjá sér og ævintýrum sem þau lenda í.
Meira

Hús rís á einum sólarhring

Þann 25. janúar sl. var fyrsta skóflustungan tekin af húsi Búhölda á Sauðárkróki, sem ætlað er fyrir heldriborgara, og nú í byrjun vikunnar var hafist handa við að púsla saman útveggjum, 47 dögum síðar. Veggirnir eru úr steypueiningum frá Akranesi og koma frágengin að utan og með öllum lögnum að innan. Hiti verður í gólfum og því engir ofnar á veggjum
Meira

Furðuverur á Hvammstanga - Myndasyrpa

Það mikið um að vera á öskudeginum á Hvammstanga eins og lög gera ráð fyrir, syngjandi furðuverur sem sníktu nammi og kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving og sendi Feyki.
Meira

Söngur og gleði í sólskininu á Króknum

Litrík og glaðleg börn heimsóttu húsakynni Feykis og Nýprents í morgun og fengu gotterí að launum, enda öskudagur og sólin skein glatt á heiðskírum himni. Krakkarnir létu frostið ekkert á sig fá og voru farnir að skoppa á milli fyrirtækja og verslana um leið og færi gafst.
Meira

Frábær aðsókn á þorrablót á Skagaströnd

Metaðsókn var á þorrablót sem haldið var í Fellsborg á Skagaströnd á laugardaginn var. Að vanda var það kvenfélagið á staðnum sem hafði veg og vanda af blótinu en hópur áhugafólks sá um skemmtiatriði sem voru bæði leikin og sungin.
Meira

Gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum

Það ríkti gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum í gær. Vel var mætt að vanda en löng hefð er fyrir því að halda þessa skemmtun strax að lokinni jólamessu í Barðskirkju.
Meira